flugfréttir

Boeing sagt kynna nýja farþegaþotu sem Boeing 797

- Yrði minni tegund af breiðþotu sem tæki 200 farþega

10. mars 2017

|

Frétt skrifuð kl. 14:32

Tölvugerð mynd af hugmyndaflugvél merk „Boeing 797“/ Myndin tengist ekki Boeing

Svo virðist sem að Boeing sé komið með nafn á nýja farþegaþotu sem verið er að kynna fyrir flugfélögum sem gæti farið á teikniborðið á næsta ári en um er að ræða nýja vél sem er ætlað að brúa bilið milli Boeing 737 og Dreamliner-vélarinnar.

Samkvæmt heimildum er verið að tala um Boeing 797 en tölustafurinn „9“ er eina talan sem Boeing hefur ekki notað þar sem allar flugvélar sem framleiddar hafa verið heita Boeing 7 „tölustafur“ 7.

Boeing hefur sl. misseri átt í viðræðum við tugi flugfélaga um nýja farþegaþotu sem er ætlað að fylla í skarð Boeing 757 þotunnar sem hætti í framleiðslu árið 2004 og hafa nokkrir yfirmenn Boeing greint frá því að undarförnu að það sé ekki spurning um „hvort“ heldur „hvenær“ að ný flugvél verður kynnt til leiks.

Um er að ræða meðalstóra farþegaþotu, sem hefur verið nefnd „Middle of the Market“ vél (MoM), en ekki hefur komið fram hvað þessi nýja flugvél mun koma til með að heita og hafa sumir spurt sig hvort hún hvort verið sé að koma með Boeing 757 MAX á markaðinn.

Framkvæmdarstjóri flugvélaleigunnar Air Lease Corporation, Steven Udvar-Hazy, segir hinsvegar að nafnið séð komið á hreint - „Boeing 797 verður hún kölluð - Boeing hefur verið að tala við flugfélög og sagt að nýja vélin muni verða 797“, segir Udvar-Hazy.

Steven Udvar-Hazy, framkvæmdarstjóri Air Lease Corporation
flugvélaleigunnar

Margir stórir aðilar og flugfélög segja að Boeing hafi verið mjög staðráðið í áætlum sínum varðandi þessa nýju vél á ISTAT Americas (International Society of Transport Aircraft Trading) ráðstefnunni sem lauk í San Diego í vikunni.

Yrði sennilega breiðþota sem tæki 200 farþega

Eftir viðræður við flugfélög þá er ósk þeirra að ný farþegaþota verði breiðþota með tveimur göngum sem tæki rúmlega 200 farþega og hefði flugþol upp á 8.300 kílómetra.

Bæði Alaska Airlines og Delta Air Lines hafa lýst yfir áhuga fyrir þessari þotu en Delta segir að Boeing 797 gæti hentað félaginu mjög vel á flugleiðum yfir Atlantshafið en félagið hefur meðal annars notað Boeing 757 vélar á nokkrum leiðum milli austurstrandar Bandaríkjanna og Evrópu.

Andrew Levy, aðstoðarformaður og fjármálastjóri United Airlines, segir að félagið sé að leita að farþegaþotu sem gæti flogið frá Newark-Liberty flugvellinum til áfangastaða sem staðsettir eru lengra inn í Evrópu á borð við Berlín án þess að setja stærstu breiðþoturnar á þær leiðir.

John Leahy, sölustjóri Airbus, sem var einnig viðstaddur ISTAT Americas ráðstefnunni, blés á hugmyndir Boeing um Boeing 797 og sagði hann að lítil breiðþota sé ekki hentugur kostur og hafi slík vél misheppnast í markaðsetningu þar sem drag þeirra sé of mikið og benti hann bæði á Airbus A310 og Boeing 767-200 hefðu alls ekki verið hagstæðar í notkun.

Myndi henta vel fyrir lágfargjaldafélög í langflugi og flug yfir Atlantshafið

John Plueger, framkvæmdarstjóri Air Lease Corporation, segir að markaðurinn hafi hinsvegar breyst mjög mikið frá dögum Boeing 767-200 þar sem lágfargjaldarfélögum hafi fjölgað ört og eru þau mörg hver farin að fljúga langar flugleiðir.

Bandarísk flugfélög hafa verið að nota Boeing 757 í flugi yfir Atlantshafið
og vilja mörg hver fá aðeins stærri vélar

Plueger telur að Boeing 797 gæti verið vél sem henti nýjum tegundum af lágfargjaldafélögum og boðið upp á ný tækifæri.

„Mér heyrist á farþegaþotudeild Boeing að þeir séu mjög staðráðnir í að koma með þessa vél á markaðinn“, segir Plueger sem segir að verið sé að tala um að smíða allt að 5.000 eintök af henni.

Talið er að flugfélögum muni standa til boða tvær tegundir af hreyflum fyrir Boeing 797 sem væru framleiddir af General Electric annarsvegar og hisnvegar annað hvort af Pratt & Whitney eða Rolls-Royce.

Steven Udvar-Hazy hjá Air Lease telur að Airbus muni ekki bregðast við með því að hefja framleiðslu á nýrri tegund af farþegaþotu en flugvélaframleiðandinn hefur haft nóg á sinni könnu með Airbus A350 og A320neo fjölskylduna.

„Þeir munu án efa þróa Airbus A321neo enn frekar með því að endurhanna vængi vélanna til að bæta frammistöðu þeirra eða gera Airbus A330neo hagkvæmari“, segir Udvar-Hazy.

Udvar-Hazy segir að Boeing yrði að framleiða Boeing 797 með það að leiðarljósi að hún yrði ekki of dýr og mætti verðmiðinn ekki fara nálægt Boeing 787-8.

Boeing 797 var þó ekki í forgangi á ISTAT Americas ráðstefnunni þar sem Boeing lagði meira upp úr að kynna lengstu Boeing 737 MAX þotuna sem gæti farið í framleiðslu á næstunni sem er Boeing 737 MAX 10.

Ef Boeing 797 verður að veruleika þá gæti verið tilkynnt um það strax á næsta ári en talið er að 8 ár séu í að hún kæmi á markaðinn sem yrði í fyrsta lagi árið 2025.

Þegar verðmiðinn er komin á hreint á Boeing 797 er næsta skref hjá Boeing að gera þróunaráætlun og skipulag sem miðar af því að framleiðslan skili sér í hagnaði til lengri tíma litið og án efa mun framleiðandinn reyna að gera betur en er framleiðslan hófst á Dreamliner-vélinni sem varð bæði kostnaðarsöm auk þess sem mörg vandamál komu upp á fyrstu árunum.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga