flugfréttir

Aukning í að flugmenn falli á fíkniefnaprófi í Bandaríkjunum

- 1.500 starfsmenn í fluginu vestanhafs féllu af þeim 218.000 sem prófaðir voru

24. mars 2017

|

Frétt skrifuð kl. 15:45

Flugstjóri um borð í Boeing 737 þotu Southwest Airlines

Aukning hefur orðið á þeim tilfellum þar sem flugmenn hafa fallið á lyfjaprófi og greinst undir áhrifum vímuefna í atvinnuflugi.

Árið 2015 voru 38 flugmenn sem féllu á lyfjapróf sem var 29% aukning frá árinu 2014 þegar 27 flugmenn greindust með vímuefni í blóði sínu.

Samkvæmt nýjustu tölum frá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) hafa að meðaltali 27 flugmenn fallið á fíkniefna- og lyfjaprófi á hverju ári frá árinu 2010 eða alls 165 flugmenn á sex ára tímabili.

Ekki kemur fram hversu margir flugmenn voru prófaðir yfir þetta tímabil en FAA segir að mjög sjaldgæft sé að flugmenn greinist undir áhrifum vímuefna og sé sú tíðna gríðarlega lág.

Fyrr í mánuðinum átti sér stað sorlegur atburður er Brian Halye, 36 ára flugmaður hjá Spirit Airlines og eiginkona hans, Courney Halye, fundust látin á heimili sínu í Centerville í Ohio en dánarorsök þeirra var of stór skammtur af fíkniefnum.

Fram kom að fjögur börn þeirra hafi komið að þeim og hringt í neyðarlínuna í kjölfarið en síðar kom í ljós við krufningu að flugmaðurinn og kona hans höfðu tekið inn of stóran skammt af fentanyl.

Flestir höfðu neytt marjúana, kókaíns eða amfetamíns

FAA segir að flugmenn hafi meðal annars neitt vímuefna á borð við marjúana, kókaín, phencyclidine (PCP) auk amfetamíns sem eru algengustu fíkniefnin sem koma fram á fíkniefnaprófi.

Reglugerð bandarískra flugmálayfirvalda kveður á um að flugfélög skuli láta um 25% þeirra starfsmanna, sem vinna við hámarksöryggiskröfur, gangast undir lyfjapróf á hverju ári.

Árið 2015 mældust 1.500 vímuefnapróf með jákvæðar niðurstöður af þeim 218.000 prófum sem framkvæmd voru á flugmönnum, flugvirkjum, flugkennurum, flugfreyjum, flugþjónum, flugumferðarstjórum, flugvallarstarfsfólki, hlaðmönnum og öryggisvörðum á flugvöllum.

Þetta jafngildir því að 1 af hverjum 145 starfsmönnum, sem starfar í fluginu vestanhafs, féll á lyfjaprófi og hafði því neitt fíkniefna áður en prófið var tekið.

Árið 2014 lét samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) framkvæmda könnun á vímuefnaneyslu og var farið yfir göng yfir þau flugslys sem höfðu átt sér stað vestanhafs bæði í farþegaflugi, fraktflugi og einkaflugi frá árinum 1990 til ársins 2012.

Skoðuð voru þau göng þar sem slasaðir flugmenn, sem komust lífs af úr slysum eða óhöppum, höfðu gengist undir vímuefnapróf í kjölfar þessara slysa og kom í ljós að enginn af þeim hafði neitt fíkniefna á þeim tímapunkti.

„Í heildina litið er tíðni jákvæðra niðurstaðna úr lyfjaprófi mjög lág þegar litið er á þann fjölda prófa sem framkvæmd eru á hverju ári“, segir Elizbeth Cory, talsmaður FAA.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga