flugfréttir

Frekari upplýsingar: Einkaþota flaug í slóða af risaþotu Emirates

- Hljóðritinn náð engum gögnum - Flugritinn náði takmörkuðum upplýsingum

17. maí 2017

|

Frétt skrifuð kl. 15:48

Svona var umhorfs innan í Bombardier Challanger einkaþotunni eftir að hún lenti í Muscat

Frekari upplýsingar hafa komið í ljós við rannsókn atviks sem átti sér stað er einkaþota af gerðinni Bombardier Challanger 604 flaug inn í slóða af Airbus A380 risaþotu frá Emirates er leiðir þeirra lágu saman yfir Indlandshafi þann 7. janúar sl.

Flugslysasérfræðingar höfðu engar upplýsingar í höndunum úr hljóðrita einkaþotunnar þar sem hljóðritinn var þegar búinn að taka yfir upptökuna við komuna til Muscat.

Samkvæmt vitnisburði frá flugmönnunum þá fór vélin að minnsta kosti sjö veltur í háloftunum með þeim afleiðingum að fimm af þeim níu manns, sem voru um borð í vélinni, slösuðust.

Þá náðust ekki mikilvægar upplýsingar úr flugrita vélarinnar þar sem viðmiðunarkerfi um borð í vélinni urðu fyrir truflun í atvikinu og er því ekki vitað um nákvæma flughæð ásamt fleiri upplýsingum.

Flugstjórinn, sem flaug vélinni, lýst því yfir að vélin hefði kastast harkalega til vinstri áður en hún snérist í nokkra hringi og missti hæð en sjálfstýring vélarinnar fór úr sambandi og reyndu flugmennirnir strax að ná stjórn á vélinni með handstjórnun.

Báðir flugmennirnir settu á sig aukabelti og þar á meðal belti sem koma yfir axlirnar en aðstoðarflugmaðurinn missti heyrnartól sín í snúningnum og þá þeyttist nokkuð magn af pappír um stjórnklefann ásamt flugkortum.

Flugstjóri vélarinnar telur að hún hafi snúist í sjö hringi

Flugstjórinn átti í erfiðleikum með að átta sig á því hvað væri himinn og hvað væri sjór þar sem blái litur himins og hafsins rann saman í einn lit en með því að átta sig á stöðu skýjanna þá náði hann að rétta vélina af að lokum.

Féll niður 9.000 fet á yfir 600 kílómetra hraða

Ein flugfreyja og fjórir farþegar stóðu í vélinni á þeim tíma sem hún fór að snúast og taka veltur en þau voru meðal þeirra sem slösuðust en flugfreyjan taldi að vélin hefði snúst í fjóra hringi þar sem farþegarnir köstuðustu úr sætum sínum og upp í loftið á víxl.

Challanger-einkaþotan náði 330 hnúta hraða er hún féll niður um 9.000 fet sem samsvarar 611 kílómetra hraða á klukkustund.

Við skoðun á vélinni, eftir að hún lenti í Muscat, komu í ljós skemmdir á innréttingum vélarinnar auk þess sem blóð var á veggjaklæðningum.

Blóð var á sætum auk þess sem nokkur sæti höfðu losnað úr gólffestingum og þá voru nokkrar súrefnisgrímur sem féllu niður.

Einn farþegi hlaut alvarlega höfuðáverka auk þess sem hann rifbreinsbrotnaði á meðan annar farþegi brákaðist á hryggjarlið.

Eftir að flugmennirnir náðu aftur stjórn á vélinni kom í ljós að annar General Electric CF34 hreyfillinn var búin að missa afl og þurfti að slökkva á honum vegna ofhitnunar.

Talið er að vélin hafi fallið niður um 9.000 fet úr fluglagi FL033 niður í 24.000 fet en flugstjórinn náði að rétta vélina af með því að beita hallarstýri og sveigja hæðarstýrinu á víxl.

Flugmönnunum tókst að virkja sjálfstýringuna á ný og var ákveðið að lenda í Muscat en vélin var á leið frá Malé á Maldívíeyjum til Abu Dhabi.

Engar viðvaranir eða tilkynningar höfðu borist um „clear air turbualance“ ókyrrð á þessum slóðum og segja flugslysasérfræðingar að allt bendi því til þess að flugslóði frá risaþotu Emirates hafi verið valdurinn að atvikinu.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga