flugfréttir

Myndband: Vélmenni flýgur og lendir Boeing 737 í flughermi

- Sjá fyrir sér að vélmennisarmur verði hægri hönd flugstjórans í framtíðinni

18. maí 2017

|

Frétt skrifuð kl. 22:06

Skjáskot af myndbandi sem sýnir ALIAS vélmenisarminn lenda Boeing 737 í flughermi

Bandarískt fyrirtæki hefur þróað vélmennisarm sem hefur tekist að fljúga og lenda Boeing 737 þotu í flughermi.

Vélmennið var hannað af fyrirtækinu Aurora Flight Sciences og er um að ræða verkefni sem er hluti að rannsókn á sjálfvirku flugi á þeim flugvélum sem framleiddar hafa verið í dag og eru algengar í almennu flugi, farþegaflugi og í herflugi.

Vélmennisarmurinn nefnist ALIAS sem stendur fyrir „Aircrew Labout In-Cockpit Automation System“ en fram kemur að slíkt vélmenni gæti aðstoðað flugstjóra við að fljúga og jafnvél lenda farþegaþotu á borð við Boeing 737.

ALIAS kemur með myndavélaauga sem greinir aðstæður utan frá og í bland við upplýsingar frá stjórntækjum vélarinnar nær hann að framkvæma þær aðgerðir sem til þarf til að stjórna vélinni hverju sinni.

„ALIAS hefur með fullkomnum árangri náð að sýna fram á hæfni og yfirburði er kemur að sjálfvirkni stjórnun flugvélar“, segir John Wissler, yfirmaður yfir verkefninu.

Fram kemur að með slíkri tækni gætu flugfélög sparað sér þann launakostnað sem fylgir því að hafa tvo flugmenn í stjórnklefanum.

Tilgangur ALIAS er þó að koma í stað flugmannsins í hægra sætinu og gæti hann því gripið inn í ef flugstjórinn veikist eða séð um að fylgjast með stjórntækjunum á meðan flugstjórinn bregður sér frá.

Í tilrauninni var hægra sætið fjarlægt úr Boeing 737-800NG flughermi í Cambridge í Massachusetts í Bandaríkjunum og arminum komið fyrir í staðinn.

Með myndavélaauga og skynjurum gat armurinn lesið af mælum og snúið tökkum á sjálfstýringunni til að stjórna vélinni auk þess sem hann færði eldsneytisinngjöfina, breytti stillingum á flöpsum og öðrum stjórnflötum á réttum tímapunkti á sama tíma og hann reiknaði út næstu aðgerðir hverju sinni.

ALIAS var hannaður til þess að framkvæma þær aðgerðir sem aðstoðarflugmaðurinn gerir um borð í flugvélum sem krefjast þess að hafa tvo flugmenn

ALIAS vélmennisarmurinn hefur nú þegar verið prófaður á Cessnu Caravan flugvél og Diamond DA-42 flugvél og einnig á Sikorsky-þyrlu með góðum árangri og má því segja að armurinn hafi nokkrar tegundaráritanir undir belti.

Yfirmenn hjá bandaríska varnarmálaráðuneytinu segja að slíkur vélmennisarmur gæti dregið úr þörfinni eftir þeim fjölda flugmanna sem bandaríski flugherinn þarf á að halda á næstunni auk þess sem sambærileg lausn gæti komið sér vel fyrir flugfélög sem sjá fram á alvarlegan skort á flugmönnum á næstu árum.

„Þetta snýst aðallega um að auka sjálfvirkni í stjórnklefanum og sýna fram á hvernig menn og vélmenni geta unnið saman þannig að báðir geta gert það sem þeir eiga að gera eins vel og hægt er“, segir John Langford, forstjóri Aurora Flight Services.

Myndband: (án hljóðs)







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga