flugfréttir

Vilja að FAA endurskoði reglugerðina um 1.500 flugtíma

- Þingmenn og flugmenn ekki sáttir við að reglugerðinni sé breytt

6. júlí 2017

|

Frétt skrifuð kl. 13:00

Erfiðlega hefur gengið fyrir flest „regional“-flugfélög að ráða til sín nýja flugmenn eftir að krafa um tímafjölda var hækkuð upp í 1.500 flugtíma árið 2013

Svæðisflugfélögin í Bandaríkjunum, sem sjá um flugrekstur á minni farþegavélum vestahafs fyrir stærri flugfélögin, berjast nú fyrir því að krafa um 1.500 flugtíma meðal flugmanns verði endurskoðuð í þeim tilgangi að binda enda á þann flugmannaskort sem ríkir hjá félögunum.

Skiptar skoðanir hafa verið um reglugerðina sem bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) kynntu árið 2013 í kjölfar flugslyss er Bombardier Dash-8 vél frá Colgan Air (Continental Connection) fórst í aðflugi að flugvellinum í Buffalo í New York árið 2009 en fyrir það var nóg að flugmaður hafði 250 tíma undir belti.

Ekki eru allir sáttir á þá tillögu að fella niður 1.500 flugtíma regluna og þar á meðal er Tammy Duckworth, þingmaður frá Illinois, sem segist vona að bandaríska þingið fari ekki að taka þessa tillögu til fyrir þar sem verið væri að skera niður flugöryggi með því að breyta reglunni sem verið hefur við lýði í fjögur ár.

Þrátt fyrir það er tillaga um breytinguna komin inn fyrir þröskuldinn hjá bandaríska þinginu og gæti hún endað inn á borði hjá FAA.

„Flestir sem eru hlynntir því að afnema 1.500 flugtíma regluna hafa ekki hundsvit á flug. Þannig að þegar kemur að flugöryggi þá kýs ég frekar að hlusta á reynda flugmenn og þá 57.000 flugmenn, sem eru meðlimir í ALPA, sem eru flestir á móti því að reglunni verði breytt“, segir greinarhöfundur sem skrifar grein um málið í Chicago Tribune.

Fyrir árið 2013 var nóg að flugmaður var með að lágmarki 250 flugtíma í Bandaríkjunum

Meðal þeirra flugmanna sem er einnig á móti því að krafa um flugtíma flugmanns verði lækkaður er Chesley „Sully“ Sullenberger en hann sagði á Twitter nýlega: „Svæðisflugfélögin (regional airlines) krefjast þess að reglunni verði breytt sem myndi skerða öryggið í fluginu fyrir okkur öll“.

Þingmaðurinn Tammy Duckworth bendir á enginn farþegi hefur látist í flugslysi í Bandaríkjunum meðal bandarísks flugfélags frá því reglugerðin var innleidd en frá árinu 1990 til 2009 höfði 1.100 manns látist í flugslysi vestanhafs.

Samtök svæðisflugfélaga (Regional Airline Association), sem berjast fyrir því að 1.500 flugtímareglan verði endurskoðuð, benda á að aðeins sé um að ræða að FAA samþykki bættari þjálfun í staðinn í von um að fá fleiri, yngri flugmenn til starfa sem geta ekki sótt um starf hjá svæðisflugfélögunum í dag.

Greinarhöfundurinn Robert Reed segir það alveg út í hött að lækka kröfurnar sem kynntar voru árið 2013 og bjóða flugmönnum styttri leið í stjórnklefann vegna skorts á flugmönnum.

„Læknanám til að mynda er ekki skorið niður um tvö ár og læknanemar eru ekki fengnir til að framkvæma skurðaðgerð vegna þess að það er skortur á læknum“, segir Reed.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga