flugfréttir

Nýtt flugskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli risið

- Auglýst eftir flugvirkjum

10. júlí 2017

|

Frétt skrifuð kl. 14:50

Á myndunum er nýja flugskýlið til vinstri, sambyggt núverandi skýli.

Nýtt flugskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli hefur risið hratt og er orðið fokhelt. Stefnt er að því að taka það í notkun í október næstkomandi og að verkinu ljúki undir næstu áramót.

Icelandair mun frá fyrsta degi fullnýta þá aðstöðu sem skapast í nýja skýlinu fyrir eigin flota og viðskiptavini í tækniþjónustu.

Í nýja skýlinu munu fara fram stærri viðhaldsaðgerðir, en með því er átt við stórar skoðanir sem taka 2-6 vikur ásamt breytingum á flugvélum. Með byggingu skýlisins þrefaldar Icelandair aðstöðu sína til framkvæmdar slíkra verka og getur því flutt flest þeirra til landsins en undanfarin ár hefur Icelandair í auknum mæli þurft að leita sér þessarar þjónustu erlendis vegna stækkandi flugflota.

Flugskýlið er byggt til að svara vexti Icelandair undanfarin ár og til framtíðar

Eftir að ákvörðun var tekin um byggingu skýlisins hafa þegar orðið til 50-60 langtímastörf og má ætla að annað eins bætist við á næstu misserum og heildarviðbótin sé þannig yfir 100 störf. Þessa dagana verið að auglýsa eftir flugvirkjum og líklegt að ráðnir verði 20-30 til viðbótar við það sem þegar er orðið. Icelandair hefur stutt við bakið á uppbyggingu flugvirkjanáms á Íslandi og þannig tryggt aðgang að sérmenntuðum starfskröftum.

Flugskýlið er byggt til að svara vexti Icelandair undanfarin ár og til framtíðar, en greitt aðgengi að viðhaldsþjónustu eykur öryggi og hagkvæmni með því að byggja upp þekkingu á flugvélum innan fyrirtækisins. Slíkt gerir Icelandair einnig kleyft að skapa sér sérstöðu með nýjungum í farþegarými og annarri tækni, en mun sveigjanlegra er að vinna slík verkefni með eigin aðstöðu.

Um er að ræða einn umfangsmesta þekkingariðnað á Íslandi, en í dag starfa um 470 manns á tæknisviði Icelandair, þar af um 370 í húsnæðinu við Keflavíkurflugvöll. Stærsti hópurinn er flugvirkjar en einnig er að finna þar á annað hundrað háskólamenntaðra starfsmanna.

Byggingin er um 27 metra hátt stálgrindarhús á steyptum undirstöðum og klædd að utan með einangruðum stálsamlokueiningum. Grunnflötur byggingarinnar er um 10.500 fermetrar og heildarflatarmál hennar um 13.600 fermetrar. Í byggingunni er stærsta haf í húsbyggingu á Íslandi en þakbitar milli burðarveggja spanna 95 metra.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga