flugfréttir

Boeing setur upp skrifstofur vegna Boeing 797 verkefnisins

- Þýðir ekki að tekin hafi verið ákvöðrun um nýja framtíðarþotu

27. september 2017

|

Frétt skrifuð kl. 07:40

Frá verksmiðjum Boeing í Renton þar sem Boeing 737 er smíðuð

Boeing virðist vera búið að færast einu skrefi nær undirbúningnum við að koma nýrri farþegaþotu á teikniborðið sem að öllum líkindum mun fá nafnið Boeing 797.

Boeing tilkynnti starfsmönnum sínum sl. mánudag að verið væri að setja upp skrifstofur þar sem verkfræðingar, yfirmenn og aðrir starfsmenn munu koma til með að starfa að þeirri rannsóknarvinnu sem þarf að eiga sér stað ef ákveðið verður að ráðast í hönnun á nýrri farþegaþotu.

Ekki er formlega búið að tilkynna um Boeing 797 verkefnið en Kevin McAllister, forstjóri yfir farþegaþotudeild Boeing, tók fram í skilaboði, sem send voru til starfsmanna sl. mánudag (memo), að Mark Jenks hafi verið ráðinn yfirmaður með verkefninu sem nefnist „NMA Program“ sem stendur fyrir „New Mid-Market Airplane“.

Mark Jenks, yfirmaður yfir Dreamliner-deildinni hefur verið gerður að forstjóra yfir nýrri deild vegna þróunar á nýrri farþegaþotu (Boeing 797)

Mark Jenks var yfirmaður Boeing 787 deildarinnar en hann tók við af Larry Loftis árið 2015 sem hafði yfirumsjón með Dreamliner-framleiðslunni þar á undan.

McAllister segir að Mark Jenks hafi þá reynslu sem til þarf til að leiða þróun á nýrri þotu eftir að hafa komið að Dreamliner-verkefninu sem felur meðal annars í sér greiningu á þörfum viðskiptavina, áætlunargerð yfir kostnað á þróun og hönnun vélarinnar.

Gert er ráð fyrir að Boeing muni taka endanlega ákvörðun um Boeing 797 fyrir lok ársins 2018 en þótt að Boeing hafi ekki viðurkennt formlegt nafn vélarinnar þá eru óstaðfestir heimildir fyrir því að Boeing tali um „Boeing 797“ við þá viðskiptavini sem hafa verið kynntir fyrir nýju þotunni.

Boeing 797 er ætlað að taka frá 220 til 270 farþega og mun hún verða stærri en Boeing 737 MAX 10 en þó minni en Boeing 787-8.

Margir markaðssérfræðingar í fluginu telja að Boeing muni taka ákvörðun um að hefja smíði á Boeing 797 á næsta ári en hún mun þó sennilega ekki koma á markað fyrr en árið 2024.  fréttir af handahófi

Eurowings lætur fólk kjósa um nýjan áfangastað

7. október 2017

|

Það fer oft mikil rannsóknarvinna í að ákveða nýjan áfangastað hjá flugfélögunum þar sem athuga þarf vel hversu mikill eftirspurn er eftir flugsætum á flugleiðinni.

Einkaþota fór út af braut í lendingu í Istanbúl

22. september 2017

|

Einkaþota af gerðinni Cessna Citation brann til kaldra kola eftir að hún fór út af braut í lendingu á Ataturk-flugvellinum í Istanbúl í gærkvöldi.

Finnair ætlar að vigta farþega fyrir brottför

1. nóvember 2017

|

Finnair hefur ákveðið að gera tilraun með að vigta farþega og farangur þeirra áður en þeir fara um borð í flug.

  Nýjustu flugfréttirnar

Azores Airlines fær sína fyrstu Airbus A321neo þotu

17. desember 2017

|

Azores Airlines, flugfélagið á Asóreyjum, hefur fengið sína fyrstu Airbus A321neo þotu afhenta en félagið pantaði vélarnar í september í fyrra.

British Airways mun hætta með dótturfélagið OpenSkies

17. desember 2017

|

British Airways ætlar að hætta með dótturfélagið OpenSkies sem hefur flogið reglulega milli Parísar og New York með tveimur Boeing 757 þotum.

Norwegian Air Argentina fær fyrstu þotuna í janúar

16. desember 2017

|

Norwegian Air Argentina, nýstofnað dótturfélag Norwegian í Argentínu, mun fá sína fyrstu farþegaþotu afhenta í janúar eftir áramót.

Keflavíkurflugvöllur í 8. sæti í ánægjumælingu

15. desember 2017

|

Keflavíkurflugvöllur er með áttundu ánægðustu farþega heims samkvæmt mælingum með Happy or Not stöndum svonefndum, sem eru ánægjumælingartól.

Lufthansa þokast nær yfirtöku á Alitalia

14. desember 2017

|

Lufthansa er skrefi nær því að taka yfir rekstri ítalska ríkisflugfélagsins Alitalia en forsvarsmenn Lufthansa munu um helgina halda til fundar í Róm þar sem staðan vegna yfirtökunnar verður tekin fy

Norwegian kaupir 28 pláss á Gatwick-flugvelli

14. desember 2017

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur náð að styrkja stöðu sína á Gatwick-flugvelli með kaupum á 28 vikulegum afgreiðsluplássum af litháenska flugfélaginu Small Planet Airlines.

Orðrómur: Delta mun panta 100 Airbus A321neo þotur

14. desember 2017

|

Sagt er að Delta Air Lines muni síðar í dag tilkynna um risapöntun í allt að 100 farþegaþotur frá Airbus.

Blackbird Air í Danmörku stefnir á einkaþotuflug til Ameríku

14. desember 2017

|

Danska leiguflugfélagið Blackbird Air ætlar sér að hefja reglubundið flug til Bandaríkjanna með einkaþotum.

Gjaldþrot blasir við Niki

13. desember 2017

|

Gjaldþrot blasir við austurríska flugfélaginu Niki eftir að Lufthansa lýsti því yfir í dag að félagið væri hætt við yfirtöku á Niki þar sem allt stefnir í að Evrópusambandið sé að fara hafna yfirtöku

Lufthansa fær ekki að kaupa Niki

13. desember 2017

|

Lufthansa hefur hætt við áform sín um að taka yfir rekstur flugfélagsins Niki eftir að Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins hafnaði viðskiptunum á grundvelli samkeppnislaga.

 síðustu atvik

  2017-12-04 17:20:00