flugfréttir

Boeing setur upp skrifstofur vegna Boeing 797 verkefnisins

- Þýðir ekki að tekin hafi verið ákvöðrun um nýja framtíðarþotu

27. september 2017

|

Frétt skrifuð kl. 07:40

Frá verksmiðjum Boeing í Renton þar sem Boeing 737 er smíðuð

Boeing virðist vera búið að færast einu skrefi nær undirbúningnum við að koma nýrri farþegaþotu á teikniborðið sem að öllum líkindum mun fá nafnið Boeing 797.

Boeing tilkynnti starfsmönnum sínum sl. mánudag að verið væri að setja upp skrifstofur þar sem verkfræðingar, yfirmenn og aðrir starfsmenn munu koma til með að starfa að þeirri rannsóknarvinnu sem þarf að eiga sér stað ef ákveðið verður að ráðast í hönnun á nýrri farþegaþotu.

Ekki er formlega búið að tilkynna um Boeing 797 verkefnið en Kevin McAllister, forstjóri yfir farþegaþotudeild Boeing, tók fram í skilaboði, sem send voru til starfsmanna sl. mánudag (memo), að Mark Jenks hafi verið ráðinn yfirmaður með verkefninu sem nefnist „NMA Program“ sem stendur fyrir „New Mid-Market Airplane“.

Mark Jenks, yfirmaður yfir Dreamliner-deildinni hefur verið gerður að forstjóra yfir nýrri deild vegna þróunar á nýrri farþegaþotu (Boeing 797)

Mark Jenks var yfirmaður Boeing 787 deildarinnar en hann tók við af Larry Loftis árið 2015 sem hafði yfirumsjón með Dreamliner-framleiðslunni þar á undan.

McAllister segir að Mark Jenks hafi þá reynslu sem til þarf til að leiða þróun á nýrri þotu eftir að hafa komið að Dreamliner-verkefninu sem felur meðal annars í sér greiningu á þörfum viðskiptavina, áætlunargerð yfir kostnað á þróun og hönnun vélarinnar.

Gert er ráð fyrir að Boeing muni taka endanlega ákvörðun um Boeing 797 fyrir lok ársins 2018 en þótt að Boeing hafi ekki viðurkennt formlegt nafn vélarinnar þá eru óstaðfestir heimildir fyrir því að Boeing tali um „Boeing 797“ við þá viðskiptavini sem hafa verið kynntir fyrir nýju þotunni.

Boeing 797 er ætlað að taka frá 220 til 270 farþega og mun hún verða stærri en Boeing 737 MAX 10 en þó minni en Boeing 787-8.

Margir markaðssérfræðingar í fluginu telja að Boeing muni taka ákvörðun um að hefja smíði á Boeing 797 á næsta ári en hún mun þó sennilega ekki koma á markað fyrr en árið 2024.  fréttir af handahófi

Styttist í flugprófanir með Airbus A330-800

2. febrúar 2018

|

Fyrsta eintakið af Airbus A330-800 er komin inn í málningarskýli en um er að ræða styttri útgáfuna af Airbus A330neo breiðþotunni sem verður arftaki Airbus A330-200.

Þrír hreyflaframleiðendur hafa sent tillögur vegna Boeing 797

7. febrúar 2018

|

Þrír stærstu hreyflaframleiðendur heims hafa allir sent tilboð og tillögur til Boeing í þróun á nýjum hreyfli fyrir nýja farþegaþotu sem framleiðandinn ætlar sér að smíða og koma með á markaðinn.

235.000 farþegar flugu með Icelandair í desember

9. janúar 2018

|

235.000 farþegar flugu með Icelandair í desember og voru þeir 7 prósent fleiri samanborið við desember árið 2016.

  Nýjustu flugfréttirnar

Air Tahiti Nui mun hætta með Airbus A340 á næsta ári

23. mars 2018

|

Air Tahiti Nui ætlar sér á næsta ári að hætta með Airbus A340-300 breiðþoturnar sem hafa í 17 ár verið aðalvinnuhestar félagsins í langflugi þess frá Tahítí.

TF-ICY komin í liti Icelandair

23. mars 2018

|

Önnur Boeing 737 MAX þota Icelandair, sem ber skráninguna TF-ICY, er nú að verða tilbúin til afhendingar en flugvélin var máluð á dögunum í litum félagsins.

Fimmtán Boeing 737 þotur skemmdust í hagléli í Argentínu

23. mars 2018

|

Argentínska flugfélagið Aerolineas Argentinas hefur kyrrsett fimmtán Boeing 737 þotur eftir að þær urðu fyrir skemmdum í kjölfar hagléls sem gekk yfir Aeroparque Jorge Newbery flugvöllinn í Buenos Ai

Afhendingum á A350 til Finnair verður hraðað

22. mars 2018

|

Finnair hefur náð samkomulagi við Airbus um að flýta afhendingum á nýjum Airbus A350 þotum til næstu ári til að ná að anna aukinni eftirspurn eftir flugi til Asíu.

Singapore-flugvöllur valinn sá besti í heimi sjötta árið í röð

22. mars 2018

|

Changi-flugvöllurinn í Singapore hefur verið valinn besti flugvöllur í heimi, sjötta árið í röð, af fyrirtækinu Skytrax en verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í gær á Passenger Terminal Expo

Hafna ásökunum um ruglingsleg fyrirmæli frá flugturni

22. mars 2018

|

Yfirvöld í Nepal vísa þeim ásökunum á bug um að ruglingsleg fyrirmæli frá flugumferðarstjórum á flugvellinum í Kathmandu hafi orsakað flugslysið er farþegaflugvél af gerðinni Bombardier Dash 8 Q400

Þúsundasta flugvélin skráð á eyjunni Mön

21. mars 2018

|

Þúsundasta flugvélin var á dögunum skráð á eyjunni Mön en aðeins eru 11 ár síðan að stjórn eyjunnar byrjaði að taka á mótu flugvélaskráningum.

NTSB hvetur flugmenn til að gæta að þyngd og jafnvægi

21. mars 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur gefið frá sér tilmæli til einkaflugmanna þar sem þeir eru hvattir til að gæta ávalt að áætlanagerð er kemur að þyngd flugvéla og sjá til þess að hún s

Nýtt kanadískt flugfélag mun ekki hefja starfsemi sína í sumar

21. mars 2018

|

Nýtt kanadískt lágfargjaldafélag sem ætlaði sér að hefja starfsemi sína í sumar hefur frestað áætlun sinni um að koma á markaðinn í júní.

750 skjáir á draugaflugvellinum í Berlín eru komnir á tíma

21. mars 2018

|

Flatskjáir hafa sinn líftíma og núna er komið að því að skipta um hundruði upplýsingaskjáa á nýja Brandenburg-flugvellinum í Berlín þrátt fyrir að aldrei hafi neinn einasti farþegi horft á þá til að

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00