flugfréttir

Boeing setur upp skrifstofur vegna Boeing 797 verkefnisins

- Þýðir ekki að tekin hafi verið ákvöðrun um nýja framtíðarþotu

27. september 2017

|

Frétt skrifuð kl. 07:40

Frá verksmiðjum Boeing í Renton þar sem Boeing 737 er smíðuð

Boeing virðist vera búið að færast einu skrefi nær undirbúningnum við að koma nýrri farþegaþotu á teikniborðið sem að öllum líkindum mun fá nafnið Boeing 797.

Boeing tilkynnti starfsmönnum sínum sl. mánudag að verið væri að setja upp skrifstofur þar sem verkfræðingar, yfirmenn og aðrir starfsmenn munu koma til með að starfa að þeirri rannsóknarvinnu sem þarf að eiga sér stað ef ákveðið verður að ráðast í hönnun á nýrri farþegaþotu.

Ekki er formlega búið að tilkynna um Boeing 797 verkefnið en Kevin McAllister, forstjóri yfir farþegaþotudeild Boeing, tók fram í skilaboði, sem send voru til starfsmanna sl. mánudag (memo), að Mark Jenks hafi verið ráðinn yfirmaður með verkefninu sem nefnist „NMA Program“ sem stendur fyrir „New Mid-Market Airplane“.

Mark Jenks, yfirmaður yfir Dreamliner-deildinni hefur verið gerður að forstjóra yfir nýrri deild vegna þróunar á nýrri farþegaþotu (Boeing 797)

Mark Jenks var yfirmaður Boeing 787 deildarinnar en hann tók við af Larry Loftis árið 2015 sem hafði yfirumsjón með Dreamliner-framleiðslunni þar á undan.

McAllister segir að Mark Jenks hafi þá reynslu sem til þarf til að leiða þróun á nýrri þotu eftir að hafa komið að Dreamliner-verkefninu sem felur meðal annars í sér greiningu á þörfum viðskiptavina, áætlunargerð yfir kostnað á þróun og hönnun vélarinnar.

Gert er ráð fyrir að Boeing muni taka endanlega ákvörðun um Boeing 797 fyrir lok ársins 2018 en þótt að Boeing hafi ekki viðurkennt formlegt nafn vélarinnar þá eru óstaðfestir heimildir fyrir því að Boeing tali um „Boeing 797“ við þá viðskiptavini sem hafa verið kynntir fyrir nýju þotunni.

Boeing 797 er ætlað að taka frá 220 til 270 farþega og mun hún verða stærri en Boeing 737 MAX 10 en þó minni en Boeing 787-8.

Margir markaðssérfræðingar í fluginu telja að Boeing muni taka ákvörðun um að hefja smíði á Boeing 797 á næsta ári en hún mun þó sennilega ekki koma á markað fyrr en árið 2024.  fréttir af handahófi

Franskir flugumferðarstjórar boða aftur til verkfalls

9. október 2017

|

Enn eitt verkfallið hjá flugumferðarstjórum í Frakklandi mun skella á í vikunni en frönsk flugmálayfirvöld hafa varað farþega við verkfallsaðgerðum sem eru fyrirhugaðar á morgun, 10. október.

Tilkynnt verður um opnun Brandenburg á þessu ári

31. ágúst 2017

|

Möguleiki er á því að senn fari loksins að líða að því að nýi Brandenburg-flugvöllurinn í Berlín verði opnaður en það mun þó sennilega ekki nást árið 2018.

Norwegian reynir að laða til sín flugmenn frá Air Berlin

21. ágúst 2017

|

Norwegian mun halda atvinnuviðtöl í Berlín og í Dusseldorf en flugfélagið norska vonast til þess ráða til sín þá flugmenn sem hafa flogið fyrir Air Berlin sem lýsti yfir gjaldþroti í seinustu viku.

  Nýjustu flugfréttirnar

Tvö flugfélög í Rússlandi munu sameinast í nýtt félag

22. október 2017

|

Rússnesku flugfélögin Nordavia og Red Wings hafa tilkynnt um samruna og munu félögin sameinast undir einu merki.

Ólöglegur innflutningur á ketti kostar flugfélagið 3 milljónir

22. október 2017

|

Dómstóll í Bretlandi hefur fellt dóm í máli Ukraine International Airlines eftir að flugfélagið leyfði farþega að fara um borð með kött í flugi til Bretlands án leyfis.

Air Mauritius fær sína fyrstu Airbus A350 þotu

22. október 2017

|

Air Mauritius hefur tekið við sinni fyrstu Airbus A350 þotu en þetta er fyrsta þotan af sex sem félagið á von á að fá afhentar.

Reyna að selja fjórar A380 risaþotur Transaero

21. október 2017

|

Rússneska flugvélaleigan VEB Leasing reynir nú að selja þær fjórar Airbus A380 risaþotur sem pantaðar voru fyrir flugfélagið Transaero sem varð gjaldþrota árið 2015.

Boeing 737 MAX kemur til greina fyrir Qantas

20. október 2017

|

Qantas er að íhuga að velja Boeing 737 MAX þoturnar til þess að endurnýja innanlandsflota félagsins.

Isavia kyrrsetur þotu frá Air Berlin vegna skuldar

20. október 2017

|

Isavia hefur kyrrsett farþegaþotu af gerðinni Airbus A320 frá Air Berlin vegna vangoldinna gjalda sem eru tilkomin vegna greiðslustöðvunar félagsins.

Wizz Air mun sækja um breskt flugrekstrarleyfi

19. október 2017

|

Ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air ætlar að freista þess að sækja um breskt flugrekstrarleyfi en með því gæti félagið sett upp bækistöðvar á Bretlandi.

Flugstjóri Air Berlin í bobba eftir sérstakt kveðjulágflug yfir DUS

18. október 2017

|

Flugmálayfirvöld í Þýskalandi rannsaka nú sérstakt lágflug Airbus A330 breiðþotu frá Air Berlin sem var að lenda á flugvellinum í Dusseldorf sl. mánudag.

Icelandair vann til flestra verðlauna á Euro Effies

18. október 2017

|

Herferð Icelandair, Stopover Buddy, hlaut í gærkvöldi fern Euro Effie auglýsingaverðlaun sem talin eru á meðal virtustu markaðsverðlauna í heiminum.

Nepal Airlines tókst að selja Boeing 757 þotuna

18. október 2017

|

Nepal Airlines hefur tekist að selja þá Boeing 757-200 þotu sem félagið hefur reynt að losa sig við í tæpt ár en vélin var tekin úr umferð í apríl 2016.

 síðustu atvik

  2017-09-01 12:00:00