flugfréttir

Boeing setur upp skrifstofur vegna Boeing 797 verkefnisins

- Þýðir ekki að tekin hafi verið ákvöðrun um nýja framtíðarþotu

27. september 2017

|

Frétt skrifuð kl. 07:40

Frá verksmiðjum Boeing í Renton þar sem Boeing 737 er smíðuð

Boeing virðist vera búið að færast einu skrefi nær undirbúningnum við að koma nýrri farþegaþotu á teikniborðið sem að öllum líkindum mun fá nafnið Boeing 797.

Boeing tilkynnti starfsmönnum sínum sl. mánudag að verið væri að setja upp skrifstofur þar sem verkfræðingar, yfirmenn og aðrir starfsmenn munu koma til með að starfa að þeirri rannsóknarvinnu sem þarf að eiga sér stað ef ákveðið verður að ráðast í hönnun á nýrri farþegaþotu.

Ekki er formlega búið að tilkynna um Boeing 797 verkefnið en Kevin McAllister, forstjóri yfir farþegaþotudeild Boeing, tók fram í skilaboði, sem send voru til starfsmanna sl. mánudag (memo), að Mark Jenks hafi verið ráðinn yfirmaður með verkefninu sem nefnist „NMA Program“ sem stendur fyrir „New Mid-Market Airplane“.

Mark Jenks, yfirmaður yfir Dreamliner-deildinni hefur verið gerður að forstjóra yfir nýrri deild vegna þróunar á nýrri farþegaþotu (Boeing 797)

Mark Jenks var yfirmaður Boeing 787 deildarinnar en hann tók við af Larry Loftis árið 2015 sem hafði yfirumsjón með Dreamliner-framleiðslunni þar á undan.

McAllister segir að Mark Jenks hafi þá reynslu sem til þarf til að leiða þróun á nýrri þotu eftir að hafa komið að Dreamliner-verkefninu sem felur meðal annars í sér greiningu á þörfum viðskiptavina, áætlunargerð yfir kostnað á þróun og hönnun vélarinnar.

Gert er ráð fyrir að Boeing muni taka endanlega ákvörðun um Boeing 797 fyrir lok ársins 2018 en þótt að Boeing hafi ekki viðurkennt formlegt nafn vélarinnar þá eru óstaðfestir heimildir fyrir því að Boeing tali um „Boeing 797“ við þá viðskiptavini sem hafa verið kynntir fyrir nýju þotunni.

Boeing 797 er ætlað að taka frá 220 til 270 farþega og mun hún verða stærri en Boeing 737 MAX 10 en þó minni en Boeing 787-8.

Margir markaðssérfræðingar í fluginu telja að Boeing muni taka ákvörðun um að hefja smíði á Boeing 797 á næsta ári en hún mun þó sennilega ekki koma á markað fyrr en árið 2024.  fréttir af handahófi

MRJ90 þotan kemur fram á Farnborough flugsýningunni

14. júlí 2018

|

Mitshubishi Aircraft segir að flugvélaframleiðandinn sé tilbúin til þess að fljúga nýju MRJ þotunni sitt fyrsta sýningarflug sem verður þá í annað sinn sem þotan kemur fram opinberlega.

11 ára flugprófunum með F-35 herþotuna lokið

23. apríl 2018

|

Lockheed Martin hefur tilkynnt að öllum flugprófunum með F-35 orrustuþotuna er formlega lokið af hálfu framleiðandans en um er að ræða umfangsmestu flugprófanir í sögu flugsins.

Yfirvöld í Nepal slaka á kröfum fyrir flugfélög í landinu

12. maí 2018

|

Ferðamálaráðuneytið í Nepal hefur lagt fram tillögu að frumvarpi að nýrri reglugerð fyrir flugfélög og flugrekstraraðila í landinu.

  Nýjustu flugfréttirnar

MRJ90 þotan kemur fram á Farnborough flugsýningunni

14. júlí 2018

|

Mitshubishi Aircraft segir að flugvélaframleiðandinn sé tilbúin til þess að fljúga nýju MRJ þotunni sitt fyrsta sýningarflug sem verður þá í annað sinn sem þotan kemur fram opinberlega.

Embraer E2 lendir í fyrsta sinn á London City

13. júlí 2018

|

Nýja E190-E2 þotan frá Embraer lenti í fyrsta sinn á London City flugvellinum í dag á leið sinni á Farnborough-flugsýninguna en flugvélin mun henta mjög vel fyrir flug um London City þar sem sá flugv

Hálfur milljarður í endurnýjun flugbrautar á Gander-flugvelli

13. júlí 2018

|

Stjórnvöld í Kanada ætla að verja tæpum hálfum milljarði króna í endurnýjun á yfirlagi á annarri flugbrautinni á Gander-flugvelli sem er lengsta flugbrautin í Nýfundnalandi og ein sú lengsta í Kanada.

Ryanair fær grænt ljós frá ESB vegna yfirtöku á Laudamotion

13. júlí 2018

|

Ryanair hefur fengið grænt ljós vegna kaupa á austurríska flugfélaginu Laudamotion og er það mat Evrópusambandsins að yfirtakan muni ekki hafa neikvæð áhrif á samkeppnina meðal flugfélaga í Evrópu.

Metumferð um Vnukovo-flugvöll vegna HM í Rússlandi

12. júlí 2018

|

Heimsmeistarakeppnin í fótbolta hefur orðið til þess að aldrei áður hafa eins margir farþegar farið um Vnokovo-flugvöllinn í Moskvu.

Gríski flugherinn pantar tólf Tecnam P2002JF kennsluvélar

12. júlí 2018

|

Ítalski flugvélaframleiðandinn Tecnam hefur fengið pöntun frá gríska flughernum sem hefur fest kaup á tólf flugvélum af gerðinni Tecnam P2002JF.

Koma Air India til bjargar með 32 milljóna króna fé í reksturinn

12. júlí 2018

|

Ríkisstjórn Indlands hefur ákveðið að setja enn og aftur fé í rekstur Air India til þess að halda rekstri flugfélagsins gangandi eftir að síðustu tilraunir til þess að selja og einkavæða félagið fóru

Yfir 300 lítrar af eldsneyti láku frá þyrlu í frakt á Boeing 747-8F

12. júlí 2018

|

Mikil hætta skapaðist er eldsneytisleki kom upp í þyrlu sem verið var að flytja með júmbó-fraktþotu Cargolux frá Texas til Þýskalands í mars árið 2017.

Flaug annað áætlunarflug þrátt fyrir mjög harða lendingu

11. júlí 2018

|

Í ljós hefur komið að kanadíska flugfélagið Jazz flaug áætlunarflug með einni af Bombardier Q400 flugvélum félagsins skömmu eftir mjög harða lendingu sem varð til þess að skemmdir urðu á hjólastelli o

JetBlue pantar allt að 120 eintök af Airbus A220 (CS300)

11. júlí 2018

|

JetBlue hefur lagt inn pöntun til Airbus í allt að 120 eintök af Airbus A220-300 þotunni sem er nýtt nafn á CSeries CS300 þotunni frá Bombardier.