flugfréttir
PAWA Dominicana svipt flugrekstrarleyfinu vegna skulda

Skuldir PAWA Dominicana telja 300 milljónir króna í dag
Flugmálayfirvöld á Dóminíska Lýðveldinu hafa svipt PAWA Dominicana flugrekstarleyfinu í þrjá mánuði vegna skulda félagsins sem hafa hrannast upp að undanförnu.
Meðal annars skuldar PAWA Dominicana flugvallarfyrirtækinu Aeropuertos Dominicanos Siglo XXI þjónustu- og
flugvallargjöld sem hafa verið ógreidd sl. 12 mánuði en fyrirtækið hefur meinað félaginu um þjónustu og lendingar
á flugvöllum í landinu.
Heildarskuldir flugfélagsins eru komnar yfir 300 milljónir króna en PAWA hefur 10 virka daga til að svara fyrir sig og
koma fram með haldbærar ástæður sér til varnar áður en gripið verður til aðgerða.
Stjórn félagsins hefur beið flugmálayfirvöld og forseta landsins, Danilo Medina Sánchez, um að endurskoða þessa ákvörðun
til að raska ekki ferðaáætlun meðal þúsundir farþega.
PAWA Dominicana hefur sjö flugvélar í flota sínum sem allar eru af gerðinni McDonnell Douglas MD-80.


23. mars 2018
|
Boeing hefur fengið pöntun frá kínverska flugfélaginu Xiamen Airlines í þrjátíu Boeing 737 MAX þotur.

22. mars 2018
|
Finnair hefur náð samkomulagi við Airbus um að flýta afhendingum á nýjum Airbus A350 þotum til næstu ári til að ná að anna aukinni eftirspurn eftir flugi til Asíu.

4. febrúar 2018
|
AeroMexico mun hætta með Boeing 777 þoturnar á næstu dögum og verður síðasta flugið með vélunum flogið síðar í mánuðinum.

26. apríl 2018
|
WOW air hefur hafið flug til tveggja nýrra flugvalla en í gær flaug félagið sitt fyrsta flug til Detroit sem er nýr áfangastaður í leiðarkerfi félagsins auk þess sem fyrsta flugið til Stansted-flugva

25. apríl 2018
|
Bandaríska flugfélagið Virgin America heyrir nú sögunni til en félagið flaug í gærkvöldi sitt seinasta farþegaflug.

25. apríl 2018
|
Samgöngustofa, í samvinnu við öryggisnefndir FÍA, FÍF og FFÍ, gefur nú út veggspjöld sem byggð eru á hugmynd Gordon DuPont sem kallast „The Dirty Dozen".

25. apríl 2018
|
Árið 2017 var besta árið í sögu Cargolux sem uppskar methagnað en þá flaug félagið í fyrsta sinn einni milljón tonnum af flugfrakt.

25. apríl 2018
|
Dick Smith, fyrrum yfirmaður hjá áströlskum flugmálayfirvöldum, sakar ríkisstjórn Ástralíu um að hafa eyðilagt þann iðnað sem snýr að flugkennslu og flugþjálfun í Ástralíu.

25. apríl 2018
|
Airbus A380 risaþotur ANA (All Nippon Airways) munu koma með sætum fyrir 520 farþega en flugfélagið japanska á von á þremur slíkum þotum frá Airbus frá og með næsta vori.

24. apríl 2018
|
Tveir starfsmenn hjá Icelandair hafa tekið við tveimur nýjum stöðum innan flugfélagsins í kjölfar skipulagsbreytinga sem gerðar hafa verið en Guðmundur Guðnason og Valeria Rivina hafa tekið við sitth

24. apríl 2018
|
Widerøe varð í dag fyrst allra flugfélaga í heiminum til að fljúga áætlunarflug með Embraer E190-E2 þotunni sem er ný kynslóð af E-þotunum en félagið fékk þotuna afhenta í byrjun þessa mánaðar.