flugfréttir

Telur að Heathrow eigi að vera opinn allan sólarhringinn

- Næturbann óþarfi í dag þar sem flugvélar eru orðnar hljóðlátari

6. maí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 08:17

Frá Heathrow-flugvellinum í London

Heathrow-flugvöllurinn í London ætti að vera starfræktur allan sólarhringinn og með því þyrfti ekki að fara út í framkvæmdir á þriðju flugbrautinni.

Þetta segir Paul Griffiths, forstjóri Dubai Airports sem rekur flugvöllinn í Dubai (DXB) sem er stærsti flugvöllur í heimi er kemur að farþegafjölda í millilandaflugi.

Griffiths segir að með tilkomu nýrri og hljóðlátari flugvéla í dag þá séu hávaðatakmarkanir orðnar óþarfi gagnvart íbúum en Heathrow-flugvöllurinn lokar fyrir flugumferð frá miðnætti til klukkan 6:00 á morgnanna.

„Ólíkt Dubai, þar sem við erum með flugvöllinn í gangi allan sólarhringinn, þá eru flugvellir í Bretlandi lokaðir þriðjung úr sólarhring sem er gríðarlega dýrmætur tími sem fer til spillis. Til hvers eru Bretar svona strangir á opnunartíma flugvalla“, segir Griffiths.

Þótt að Heathrow-flugvöllurinn sé tæknilega opin allan sólarhringinn þá er ekki gert ráð fyrir flugumferð um hann frá 23:30 til klukkan 6 á morgnanna en tugi flugvéla lenda frá Asíu, Ástralíu og Afríku frá klukkan 4:30 til 6:00.

Fyrsta brottförin er klukkan 6:00 sem eru flug Austrian Airlines til Vínarborgar, TAP Portugal til Lissabon og SWISS til Zurich og síðasta flugið er yfirleitt flug Aeroflot til Moskvu klukkan 22:45. Lögð hefur verið fram sú tillaga um að lengja næturbannið á Heathrow upp í sjö klukkustundir.

Paul Griffiths, framkvæmdarstjóri Dubai Airports

Griffiths, sem hefur verið framkvæmdarstjóri hjá Dubai Airports í 10 ár, var áður yfirmaður Gatwick-flugvallarins. Hann telur að heppilegast væri að blanda saman lendingum og flugtökum á báðar flugbrautirnar á Heathrow-flugvelli en í dag er ein flugbrautin notuð fyrir lendingar og hin fyrir flugtök fram til klukkan 15:00 en þá er skipt um braut til að dreifa hávaðamenguninni gagnvart íbúum.

Griffiths segir að ef lendingum og flugtökum yrði blandað á báðar brautirnar væri hægt að auka nýtni vallarins sem gæti þá tekið við meiri flugumferð yfir daginn.

Ekki eru allir sammála Griffiths með að næturbann sé óþarfi vegna þess hversu hljóðlátar flugvélar eru orðnar í dag en John Stewart, forstjóri samtaka um hávaða frá flugvélum á Heathrow-flugvelli (Heathrow Association for the Control of Aircraft Noise), segir að næturflug sé enn mikið áhyggjuefni fyrir íbúa og verði áfram í náinni framtíð og telur hann að ný tækni eigi ekki eftir að breyta því.

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) tekur hinsvegar í sama streng og Griffiths og segja þau að takmarkanir á næturflugi um flugvelli hafi gríðarleg áhrif á rekstur flugfélaga í heiminum, farþega og efnahag margra landa.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga