flugfréttir

Lokaskýrsla: Flugvél fór í sjóinn við Mosfellsbæ árið 2015

- Fór í spuna eftir flugtak og endaði í sjónum

23. júní 2018

|

Frétt skrifuð kl. 16:24

Ljósmynd: Eggert Norðdahl

Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur gefið út lokaskýrslu varðandi flugslys er átti sér stað þann 11. maí árið 2015 er eins hreyfils flugvél af gerðinni Jodel D.117A (TF-REX) fór í sjóinn skömmu eftir flugtak frá Tungubökkum í Mosfellsbæ.

Í skýrslu kemur fram að flugmaðurinn hugðist fara í flug um Suðurlandið en ákvað að taka nokkrar snertilendingar fyrst á Tungubökkum og tók hann á loft til vestur en í stað þess að fara hefðbundinn umferðarhring ákvað hann að snúa við eftir flugtak og lenda á móti flugtaksstefnu til austurs.

Eftir flugtak, þegar flugvélin hafði náð 400-500 feta hæð setti flugmaðurinn blöndungshitara á, dró afl af hreyflinum og beygði í átt að flugvellinum. Hann taldi hraða flugvélarinnar vera um það bil 53 kt eftir klifur, og um það bil 37 til 43 kt fyrir beygjuna en samkvæmt upplýsingum frá flugmanni er ofrishraði flugvélarinnar 26 kt.

Í beygjunni setti flugmaðurinn lofthemil (airbrake) á til þess að lækka flug þar sem hann taldi sig vera of hátt miðað við fjarlægð frá flugvellinum. Eftir það varð hann var við að flugvélin var farin að lækka meira en hann áætlaði. Hann beitti þá stýri fram og setti fullt afl á hreyfilinn. Við það fór flugvélin í spuna og að sögn flugmannsinns tók hann lofthemlana af.

Áætlaður ferill flugvélarinnar eftir flugtak og að brotlendingu

Flugvélin spann til jarðar og skall í sjónum en grunnt er á þessum slóðum og gat flugmaðurinn komist út úr flakinu og gengið í land. Hann slasaðist töluvert og flugvélin eyðilagðist.

Greining og niðurstaða nefndarinnar

Þegar RNSA kom á vettvang hafði fjarað út og mátti meðal annars sjá að lofthemill var á. Ekki var að finna handbók fyrir flugvélina en í viðhaldsgögnum var að finna vigtarskýrslu sem sýndi að grunnþyngd flugvélarinnar var mæld 389,4 kg og hámarks flugtaksþyngd skráð 617 kg.

Miðað við 40 lítra af eldsneyti var flugvélin innan marka hámarsþyngdar í fluginu. Við rannsóknina voru fylgigögn með tegundaráritun fengin frá framleiðsluríki sem sýndu að ofrishraði flugvélarinnar er 29 kt í láréttu flugi, 32 kt í 30° beygjuhalla og 37 kt í 60° beygjuhalla. Gögnin studdu einnig hámarksþyngd 617 kg.

Lofthemlar eru staðsettir undir væng á flugvélinni og voru á eftir brotlendingu

Flugvélin er útbúin lofthemlum sem koma niður úr vængjum. Á mynd 2 má sjá að lofthemlarnir voru á eftir brotlendingu. Handbók fyrir flugvélina hefur ekki verið gefin út af framleiðanda en fylgigögn með tegundaráritun sýndu að misræmi var í því sem flugmaðurinn taldi um ofrishraða og hámarksþyngd flugvélarinnar.

Ekki var unnt að finna upplýsingar um nákvæman feril flugvélarinnar og því ekki hægt að reikna út beygjuhalla. RNSA telur þó líklegt að flugvélinni hafi verið flogið í krappri beygju og bendir á að varhugavert er að taka krappar beygjur í lítilli hæð ásamt því að beita lofthemlum við slíkar aðstæður.

RNSA telur að flugvélinni hafi verið flogið of hægt í beygju með lofthemil á, með þeim afleiðingum að flugvélin ofreis og spann til jarðar. Enn fremur bendir RNSA flugmönnum á að fljúga hefðbundinn umferðarhring við snertilendingar.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga