flugfréttir

Var rólegur og mjög vel liðinn meðal starfsmanna Horizon Air

- Richard Russel var giftur og hafði hann starfað hjá Horizon Air í tæp fjögur ár

11. ágúst 2018

|

Frétt skrifuð kl. 20:39

Richard Russell hafði starfað hjá Horizon Air í tæp fjögur ár

Flugvallarstarfsmaðurinn, sem stal farþegaflugvél frá Horizon Air í gær af gerðinni Bombardier Q400, hét Richard Russell og var hann 29 ár.

Eins og fram hefur komið þá fór hann um borð í flugvélina að lokinni vakt sinni á Seattle-Tacoma flugvellinum og ræsti hreyflana áður en hann ók í átt að flugbraut á flugvellinum, flugumferðarstjórum og öðrum flugmönnum til mikillar undrunnar.

Hann fór í loftið með tóma flugvél og var hann einn um borð þar sem hann lét „listir“ sínar með tvær F-15 orrustuþotur á hælunum en skömmu síðar brotlenti flugvélin í skóglendi á Ketron-eyjunni í Puget-sundinu skammt suðvestur af Tacoma.

Bandarísk yfirvöld hafa ekki enn borið formleg kennsl á starfsmanninn en vinir hans á Facebook og samstarfsmenn hafa staðfest að maðurinn heitir Richard Russell.

Flugvélin á myndinni er sú sem Russell tók ófrjálsri hendi og flaug þar til hún brotlenti. Flugvélin bar skráninguna N449QX

Russell hafði unnið hjá Horizon Air í fjögur ár bæði við flugvallarþjónustu og einnig sem starfsmaður hjá flugrekstrardeild á flughlaði en hann var giftur og gekk í það heilaga árið 2011.

Einn yfirmaður Russell lýsir honum sem rólegum og hógværum manni og var hann mjög vel liðinn meðal samstarfsmanna sem líkaði flestum vel við hann.

Ekki vitað hvernig hann hafði þekkingu að ræsa og fljúga Bombardier Q400 flugvél

Ekki er enn vitað nákvæmlega hvernig honum tókst að ræsa flugvélina en fram kemur að hann hafi haft næga þekkingu til þess í ljósi þess að honum tókst það en einhverjir erlendir fjölmiðlar hafa greint frá því að hann hafi verið flugvirki þótt það hafi ekki fengist staðfest.

Russell tók dráttarbíl og snéri flugvélinni við í 180° gráður á viðhaldssvæði flugfélagsins áður enn hann fór um borð og ók vélinni út á flugbraut fyrir flugtak.

Myndir af Russell á LinkedIn-síðu hans

Gary Beck, framkvæmdarstjóri Horizon Air, sagði meðal annars á blaðamannafundi að hann efaðist um að Russell hefði flugmannsskírteini. „Við vitum ekki enn hvernig hann náði að gera þetta. Farþegaflugvélar eru mjög flóknar er kemur að því að starta þeim og við höfum enga hugmynd um hvernig hann bjó yfir þeirri þekkingu“, segir Beck.

Russell fæddist á Key West eyjum í Flórída en flutti til Alaska er hann var 7 ára. Hann kynntist eiginkonu sinni, Hannah, árið 2010 og giftu þau sig ári síðar.

Saman stofnuðu þau bakarí í smábæ í Oregon en fluttu skömmu síðar til Seattle og sótti Russell um starf hjá Horizon Air þar sem starfinu fylgdi þau fríðindi að geta ferðast til Alaska.

Starfaði við að setja ferðatöskur um borð

Russell hóf nám við félagsvísindi við Washington State háskólann en hann hafði einnig þann draum um að komast inn í bandaríska herinn.

Starf Russell hjá Alaska Airlines var að koma ferðatöskum fyrir um borð í flugvélar Horizon Air og Alaska Airlines á Seattle-Tacoma flugvellinum auk þess sem í hans verkahring var að afísa flugvélarnar á veturnar.

Richard Russell og Hannah giftu sig árið 2011

Debra Eckrote, rannsóknaraðili hjá samgönguöryggsinefnd Bandaríkjanna (NTSB) segir að verið sé núna að rannsaka hvað bjó að baki ákvörðun hans um að stela flugvélinni og hvernig honum tókst það nákvæmlega auk þess sem verið er að rannsaka bakgrunn starfsmannsins.

„Flugvallarstarfsmenn hafa aðgang öllu flugvallarsvæðinu þannig aðgengið er mjög auðvelt. Við erum samt mjög heppin að flugvélin hafi brotlent á eyju sem er mjög fámenn og strjálbýl“, segir Debra.

Hljóðupptökum hefur verið dreift í heilu lagi sem innihalda samskipti milli Russell og flugumferðarstjóra sem reyndi með mjög yfirveguðum hætti að fá hann til þess að lenda vélinni einhversstaðar.

Richard og Hannah ferðuðust til ýmissa landa á meðan hann starfaði
hjá Horizon Air og þar á meðal til Mexíkó og til Írlands

Russell var samt ekki á þeim buxunum og ræddi við flugumferðarstjórann um heima og geima og sagði honum hvað það væri fallegt að horfa yfir Olympic-fjöllinn og hvort að hann hefði farið þangað. Flugumferðarstjórinn sagði hafa farið í fjallgöngu þangað eitt sinn en reyndi að fá hann enn og aftur til þess að lenda og bauð honum ýmsa valkosti og þar á meðal að lenda á vatni í flóanum.

Ekki er vitað hvort að Russell hafi vísvitandi brotlent flugvélinni í skógunum á Ketron-eyjunni eða hvort að hann hafi misst stjórn á henni en bandaríski herinn segir að orrustuþoturnar tvær, sem veittu honum eftirför, hafi ekki skotið flugvélina niður.

Rick Christenson, yfirmaður yfir rekstrardeild Horizon Air, var sjálfur vitni að því er Bombardier Q400 flugvélin flaug yfir svæðið með mjög óvenjulegum hætti þar sem hún tók mjög skarpar beygjur og fór í dýfur niðrí hættulega lága flughæð yfir sjónum í Puget-flóann.

Yfirmaður í rekstardeild Horizon Air varð vitni að glæfraflugi Russells

Christenson var á svölunum heima hjá frænku sínum í gærkvöldi þar sem hann naut sólarlagsins og horfði yfir Tacoma Narrows brúnna sem fer yfir Puget-sundið.

Rich Christenson (til vinstri) horfði á Bombardier Q400 flugvélina fljúga
yfir af svölunum hjá frænku sinni

Skömmu síðar sá hann eina af flugvélum fyrirtækisins fljúgandi í 500 feta hæð yfir svæðið. „Ég hljóp inn og sótti sjónaukann. Hann flaug mjög undarlega og tók mjög skarpar beygjur. Það var eitthvað mjög dularfullt í gangi“, segir Christenson.

„Við öskruðum öll: „Guð minn góður“ og ég öskraði: „Pull up, pull up“, segir Christenson en síðar er hann sá svartan reyk stíga til hins lengst í fjarska þá vissi hann hvað hafði gerst.

„Það eru allir skelfingu lostnir yfir því hvernig þetta gat gerst. Það eiga allir starfsmenn að hafa gengist undir bakgrunnsskoðun“, segir Christenson sem hlustaði sjálfur á samtalið milli Russell og flugumferðarstjórans og sagði hann að það hafi verið mjög erfitt að hlust á það og átti hann erfitt með að sofna um nóttina.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga