flugfréttir

Mistök flugumferðarstjóra rakin til álags í færnisprófi

- Eftirlitsmaður frá flugmálayfirvöldum þurfti að taka við stjórn vallarins

3. október 2018

|

Frétt skrifuð kl. 23:15

Flugturninn á flugvellinum í Hamilton á Nýja-Sjálandi

Eftirlitsmaður á vegum nýsjálenskra flugmálayfirvalda þurfti að taka yfir flugumferðarstjórninni í flugturninum á flugvellinum í bænum Hamilton á Nýja-Sjálandi eftir að flugumferðarstjóri gerði mistök sem rakið er til álags í færnisprófi.

Flugumferðarstjórinn var að ganga í gegnum árlegt færnispróf á vegum flugmálayfirvalda undir ásýnd eftirlitsmanns sem var að fylgjast með vinnubrögðum hans í starfi.

Talið er að flugumferðarstjórinn hafi orðið stressaður við að vera undir eftirliti á sama tíma og mikið var að gera á flugvellinum þar sem hann missti stjórn á einbeitingu sinni sem varð til þess að fjögur atviki áttu sér stað sem endaði með því að eftirlitsmaðurinn þurfti að grípa inn í.

Atvikið átti sér stað þann 17. desember árið 2015 og kemur fram í skýrslu að tvær flugvélar hafi flogið of nálægt hvor annarri í aðflugi þar sem um 0.2 mílur skildu þær að sem samsvarar 370 metrum.

Í kjölfar fjórða atviksins þá greip eftirlitsmaðurinn inn í og tók við stjórninni til þess að greiða úr flækjunni sem var komin á.

Atvikið átti sér stað þann 17. desember árið 2015

Málið var tekið til rannsóknar í kjölfarið og var sálfræðingur kallaður til og látinn meta ástand flugumferðarstjórans og var niðurstaða sálfræðimatsins sú að flugumferðarstjórinn hafi „bugast undir pressu“ við aðstæður sem hann hafði náð að glíma við undir eðlilegum kringumstæðum.

Fyrirbærið er skilgreint sem skerðing við að framkvæma aðgerð vegna stigvaxandi kvíða undir þrýstingi sem veldur því að frammistaða og kunnátta hríðfellur um stundarsakir.

Þá komst rannsóknarnefnd að því að kynning á færnisprófinu hafi verið ábótavant og var flugumferðarstjóranum ekki kynnt nægilega vel hvað biði hans í prófinu.

Þá var einnig gerð athugasemd við verklagsferla við flugumferðarstjórnun á svæðinu í kringum Hamilton-flugvöll og telja rannsakendur að svæðinu sé „ofstjórnað“ er kemur að sjónflugi sem skapi of mikið álag á óþarfa fjarskiptasamböndum milli flugvéla sem getur haft truflandi áhrif á nýja og óreynda einkaflugmenn.

Rannsóknarnefnd kom með tvær tillögur að endurbótum í kjölfar atvikanna sem er m.a. að breyta tilhögun á árlegu matshæfni flugumferðarstjóra og einnig að lágmarka radíósamskipti milli flugturns og flugmanna á flugumferðarsvæðinu í Hamilton.

Mikil aukning hefur orðið á flugumferð um Hamilton-flugvöll vegna aukinnar flugkennslu auk þess sem fleiri hafa kosið að fljúga til og frá vinnu til að forðast bílaumferð í nágrenni við borgina Auckland.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga