flugfréttir

Þróaði með sér flughræðslu við að fara af Q400 yfir á þotu

- Fékk kvíðaköst fyrir flug og í flugi - Stefnir Flybe fyrir óheiðarlega uppsögn

11. nóvember 2018

|

Frétt skrifuð kl. 17:22

Flugvélar Flybe

Dómstóll í Bretlandi hefur komist að þeirri niðurstöðu að flugfélagið Flybe fór ekki heiðarlega að máli eins flugmanns sem var rekinn frá félaginu eftir að hann þróaði með sér flughræðslu eftir að hann var færður yfir á þotu.

Flugmaðurinn, Matthew Guest, hafði flogið Bombardier Q400 skrúfuflugvélum í sjö ár og átti farsælan feril á þeirru flugvélategund hjá Flybe frá árinu 2007 en árið 2014 var hann færður yfir á þotu og þjálfaður á flugvélar af gerðinni Embraer E175.

Sú breyting átti hinsvegar eftir að hafa afleiðingar sem Guest sá ekki fram á í fyrstu en honum hafði lengi dreymt um að komast yfir á þoturnar og fljúga lengri flugferðir.

Vandamálið hófst þann 13. desember 2014 er honum fór að líða illa og fékk svima í stjórnklefanum á leiðinni til Flórens á Ítalíu.

Matthew Guest hafði flogið Bombardier Q400 flugvélum í sjö ár þar til hann var færður yfir á Embraer-þotur árið 2014

Í dómsmáli, er málið var tekið fyrir í réttarsal í Birmingham á dögunum, kom fram að hann fann fyrir kvíða um borð í fluginu til Flórens, fékk hitaköst og svima og fann fyrir magaverkjum.

Fékk kvíðakast rétt fyrir flug til Keflavíkur

Þann 17. febrúar 2015 átti Guest að fljúga Embrear-þotu Flybe til Keflavíkur en rétt fyrir flugtak fékk Guest kvíðakast og lét hann flugstjórann vita að honum liði ekki nógu vel.

Guest, sem er tveggja barna farðir, hafði samband við fluglækni skömmu síðar og sendi honum tölvupóst varðandi vandamálið en einnig spilaði inn í heimilisaðstæður þar sem erfiðleikar voru með eldri strákinn og þá hafði hann og konan hans nýverið eignast annað barn sem var þriggja mánaða.

Stjórnklefi í Embraer E175 þotu Flybe

Fluglæknirinn komst að því að Guest hafði sennilega þróað með sér kvíða varðandi löng flug og flughræðslu um að vera innilokaður inni í þröngu rými og var hann sviptur heilbrigðisskírteininu tímabundið sökum tíðra kvíðakasta.

Guest gekkst undir sálfræðimeðferð sem nefnist hugræn atferlismeðferð næstu mánuðina og fékk hann læknisvottorðið sitt aftur tveimur mánuðum síðar.

Hann mætti aftur til starfa og gekk honum vel í fyrstu en kvíðaköstin komu aftur hægt og rólega og rétt fyrir flugtak til Salzburg í Austurríki fékk hann mikinn kvíða rétt fyrir flugtak og fékk hann skjálfta og aukinn hjartslátt.

Hann sagði flugstjóranum að hann gæti ekki flogið til Salzburg og var fluginu seinkað á meðan annar flugmaður var kallaður til í hans stað.

Leið betur eftir sálfræðimeðferð en vandmálið hófst að nýju

Guest hóf aðra sálfræðimeðferð og var í þetta skrifað upp á lyfseðil fyrir þunglyndislyfi sem flugmönnum er leyfilegt að taka í Bretlandi og stangast ekki á við reglugerðir varðandi lyfjanotkun flugmanna.

Starfsmenn Flybe í flugskýli félagsins

Eftir ársleyfi frá starfi snéri Guest aftur til vinnu í apríl 2016 en þá hafði hann einnig gengist undir þjálfun á Embraer þar sem hann hafði ekki flogið í rúmt ár.

Allt gekk aftur vel í fyrstu og flaug hann í hlutastarfi þar sem vaktirnar voru fimm dagar í loftinu og fimm daga frí en fyrstu skiptin sat hann í „jumpseat“ sæti sem var hluti að þjálfun.

Næstu skiptin var hann við stjórn en með þjálfunarflugmann sem var með til öryggis í stjórnklefanum ef hann yrði aftur veikur.

Þann 1. júní byrjaði hann að fljúga aftur sem aðstoðarflugmaður („first officer“) án öryggisflugmanns og fyllti hann út í athugasemdir eftir flugið að honum leið mun betur og væri læknaður.

Fyrstu flugin í júní gengu vel þar til hann átti að fljúga til Kefalonia á Grikklandi þann 17. júní 2016 sem er fjögurra klukkustunda langt flug frá Birmingham en honum var ráðlagt af öðrum flugstjóra að taka með sér bók eða krossgátublað til að dreifa huganum til öryggis ef flugið myndi stíga honum til höfuðs. Guest fékk hinsvegar kvíðakast daginn fyrir flugið til Kefolonia og hringdi sig inn veikan um kvöldið.

Fékk ekki fleiri vaktir en boðið skrifstofustarf

Næstu daga var ekki gert ráð fyrir Guest um borð í neinu flugi í vaktaplaninu og lét flugrekstrarstjóri Flybe, Luke Farajallah, hann vita að það væri ákvörðun flugfélagsins að best væri að hann myndi ekki fljúga meira.

Bombardier Q400 og Embraer E175 þota Flybe

Í bréfi stóð: „Flugfélagið hefur áhyggjur af heilsu Matthew Guest og vegna óvissu um ástands hans þá getur félagið ekki tekið þá áhættu að láta hann fljúga meira, hvorki á Embraer-þotunum né Dash Q400 vélunum“.

Í dómsmáli kemur fram að Flybe hafi boðið honum skrifstofustarf á jörðu niðri sem starfsmaður í í flugöryggisdeild félagsins í Exeter og þá kemur fram að að Colin Rydon, yfirmaður yfir flugrekstardeildinni, hafi sagt að það væri enginn möguleiki á því að hann myndi fljúga meira.

Dómari gerir athugasemdir varðandi atriði sem snúa að því hvernig Farajallah tók á málinu og kemur fram að hann hafði aldrei hitt Guest og var honum aldrei gefið tækifæri á að svara fyrir sig og segja sitt álit á málinu.

„Það er grundvallaratriði er kemur að starfsmannamálum að starfsmaður fái tækifæri á að tala við yfirmann sinn áður en ákveðið er að grípa til uppsagnar. Guest fékk aldrei það tækifæri og var honum aldrei tjáð að Farajallah væri komin í málið“, segir dómari.

Dómari segir einnig að ein lausnin hefði verið að leyfa Guest að snúa aftur á Bombardier Q400 vélarnar fyrst að hann hafði flogið þeim í tæpan áratug án vandamála.

Guest hefur stefnt Flybe fyrir ósanngjarna uppsögn og fer aðalmeðferð í málinu fram síðar í þessum mánuði.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga