flugfréttir

Hvött til þess að einblína á hagnað en ekki aukin umsvif

- Hafa boðið upp á of lág fargjöld og eru að fá það í bakið í dag

20. desember 2018

|

Frétt skrifuð kl. 16:55

Sölustjóri Boeing fyrir Asíumarkað segir að indversk flugfélög þurfi að einblína frekar á hagnað í stað þess að horfa bara í aukin umsvif

Boeing hefur hvatt flugfélög á Indlandi til þess að einblína frekar á það að ná fram hagnaði í rekstri í stað þess að einblína eingöngu á aukin umsvif með stærra leiðarkerfi.

„Að auka vöxt flugfélags um tveggja stafa prósentutölu á sama tíma og félag er að kljást við taprekstur er fyrir mér áhyggjuefni. Ég myndi frekar stefna á 2% til 3% aukin umsvif í stað þess að fylla flugvélarnar af farþegum sem borga of lág fargjöld“, segir Dinesh Keskar, sölustjóri Boeing fyrir Asíusvæðið.

Hvergi annarsstaðar í heiminum hefur orðið eins mikill vöxtur í farþegaflugi líkt og á Indlandi en þrátt fyrir það þá eru flugfélög í innanlandsfluginu að róa erfiðan sjó þar sem þau berjast í harðri samkeppni við hvort annað með því að bjóða lægstu fargjöld sem sést hafa.

Í mörgum tilfellum eru fargjöldin 15% lægri en félagið þyrfti að rukka fyrir hvern farþega til þess að koma út á sléttu og eru þau því að borga með fargjöldunum.

Í hverjum mánuði sl. 50 mánuði hefur farþegafjöldi í innanlandsflugi á Indlandi tvöfalast en með lágum fargjöldum hafa fleiri efni á því að ferðast með flugi.

Þessi lágu fargjöld hafa orðið til þess að flugfélög á borð við IndiGo skilaði í fyrsta sinn inn taprekstri í októbermánuði og það sama má segja um Jet Airways.

Á sama tíma er hækkandi verð á þotueldsneyti einnig að hafa áhrif á taprekstur margra flugfélag á Indlandi en þotueldsneyti þar í landi hefur hækkað um 33 prósent frá því í janúar.

Markaðssérfræðingar telja að indversk flugfélög séu núna að sjá þau mistök sem þau hafa gert með því að bjóða svona lág fargjöld.

Þrátt fyrir þetta þá hefur Boeing hækkað spá sína varðandi eftirspurn eftir nýjum þotum á Indlandi og telur framleiðandinn að indversk flugfélög þurfi 2.300 nýjar þotur á næstu 20 árum sem skiptist niður í 1.940 nýjar meðalstórar þotur með einum gangi og 350 nýjar breiðþotur.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga