flugfréttir

Voru að forðast óveðursský í aðfluginu að Houston

24. febrúar 2019

|

Frétt skrifuð kl. 23:21

Boeing 767-300ER fraktþotan var á leið frá Miami til Houston í gær þegar hún fórst í aðflugi, skammt suðaustur af borginni

Komið hefur í ljós að flugmenn Boeing 767-300 fraktþotunnar, sem fórst í aðflugi að flugvellinum í Houston í Bandaríkjunum í gær, reyndu að komast hjá óveðri skömmu áður en vélin hvarf af ratsjá.

Búið er að fara yfir upptöku af samtölum flugmannanna við flugumferðarstjóra og tilkynnti áhöfn vélarinnar um að þeir væru að lækka flugið í 17.800 fetum í átt að LINKK staðsetningarpunktinum sem leiðir flugumferð frá punktinum GIRLY.

Aðflugsstjórn tilkynnti flugmönnunum um að það væri veðrakerfi að fara yfir með mikilli úrkomu suður af Houston sem var að færast til austurs í áttina að þeim.

„Þegar þið nálgist þá getum við leiðbeint ykkur í kringum það ef þess þarf“, sagði flugumferðarstjóri við áhöfnina en flugvélin, sem var á vegum Atlas Air, fór í loftið frá flugvellinum í Miami áleiðis til Houston.

Flug GTI3591 á ratsjá skömmu áður en hún fórst. Sjá má veðrakerfið vinstra megin yfir Houston

Flugvélin átti að taka stefnu til norðvesturs við LINKK í 15.000 fetum en flugmennirnir létu vita skömmu síðar að þeir myndu taka stefnuna til vestur og fara vinstra megin við veðrakerfið sem samanstóð af skúraskýjum („cumulonimbus“).

Flugumferðarstjórarnir sögðu flugmönnunum að það gæti reynst erfitt að fara vinstra megin við skúraskýin þar sem mikið af brottförum væri að koma á móti þeim á því svæði og fengu þeir í leiðinni leyfi til þess að lækka flugið niður í 3.000 fet.

Síðustu orð áhafnarinnar var: „Ok, then we´ll go on the east side. Just go ahead and redirect us“. Klukkan 12:34 tilkynnti flugumferðarstjóri annarri flugvél að fara í sama aðflug að 26L brautinni og að þeir myndu fá að vita hvenær þeir ættu að taka beygjuna áður en þeir kæmu að veðrakerfinu.

Starfsmenn á vegum NTSB rannsaka fyrsta brakið úr þotunni sem náðist á land úr flóanum

„Það er ein vél sem er að fara í kringum það svo við erum alveg vissir um að þið ættuð að ná því líka“, segir flugumferðarstjóri við áhöfnina á Atlas Air vélinni.

Ekkert svar kom aftur frá flugvélinni sem hvarf af ratsjá þegar þeir höfðu byrjað að taka beygjuna í hina áttina, til vinstri, og hvarf flugvélin af radar í 6.000 fetum á hraða upp á 240 kt.

Skömmu síðar spyrja flugumferðarstjórar aðrar flugvélar á svæðinu hvort þeir væru að greina einhver merki frá ELT (neyðarsendi) og segja að þeir væru að reyna að ná sambandi við týnda flugvél af gerðinni Boeing 767 sem svaraði ekki lengur.

Ekkert neyðarkall kom frá flugvélinni og kemur fram að hún hafi steypst til jarðar með nefið á undan sér á lækkunarhraða upp á 7.000 fet. Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) segist hafa undir höndum upptöku úr öryggismyndavél þar sem sést hvar flugvélin fellur til jarðar. Á vefsíðunni Aviation Herald kemur fram að ekki er sjáanlegt á myndbandinu að flugmennirnir hafi reynt að ná flugvélinni úr dýfunni aftur í lárétt flug.

Flugvélin fórst yfir Trinity Bay flóanum í um 50 kílómetra fjarlægð frá George Bush Intercontinental (IAH) flugvellinum klukkan 12:45 að staðartíma.

Tveir voru í áhöfn flugvélarinnar auk eins flugmanns, Sean Archuleta að nafni, sem var flugmaður á
Embraer E-175 þotu hjá flugfélaginu Mesa Airlines sem sat í „jumpseat“ sæti í stjórnklefanum en hann var að ferðast til síns heima í Houston.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga