flugfréttir

Uppfærslan tilbúin: Þetta er breytingarnar á MCAS-kerfinu

- „Boeing 737 MAX er tilbúin til að fara aftur í loftið og er örugg flugvél“

29. mars 2019

|

Frétt skrifuð kl. 07:06

Boeing segir að uppfærslan á MCAS-kerfinu sé tilbúin fyrir flugfélög

Boeing hefur formlega kynnt nýju uppfærsluna á MCAS-kerfinu á Boeing 737 MAX þotunni fyrir fjölmiðlum og flugmönnum við kynningarathöfn sem fram fór í verksmiðjunum í Renton í Washington-fylki sl. miðvikudag.

Boeing ítrekað að Boeing 737 MAX sé örugg flugvél og útskýrðu yfirmenn og verkfræðingar þær lagfæringar og uppfærslur sem gerðar voru á MCAS-kerfinu. Yfirmenn framleiðandans vildi ekki fara út í þá sálma að ræða atriði sem snerta flugslysin tvö í Indónesíu og Eþíópíu og vildi eingöngu ræða og kynna nýju uppfærsluna á kerfinu.

MCAS-kerfið tengist hæðarstýri vélarinnar sem er hönnun sem innleidd var upphaflega er breyting var gerð stélfleti á Boeing 737NG út frá fyrstu Boeing 737 Classic þotunni en MCAS-kerfið var þróað við hönnunina á Boeing 737 MAX.

MCAS-kerfinu var komið fyrir til að leiðrétta loftflæðilegar breytingar sem urðu á Boeing 737 MAX þotunni þar sem hreyflar hennar eru bæði þyngri og staðsettir framar á vængnum samanborið við Boeing 737NG sem hefur áhrif á massamiðju vélarinnar og er ætlað að forða flugvélinni frá ofrisi við aukið áfallshorn en áfallshorn eykst á öllum flugvélum til að mynda í flugtaki.

Útskýring á því hvernig MCAS-kerfið virkar. Um er að ræða upprunalegt kerfi

MCAS-kerfið fer í gang þegar sjálfstýring vélarinnar er ekki virk og flapar eru uppi og reiðir MCAS-kerfið sig á upplýsingar sem koma frá áfallshornsskynjurum. Ef skynjararnir greina að nef vélarinnar sé farið að vísa óeðlilega mikið upp á við þá senda þeir boð til MCAS-kerfisins um að leiðrétta með því að ýta hæðarstýrinu niður sem dregur úr halla vélarinnar um þverásinn.

Tveir AoA-skynjarar og tölva fylgist með misræmi milli þeirra

Nýja uppfærslan á MCAS-kerfinu mun reiða sig á upplýsingar frá tveimur áfallshornsskynjurum og mun tölva fylgjast með ef meira en 5,5° misræmi verður á áfallshorninu („angle of attack“) á upplýsingum frá sitthvorum skynjurunum en ef svo er þá mun MCAS-kerfið aftengja sig sjálfkrafa.

Þá mun kerfið með nýju uppfærslunni ekki kveikja á sér ítrekað aftur og aftur og mun kerfið sjá til þess að flugmenn geti sjálfir brugðist við með því að grípa inn í.

Tekur um eina klukkstund að koma uppfærslunni fyrir í hverja þotu

Þá hefur Boeing þróað uppfærslu með „AoA-disagree“ viðvörunarljósi í „Primary Flight Display“ skjánum (PFD) fyrir þá viðskiptavini sem kjósa þá viðbót án endurgjalds.

Michel Merluzeau, yfirmaður hjá flugmarkaðs- og ráðgjafarfyrirtækinu AIR, segist vera mjög ánægður með það sem Boeing hafði að segja um nýju uppfærsluna á kynningarfundinum og telur að þeir hafi náð að koma með mjög góða lausn á málinu.

Stjórnklefinn á Boeing 737 MAX

Boeing hefur einnig lokið við að þróa þjálfunarverkefni sem flugmenn á Boeing 737 MAX munu þurfa að kynna sér varðandi uppfærsluna áður en þeir snúa aftur í stjórnklefann.

Boeing segir að það muni taka um einn dag að koma nýju uppfærslunni til hvers flugfélags og mun það taka flugvirkja hjá flugfélögum um eina klukkustund að uppfæra kerfið í hverja flugvél.

Þróunin á uppfærslunni hófst strax í kjölfar Lion Air slyssins

„Þróunin á uppfærslunni hófst strax í kjölfar fyrra slyssins hjá Lion Air þann 29. október. Við þróuðum kerfið fyrst, breyttum því, prófuðum það, gerðum aftur breytingar og bættum það enn frekar og framkvæmdum aðrar prófanir. Þessvegna hefur þetta tekið svona langan tíma“, segir starfsmaður hjá Boeing sem vill ekki koma fram undir nafni. - „Við vildum ekki flýta okkur of mikið þar sem það er ekki rétta leiðin þegar kemur að svona hlutum“.

Næsta verkefni sem Boeing stendur frammi fyrir er að vinna traust viðskiptavina á ný og fá vottun frá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) fyrir uppfærslunni en flugmálayfirvöld meðal margra landa ætla hinsvegar að framkvæma sína eigin úttekt áður en vottun verður gefin út og er ekki vitað hvað það mun taka langan tíma.

Gert er ráð fyrir að Boeing 737 MAX muni hefja sig á loft að nýju um leið og flugmálayfirvöld hjá hverju landi fyrir sig gefa út nýja vottun en Boeing segir að tæknilega séð sé MAX-þotan tilbúin til að hefja sig á loft að nýju.  fréttir af handahófi

United setur pressu á Boeing varðandi nýju 797 þotuna

19. júlí 2019

|

United Airlines hefur sett pressu á Boeing varðandi nýju farþegaþotuna sem til stendur að komi á markaðinn sem talið er að muni heita Boeing 797 en flugfélagið bandaríska er samt sem áður til í að gef

Ákváðu að sleppa MAX-nafninu í yfirlýsingu um pöntun

20. júní 2019

|

Svo virðist sem að British Airways hafi komið af stað umræðum varðandi framtíð MAX vörumerkisins eftir að flugfélagið breska tilkynnti um fyrirhugaða pöntun í 200 Boeing 737 MAX þotur í vikunni en Br

Manston-flugvöllur mun opna aftur í stað 3.700 nýrra íbúða

8. júlí 2019

|

London mun að öllum líkindum aftur verða „sjö flugvalla borg“ þar sem til stendur að taka aftur í notkun Manston-flugvöllinn sem lokaði árið 2014.

  Nýjustu flugfréttirnar

Tvö ókeypis námskeið hefjast í næstu viku hjá Keili

18. júlí 2019

|

Í næstu viku munu tvö námskeið hefjast á vegum Flugakademíu Keilis, annars vegar grunnnámskeið um einka- og atvinnuflugnám og hinsvegar námskeið fyrir ungt fólk um flugtengd störf en bæði námskeiðin

Fær reikning upp á 13 milljónir vegna dólgsláta um borð

18. júlí 2019

|

Annar flugdólgur hefur nú fengið himinháan reikning í bakið fyrir ósæmilega hegðun um borð í flugvél sem var í þetta skiptið á leið til Tyrklands frá Bretlandi en áhöfn vélarninar neyddist til þess

Aðeins 200 kíló eftir af eldsneyti í tönkunum við lendingu

18. júlí 2019

|

Farþegaþota á Indlandi var aðeins sex mínútum frá því að hafa klárað allt eldsneyti um borð áður en hún náði að lenda á flugvellinum í Delí fyrr í vikunni.

Fimm ár síðan að flug MH17 var skotið niður yfir Úkraínu

17. júlí 2019

|

Fimm ár eru í dag liðin frá því að Boeing 777 farþegaþota, flug MH17, á vegum Malaysia Airlines fórst nálægt bænum Hrabove í Úkraínu eftir að hafa verið skotin niður með flugskeyti á leið sinni frá A

Air Lease fær grænt ljós á að sækja Airbus-þotuna

17. júlí 2019

|

Bandaríska flugvélaleigan Air Lease Corporation hefur fengið grænt ljós á að sækja Airbus A321 þotu í eigu fyrirtækisins sem staðið hefur á Keflavíkurflugvelli frá gjaldþroti WOW air eftir að Héraðsdó

Flugfélag kærir Youtube-stjörnu vegna myndatöku um borð

17. júlí 2019

|

Flugfélagið Garuda hefur kært Youtube-stjörnu í Indónesíu fyrir ærumeiðingar eftir að viðkomandi aðili, sem er þekktur myndbandsbloggari þar í landi, gerði grín að flugfélaginu á samfélagsmiðlum.

Fyrsta P-8A herflugvélin fyrir Bretland flýgur fyrsta flugið

16. júlí 2019

|

Fyrsta Boeing P-8A Poseidon herflugvélin fyrir breska flugherinn flaug sitt fyrsta flug á dögunum frá flugvellinum í Renton nálægt Seattle og markar þetta upphafið af flugprófunum með P-8A flugvélarn

Loka starfsstöðvum vegna seinkana á nýjum MAX-þotum

16. júlí 2019

|

Ryanair hefur sent frá sér tilkynningu þar sem félagið segir að til komi að skera niður starfsemi félagsins með því að loka nokkrum starfsstöðvum í haust sem má rekja til kyrrsetningu á Boeing 737 MA

Fyrsta A320neo þota Atlantic Airways komin til Færeyja

15. júlí 2019

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur tekið við fyrstu Airbus A320neo þotunni sem ber skráninguna OY-RCK og var hún afhent ný til félagsins um helgina.

Fallhlífarstökksflugvél ók á kyrrstæða kennsluvél í Slóvakíu

15. júlí 2019

|

Engann sakaði er tvær flugvélar rákust saman á jörðu niðri í Slóvakíu í gær en önnur vélin, af gerðinni Pilatus PC-6, ók á kyrrstæða Diamond DA40 flugvél sem var mannlaus.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00