flugfréttir

Uppfærslan tilbúin: Þetta er breytingarnar á MCAS-kerfinu

- „Boeing 737 MAX er tilbúin til að fara aftur í loftið og er örugg flugvél“

29. mars 2019

|

Frétt skrifuð kl. 07:06

Boeing segir að uppfærslan á MCAS-kerfinu sé tilbúin fyrir flugfélög

Boeing hefur formlega kynnt nýju uppfærsluna á MCAS-kerfinu á Boeing 737 MAX þotunni fyrir fjölmiðlum og flugmönnum við kynningarathöfn sem fram fór í verksmiðjunum í Renton í Washington-fylki sl. miðvikudag.

Boeing ítrekað að Boeing 737 MAX sé örugg flugvél og útskýrðu yfirmenn og verkfræðingar þær lagfæringar og uppfærslur sem gerðar voru á MCAS-kerfinu. Yfirmenn framleiðandans vildi ekki fara út í þá sálma að ræða atriði sem snerta flugslysin tvö í Indónesíu og Eþíópíu og vildi eingöngu ræða og kynna nýju uppfærsluna á kerfinu.

MCAS-kerfið tengist hæðarstýri vélarinnar sem er hönnun sem innleidd var upphaflega er breyting var gerð stélfleti á Boeing 737NG út frá fyrstu Boeing 737 Classic þotunni en MCAS-kerfið var þróað við hönnunina á Boeing 737 MAX.

MCAS-kerfinu var komið fyrir til að leiðrétta loftflæðilegar breytingar sem urðu á Boeing 737 MAX þotunni þar sem hreyflar hennar eru bæði þyngri og staðsettir framar á vængnum samanborið við Boeing 737NG sem hefur áhrif á massamiðju vélarinnar og er ætlað að forða flugvélinni frá ofrisi við aukið áfallshorn en áfallshorn eykst á öllum flugvélum til að mynda í flugtaki.

Útskýring á því hvernig MCAS-kerfið virkar. Um er að ræða upprunalegt kerfi

MCAS-kerfið fer í gang þegar sjálfstýring vélarinnar er ekki virk og flapar eru uppi og reiðir MCAS-kerfið sig á upplýsingar sem koma frá áfallshornsskynjurum. Ef skynjararnir greina að nef vélarinnar sé farið að vísa óeðlilega mikið upp á við þá senda þeir boð til MCAS-kerfisins um að leiðrétta með því að ýta hæðarstýrinu niður sem dregur úr halla vélarinnar um þverásinn.

Tveir AoA-skynjarar og tölva fylgist með misræmi milli þeirra

Nýja uppfærslan á MCAS-kerfinu mun reiða sig á upplýsingar frá tveimur áfallshornsskynjurum og mun tölva fylgjast með ef meira en 5,5° misræmi verður á áfallshorninu („angle of attack“) á upplýsingum frá sitthvorum skynjurunum en ef svo er þá mun MCAS-kerfið aftengja sig sjálfkrafa.

Þá mun kerfið með nýju uppfærslunni ekki kveikja á sér ítrekað aftur og aftur og mun kerfið sjá til þess að flugmenn geti sjálfir brugðist við með því að grípa inn í.

Tekur um eina klukkstund að koma uppfærslunni fyrir í hverja þotu

Þá hefur Boeing þróað uppfærslu með „AoA-disagree“ viðvörunarljósi í „Primary Flight Display“ skjánum (PFD) fyrir þá viðskiptavini sem kjósa þá viðbót án endurgjalds.

Michel Merluzeau, yfirmaður hjá flugmarkaðs- og ráðgjafarfyrirtækinu AIR, segist vera mjög ánægður með það sem Boeing hafði að segja um nýju uppfærsluna á kynningarfundinum og telur að þeir hafi náð að koma með mjög góða lausn á málinu.

Stjórnklefinn á Boeing 737 MAX

Boeing hefur einnig lokið við að þróa þjálfunarverkefni sem flugmenn á Boeing 737 MAX munu þurfa að kynna sér varðandi uppfærsluna áður en þeir snúa aftur í stjórnklefann.

Boeing segir að það muni taka um einn dag að koma nýju uppfærslunni til hvers flugfélags og mun það taka flugvirkja hjá flugfélögum um eina klukkustund að uppfæra kerfið í hverja flugvél.

Þróunin á uppfærslunni hófst strax í kjölfar Lion Air slyssins

„Þróunin á uppfærslunni hófst strax í kjölfar fyrra slyssins hjá Lion Air þann 29. október. Við þróuðum kerfið fyrst, breyttum því, prófuðum það, gerðum aftur breytingar og bættum það enn frekar og framkvæmdum aðrar prófanir. Þessvegna hefur þetta tekið svona langan tíma“, segir starfsmaður hjá Boeing sem vill ekki koma fram undir nafni. - „Við vildum ekki flýta okkur of mikið þar sem það er ekki rétta leiðin þegar kemur að svona hlutum“.

Næsta verkefni sem Boeing stendur frammi fyrir er að vinna traust viðskiptavina á ný og fá vottun frá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) fyrir uppfærslunni en flugmálayfirvöld meðal margra landa ætla hinsvegar að framkvæma sína eigin úttekt áður en vottun verður gefin út og er ekki vitað hvað það mun taka langan tíma.

Gert er ráð fyrir að Boeing 737 MAX muni hefja sig á loft að nýju um leið og flugmálayfirvöld hjá hverju landi fyrir sig gefa út nýja vottun en Boeing segir að tæknilega séð sé MAX-þotan tilbúin til að hefja sig á loft að nýju.  fréttir af handahófi

Uzbekistan setur á sölu sex Boeing 767 og 757 þotur

3. september 2019

|

Uzbekistan Airways hefur auglýst til sölu nokkrar Boeing-þotur auk þess sem félagið freistar þess að selja einnig farþegaflugvélar af gerðinni Ilyushin Il-114.

Eitt elsta flugfélag Frakklands óskar eftir gjaldþrotaskiptum

4. september 2019

|

Aigle Azur, eitt elsta flugfélag Frakklands, hefur óskað eftir því að verða tekið til gjaldþrotaskipta vegna slæms fjárhags félagsins auk deilna milli hluthafa.

Panta 22 rafmagnsflugvélar frá Bye Aerospace

22. ágúst 2019

|

Rafmagnsflugvélaframleiðandinn Bye Aerospace í Bandaríkjunum hefur fengið pöntun í 22 eintök af eFlyer 4 flugvélinni sem er lítil tveggja sæta flugvél, knúin áfram með rafmagnsmótor.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fjarlægði klossa frá nefhjólinu og fékk skrúfuna í sig

14. október 2019

|

Kona í Bandaríkjunum slasaðist er hún varð fyrir loftskrúfu á lítilli flugvél af gerðinni Cessna C172 Skyhawk á flugvellinum í bænum Key West, syðst á Flórída-skaga, sl. laugardagskvöld.

Boða aðgerðir gegn gjaldþroti meðal flugfélaga

14. október 2019

|

Ríkisstjórn Bretlands ætlar að fara að stað með aðgerðir er kemur að gjaldþrotum meðal flugfélaga og stendur til að kynna nýja löggjöf sem mun auðvelda gjaldþrotaferli og aðgerðir er snúa að því að k

El Al hættir með júmbó-þotuna í nóvember

14. október 2019

|

El Al Israel Airlines mun hætta með júmbó-þotuna um næstu mánaðarmót og hefur flugfélagið ákveðið dagsetningu fyrir síðasta áætlunarflugið með Boeing 747.

Cabo Verde Airlines mun hefja flug til Nígeríu

14. október 2019

|

Cabo Verde Airlines hefur tilkynnt að félagið mun hefja beint áætlunarflug frá Grænhöfðaeyjum til Lagos í Nígeríu.

American í viðræðum við GOL um mögulegt samstarf

11. október 2019

|

American Airlines á nú í viðræðum við brasilíska flugfélagið GOL með samstarf í huga.

Einn af gömlu íslensku Fokker 50 eyðilagðist í óhappi í Kenýa

11. október 2019

|

Ein af þeim fjórum Fokker 50 flugvélum, sem Flugfélag Íslands hafði í flota sínum til margra ára, eyðilagðist í dag er hún fór út af braut í flugtaki í Kenýa er hún var í innanlandsflugi fyrir kenýsk

Aukin eftirspurn eftir flugsætum eftir gjaldþrot Thomas Cook

11. október 2019

|

Breska lágfargjaldafélagið Jet2.com hefur fundið fyrir aukinni eftirspurn eftir flugsætum eftir gjaldþrot Thomas Cook og sér félagið því fram á að rekstarafkoma félagsins eigi eftir að koma út í ha

Airbus hefur afhent 1.000 þotur úr A320neo fjölskyldunni

10. október 2019

|

Airbus hefur náð þeim áfanga að hafa afhent 1.000 flugvélar úr Airbus A320neo fjölskyldunni en sú þúsundasta var afhent frá verksmiðjum Airbus í Hamborg á dögunum.

Klifraði ofan á Embraer-þotu British Airways

10. október 2019

|

British Airways þurfti að hætta við áætlunarflug sitt í dag frá London City flugvellinum til Amsterdam eftir að maður klifraði ofan á eina af Embraer-þotum félagsins rétt fyrir brottför.

Ein ný þota í flotann á tveggja vikna fresti næstu 10 árin

8. október 2019

|

Lufthansa mun taka við nýrri þotu beint úr verksmiðju á tveggja vikna fresti næstu 10 árin eða til ársins 2029.