flugfréttir

Hvetur farþega til að hafa traust á öryggismálum í fluginu

- Segir að umræðan með Boeing 737 MAX rýri traust fólks á flugöryggi

7. júní 2019

|

Frétt skrifuð kl. 11:41

Boeing 737 MAX þota hjá Garuda Indonesia

Yfirmaður Samtaka flugfélaga í Asíu og á Kyrrahafssvæðinu (AAPA) hvetur farþega til að láta ekki umfjöllun fjölmiðla og umræður á samfélagsmiðlum gangvart Boeing 737 MAX hafa áhrif á traust þeirra á flugiðnaðinum þrátt fyrir þá erfiðleika sem Boeing 737 MAX hefur gengið í gegnum undanfarnar vikur.

Andrew Herdman, yfirmaður Association of Asia Pacific Airlines, tekur fram að öryggið í flugiðnaðinum sé gríðarlegt og stanslausar endurbætur eigi sér stað milli ára og sé það eitthvað sem gleymist þegar umræðan skorðast einungis við neikvæðu hlutina.

Bæði Boeing og Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa verið gagnrýnd af fjölmiðlum og stjórnvöldum vegna Boeing 737 MAX sem hafa spurt sig varðandi hvert álit almennings verður eftir að þotan fær aftur leyfi til þess að hefja sig á loft.

Þá hafa nokkrar kannanir verið gerðar sem hafa sýnt fram á að einhverjir farþegar eigi eftir að verða tregir til þess að vilja fljúga með Boeing 737 MAX fyrst um sinn.

Iðnaður sem snýst um öryggi en ekki bara viðskipti

„Það sem er nauðsynlegt að skilja er að þetta er ekki iðnaður sem setur viðskiptin í fyrsta sætið heldur öryggið“, segir Herdman. - „Það á við á öllum sviðum. Í framleiðslu, í hönnun og í starfsemi flugfélaga“.

Andrew Herdman, yfirmaður Association of Asia Pacific Airlines

Herdman bætir við að þetta snúist ekki bara um Boeing eða FAA heldur allt kerfið í heild sinni þar sem allir aðilar, sem koma að flugi, leggjast á eitt sem er að uppfylla alþjóðlega staðla sem heyra undir Alþjóðaflugmálastofnunina (ICAO).

„Ef við skoðum tölfræðina þá áttu sér stað eitt flugslys fyrir hverja 1 milljón flugferð fyrir 15 árum síðan. Það var fyrir 15 árum síðan. Í dag eru það eitt slys á hverja 5 milljónir flugferða. Árið 2017 var ekkert flugslys skráð í fluginu“, segir Herdman.

Herdman tekur fram að auðvitað séu það alltaf farþegar sem taka ákvörðun varðandi afstöðu þeirra til þess trausts sem þeir hafa á fluginu og sé það mismunandi eftir löndum. Hvert land lútar þeim reglum sem sett eru af flugmálayfirvöldum í sínu landi og fara flest lönd eftir reglugerðum frá ICAO.

„Það þurfa allir að hafa trú á því að öryggisferlið er enn til staðar og þetta snýst ekki bara um að reyna að endurheimta traust farþega. Það verða gerðar endurbætur með tilliti til niðurstaðna úr rannsóknum og flugmálayfirvöld munu vinna saman um að grípa til viðeigandi ráðstafana“.

Herdman segir að almenningur hafi verið frekar ringlaður varðandi ákvörðunina um að kyrrsetja Boeing 737 MAX þar sem sum lönd gripu fyrst til aðgerða á meðan önnur lönd héldu áfram að fljúga þotunum þar til hún varð kyrrsett að lokum um allan heim.

„Ríki heimsins og allur iðnaðurinn þarf að finna leið til að viðhalda trausti almennings betur en það sem átti sér stað núna seinast“, bætir Herman við.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga