flugfréttir
111 flugmenn færðir í 50 prósent starf í vetur
- 30 flugstjórar færðir til í stöðu flugmanns tímabundið

„Dyrhólaey“, fyrsta Boeing 737 MAX þotan sem afhent var til Icelandair
Alls verða 111 flugmenn hjá Icelandair færðir niður í 50 prósent starfshlutfall í vetur auk þess sem 30 flugstjórar verða færðir til tímabundið í stöðu flugmanns yfir hávetrartímann frá 1. desember til 1. apríl 2020.
Í tilkynningu frá Icelandair segir að þetta hafi verið ákveðið til þess að lágmarka þau áhrif sem kyrrsetning Boeing 737 MAX þotnanna hefur á rekstur félagsins auk þess sem ekki er vitað hver endanleg áhrif kyrrsetningin mun hafa á fjárhag félagsins.
Ekki er vitað hvenær Boeing 737 MAX þoturnar geta hafið sig til lofts á ný en Icelandair gerir ekki ráð fyrir þeim í rekstri á þessu ári
en vestanhafs er vonast til þess að vélarnar fái vottun að nýju fyrir lok ársins frá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA).
„Eins og áður hefur komið fram gerir Icelandair ekki ráð fyrir því að taka Boeing 737-MAX flugvélar á ný inn í rekstur félagsins fyrr en í byrjun næsta árs. Upphaflega gerði félagið ráð fyrir níu slíkum vélum í flota sínum á þessu ári“, segir í tilkynningu frá Icelandair.
Þá kemur fram að kyrrsetningin veldur jafnframt óvissu varðandi afhendingu fimm nýrra MAX véla sem áætlaðar voru til afhendingar snemma á næsta ári og er um að ræða fordæmalausa
stöðu sem hefur umtalsverð neikvæð áhrif á rekstur félagsins sem og flugáætlun í vetur.

Þrjár Boeing 737 MAX þotur Icelandair sem bíða þess að verða afhentar á athafnasvæði Boeing í Seattle ásamt fleiri Boeing 737 MAX þotum
Icelandair og Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hafa á þessu ári unnið saman að því að skapa tækifæri til þess að takast á við sveiflur í áhafnaþörf félagsins með öðrum leiðum en áður hefur tíðkast og nú þegar hafa störf tæplega 100 flugmanna tekið breytingum yfir veturinn.
Fyrstu áhrif kyrrsetningarinnar fór að gæta í maí í vor er félagið sagði upp 45 flugmönnum sem flugu Boeing 737 MAX auk fleiri flugmanna sem
höfðu hafið þjálfun á vélarnar.


6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.