flugfréttir

Missti kaffibollann og hellti kaffi yfir fjarskiptabúnað

- Ástæða þess að A330 snéri við yfir Atlantshafi til Shannon á Írlandi

12. september 2019

|

Frétt skrifuð kl. 13:46

Þotan var á leið frá Frankfurt til Cancun þann 6. febrúar á þessu ári þegar atvikið átti sér stað

Rannsóknaraðilar í Bretlandi hafa komist að því að flugstjóri einn á Airbus A330 breiðþotu frá flugfélaginu Condor notaði ekki glasahaldara fyrir kaffibollann sinn sem varð til þess að hann hellti óvart kaffi úr bollanum sem skvettist yfir radíóbúnaðinn sem staðsettur er á milli flugmannanna tveggja.

Atvikið átti sér stað þann 6. febrúar á þessu ári en þotan var á leið frá Frankfurt til Cancun í Mexíkó og voru 326 farþegar um borð í vélinni.

Þotan var kominn inn yfir Atlantshafið og var staðsett í um 1.629 kílómetra fjarlægð (880 nm) vestur af Shannon á Írlandi í fluglagi FL360 þegar flugmennirnir lýstu yfir neyðarástandi vegna reyks í stjórnklefa.

Skömmu eftir að vélin var farin að hefja úthafsflug („oceanic crossing“) kom flugfreyja með kaffi til flugmannanna í kaffibolla en ekkert lok var á bollunum þar sem það var ekki til.

Rannsóknarnefnd flugslysa í Bretlandi segir að Airbus mæli með því að flugmenn noti glasahaldara fyrir kaffibolla en þar sem Condor var með aðra stærð af bollum þá gerði það flugmönnunum erfitt fyrir að nota glasahaldarana og setti flugstjórinn sinn bolla ofan á vinnuborð sem dregið er út í Airbus-þotum fyrir framan þá fyrir neðan stjórnskjánna (primary flight display / navigation display).

Í skýrslunni segir að mjög auðvelt sé fyrir flugmenn að rekast í bollann ef hann er staðsettur á borðinu en fram kemur að svo hafi einmitt gerst og fór kaffi á radíó-panelinn sem varð til þess að bilun kom upp og hætti búnaðurinn að virka skömmu síðar í kjölfar ofhitnunnar.

Airbus A330-200 þotan á flugvellinum í Shannon eftir að hún snéri við

20 mínútum síðar kom einnig upp bilun í fjarskiptapanelnum hjá aðstoðarflugmanninum með tilheyrandi rafmagnslykt og reyk en fram kemur í skýrslunni að ekki sé vitað hvers vegna það kerfi bilaði líka.

Bilunin hafði áhrif á VHF fjarskipti og kallkerfi vélarinnar í farþegarýminu en flugstjórinn ákvað að snúa við og lenti vélin á flugvellinum í Shannon á Írlandi tveimur klukkustundum síðar en flugmennirnir notuðust báðir við grímur þar sem rafmagnsreyk lagði um stjórnklefann.

Condor sá til þess að lok fyrir kaffibolla væru til staðar um borð í flugvélum félagsins á öllum flugleiðum í kjölfar atviksins og var einnig séð til þess að til staðar væru alltaf kaffibollar sem passa í glasahaldara í stjórnklefanum.

Þotan var í 20 klukkustundir á Shannon á meðan farþegarnir 326 gistu á hóteli á meðan viðgerð fór fram en því næst var henni flogið til Manchester þar sem hún stoppaði í tvær klukkustundir til að sækja aðra áhöfn en hélt að því næst af stað til Cancun.  fréttir af handahófi

Segir mikla vaxtarmöguleika framundan eftir faraldurinn

27. desember 2020

|

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segir að kórónaveirufaraldurinn eigi eftir að skapa mikil tækifæri fyrir sum flugfélög til þess að ná að vaxa enn frekar til þess að sinna mörkuðum sem ha

Dísel-útgáfa af Tecnam P2010 fær vottun frá EASA

25. október 2020

|

Ítalski flugvélaframleiðandinn Tecnam hefur fengið sérstaka vottun frá samgönguöryggisnefnd Evrópu (EASA) fyrir dísel-útgáfu af Tecnam P2010 flugvélinni.

Efnahagsbrotadeild rannsakar Bombardier og Garuda

5. nóvember 2020

|

Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar rannsakar nú starfshætti milli kanadíska flugvélaframleiðandans Bombardier og indónesíska flugfélagsins Garuda Indonesia vegna flugvélapöntunnar þar sem grunur

  Nýjustu flugfréttirnar

WestJet flýgur fyrsta flugið í Kanada á ný með 737 MAX

22. janúar 2021

|

Kanadíska flugfélagið WestJet flaug í gær fyrsta áætlunarflugið í Kanada með Boeing 737 MAX eftir 22 mánaða kyrrsetningu og er WestJet þá einnig fimmta flugfélagið í heiminum til að hefja áætlunarflu

Jet2.com og Jet2CityBreaks fljúga til Íslands í sumar

22. janúar 2021

|

Breska flugfélagið Jet2.com og ferðaskrifstofan Jet2CityBreaks ætla að bjóða upp á flug og borgarferðir frá Manchester á Englandi til Íslands sumarið 2022 en flogið verður á milli Keflavíkurflugvall

AERO flugsýningunni frestað fram á sumar

21. janúar 2021

|

Búið er að fresta flugsýningunni AERO sem fram átti að fara í apríl í þýsku borginni Friederickshafen.

Nauðlenti á hraðbraut í Texas

21. janúar 2021

|

Lítil eins hreyfils flugvél neyddist til þess að lenda á hraðbraut í Texas í Bandaríkjunum í gær eftir að upp kom bilun í mótor.

KLM aflýsir öllu langflugi tímabundið

21. janúar 2021

|

Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines ætlar að fella niður allt langflug tímabundið til annarra heimsálfa til og frá Amsterdam frá og með morgundeginum.

Norska ríkið reiðubúið að aðstoða Norwegian

21. janúar 2021

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur lýst því yfir að ríkisstjórn Noregs ætli sér að styðja við bakið á flugfélaginu með fyrirhugaðri fjárhagsaðstoð.

IAG mun kaupa Air Europa fyrir helmingi lægra verð

20. janúar 2021

|

International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways, mun kaupa spænska flugfélagið Air Europa fyrir helmingi lægra verð en upphaflega stóð til að greiða fyrir félagið þegar tilkynnt var u

Titan Airways fær sína fyrstu Airbus A321P2F fraktþotu

19. janúar 2021

|

Breska flugfélagið Titan Airways verður annað flugfélagið til þess að taka í notkun fraktþotu af gerðinni Airbus A321 sem hefur verið breytt úr farþegaflugvél til þess að flytja eingöngu vörur.

Hlutafé Isavia aukið um 15 milljarða

19. janúar 2021

|

Gengið var frá 15 milljarða króna hlutafjáraukningu á hluthafafundi Isavia sem haldinn var þann 12. janúar síðastliðinn en hlutafjáraukningunni er ætlað að mæta rekstrartapi vegna COVID-19

Rann út af braut við flugprófanir

19. janúar 2021

|

Irkut MC-21 tilraunarþota frá rússneska flugvélaframleiðandanum United Aircraft Corporation rann út af braut í gær í Rússlandi er flugvélin var í flugprófunum.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00