flugfréttir

Missti kaffibollann og hellti kaffi yfir fjarskiptabúnað

- Ástæða þess að A330 snéri við yfir Atlantshafi til Shannon á Írlandi

12. september 2019

|

Frétt skrifuð kl. 13:46

Þotan var á leið frá Frankfurt til Cancun þann 6. febrúar á þessu ári þegar atvikið átti sér stað

Rannsóknaraðilar í Bretlandi hafa komist að því að flugstjóri einn á Airbus A330 breiðþotu frá flugfélaginu Condor notaði ekki glasahaldara fyrir kaffibollann sinn sem varð til þess að hann hellti óvart kaffi úr bollanum sem skvettist yfir radíóbúnaðinn sem staðsettur er á milli flugmannanna tveggja.

Atvikið átti sér stað þann 6. febrúar á þessu ári en þotan var á leið frá Frankfurt til Cancun í Mexíkó og voru 326 farþegar um borð í vélinni.

Þotan var kominn inn yfir Atlantshafið og var staðsett í um 1.629 kílómetra fjarlægð (880 nm) vestur af Shannon á Írlandi í fluglagi FL360 þegar flugmennirnir lýstu yfir neyðarástandi vegna reyks í stjórnklefa.

Skömmu eftir að vélin var farin að hefja úthafsflug („oceanic crossing“) kom flugfreyja með kaffi til flugmannanna í kaffibolla en ekkert lok var á bollunum þar sem það var ekki til.

Rannsóknarnefnd flugslysa í Bretlandi segir að Airbus mæli með því að flugmenn noti glasahaldara fyrir kaffibolla en þar sem Condor var með aðra stærð af bollum þá gerði það flugmönnunum erfitt fyrir að nota glasahaldarana og setti flugstjórinn sinn bolla ofan á vinnuborð sem dregið er út í Airbus-þotum fyrir framan þá fyrir neðan stjórnskjánna (primary flight display / navigation display).

Í skýrslunni segir að mjög auðvelt sé fyrir flugmenn að rekast í bollann ef hann er staðsettur á borðinu en fram kemur að svo hafi einmitt gerst og fór kaffi á radíó-panelinn sem varð til þess að bilun kom upp og hætti búnaðurinn að virka skömmu síðar í kjölfar ofhitnunnar.

Airbus A330-200 þotan á flugvellinum í Shannon eftir að hún snéri við

20 mínútum síðar kom einnig upp bilun í fjarskiptapanelnum hjá aðstoðarflugmanninum með tilheyrandi rafmagnslykt og reyk en fram kemur í skýrslunni að ekki sé vitað hvers vegna það kerfi bilaði líka.

Bilunin hafði áhrif á VHF fjarskipti og kallkerfi vélarinnar í farþegarýminu en flugstjórinn ákvað að snúa við og lenti vélin á flugvellinum í Shannon á Írlandi tveimur klukkustundum síðar en flugmennirnir notuðust báðir við grímur þar sem rafmagnsreyk lagði um stjórnklefann.

Condor sá til þess að lok fyrir kaffibolla væru til staðar um borð í flugvélum félagsins á öllum flugleiðum í kjölfar atviksins og var einnig séð til þess að til staðar væru alltaf kaffibollar sem passa í glasahaldara í stjórnklefanum.

Þotan var í 20 klukkustundir á Shannon á meðan farþegarnir 326 gistu á hóteli á meðan viðgerð fór fram en því næst var henni flogið til Manchester þar sem hún stoppaði í tvær klukkustundir til að sækja aðra áhöfn en hélt að því næst af stað til Cancun.  fréttir af handahófi

87 flugmönnum sagt upp hjá Icelandair

25. september 2019

|

Icelandair hefur sagt upp 87 flugmönnum hjá félaginu og hefur félagið ákveðið að grípa til þeirra aðgerða sem koma í stað ákvörðunar um að lækka 111 flugmenn niður í hálft starf eins og upphaflega st

FAA íhugar að fyrirskipa skoðun á hreyflum á A220

12. september 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) íhuga nú að fara fram á að ítarleg skoðun verði framkvæmd á hreyflum á Airbus A220 (CSeries) þotunum í kjölfar þriggja atvika sem hafa komið upp þar sem slökkva þurf

„Væri rekið með tapi þótt við myndum fljúga í sjálfboðavinnu“

10. september 2019

|

Flugmenn hjá Kenya Airways hafa gagnrýnt stjórn félagsins fyrir að saka flugmenn um það hvernig er komið fyrir félaginu en stjórn félagsins telu flugmenn vera orsök þess að félagið sé búið að vera re

  Nýjustu flugfréttirnar

CAE og easyJet semja um þjálfun á 1.000 cadet-flugnemum

15. nóvember 2019

|

Fyrirtækið CAE hefur gert langtímasamning við breska flugfélagið easyJet um þjálfun á allt að 1.000 nýjum flugnemum í cadet-flugnámi.

Flaug 19 tíma beint flug frá London Heathrow til Sydney

15. nóvember 2019

|

Ástralska flugfélagið Qantas flaug lauk í nótt beinu flugi milli London Heathrow og Sydney í Ástralíu en um annað tilraunaflug félagsins af þremur er að ræða þar sem félagið prófar grundvöll fyrir mj

Flugmaður tók óvart köttinn með í 14 tíma flug til Ástralíu

15. nóvember 2019

|

Flugmaður einn hjá Etihad Airways lenti í því á dögunum að hann tók óvart köttinn sinn með sér í vinnuna og flaug með hann í 14 tíma til suðurhvels jarðar á meðan hann taldi kisa vera heima að passa h

Lækka verð á notaðri Boeing 757 þotu um helming

14. nóvember 2019

|

Nepal Airlines hefur ákveðið að slá af verðinu um helming á seinni Boeing 757 þotunni sem félagið reynir nú að selja en tvisvar frá því í sumar hefur félagið reynt að selja vélina en án árangurs.

Hvetja Þjóðverja til þess að hætta að fljúga

13. nóvember 2019

|

Hundruðir tóku þátt í friðsamlegum mótmælum á flugvellinum í Frankfurt sl. mánudag þar sem flugsamgöngum var mótmælt með loftslags- og umhverfismarkmið að leiðarljósi.

BelugaXL fær vottun frá EASA

13. nóvember 2019

|

BelugaXL, nýja flutningaflugvél Airbus, hefur fengið flughæfnisvottun frá evrópskum flugmálayfirvöldum (EASA) en 16 mánuðir eru frá því að fyrsta BelugaXL þotan flaug sitt fyrsta flug.

Mooney hættir starfsemi og segir upp öllu starfsfólki

13. nóvember 2019

|

Flugvélaframleiðandinn Mooney Aircraft Company hefur hætt starfsemi sinni eftir 90 ára rekstur og hefur næstum öllu starfsfólki verið sagt upp.

Lufthansa nær sáttum við flugfreyjur og flugþjóna

13. nóvember 2019

|

Engar frekari verkfallsaðgerðir eru framundan eftir að Lufthansa náði samkomulagi við þýska verkalýðsfélagið UFO sem fer fyrir flugfreyjum og flugþjónum félagsins.

MD-11 þota fékk gæsir í alla þrjá hreyflana

12. nóvember 2019

|

Fraktþota af gerðinni McDonnell Douglas MD-11 frá UPS (United Parcel Service) þurfti að snúa við skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í Kansas City í seinustu viku eftir að vélin flaug í gegnum hóp

Meðvindur og slæm bremsa orsök þess að þota rann út af

12. nóvember 2019

|

Flest bendir til þess að meðvindur í lendingu og slæm bremsuskilyrði hafi verið orsök þess að farþegaþota af gerðinni Embraer ERJ-145 frá American Eagle rann út af braut skömmu eftir lendingu á O´Har

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00