flugfréttir

Missti kaffibollann og hellti kaffi yfir fjarskiptabúnað

- Ástæða þess að A330 snéri við yfir Atlantshafi til Shannon á Írlandi

12. september 2019

|

Frétt skrifuð kl. 13:46

Þotan var á leið frá Frankfurt til Cancun þann 6. febrúar á þessu ári þegar atvikið átti sér stað

Rannsóknaraðilar í Bretlandi hafa komist að því að flugstjóri einn á Airbus A330 breiðþotu frá flugfélaginu Condor notaði ekki glasahaldara fyrir kaffibollann sinn sem varð til þess að hann hellti óvart kaffi úr bollanum sem skvettist yfir radíóbúnaðinn sem staðsettur er á milli flugmannanna tveggja.

Atvikið átti sér stað þann 6. febrúar á þessu ári en þotan var á leið frá Frankfurt til Cancun í Mexíkó og voru 326 farþegar um borð í vélinni.

Þotan var kominn inn yfir Atlantshafið og var staðsett í um 1.629 kílómetra fjarlægð (880 nm) vestur af Shannon á Írlandi í fluglagi FL360 þegar flugmennirnir lýstu yfir neyðarástandi vegna reyks í stjórnklefa.

Skömmu eftir að vélin var farin að hefja úthafsflug („oceanic crossing“) kom flugfreyja með kaffi til flugmannanna í kaffibolla en ekkert lok var á bollunum þar sem það var ekki til.

Rannsóknarnefnd flugslysa í Bretlandi segir að Airbus mæli með því að flugmenn noti glasahaldara fyrir kaffibolla en þar sem Condor var með aðra stærð af bollum þá gerði það flugmönnunum erfitt fyrir að nota glasahaldarana og setti flugstjórinn sinn bolla ofan á vinnuborð sem dregið er út í Airbus-þotum fyrir framan þá fyrir neðan stjórnskjánna (primary flight display / navigation display).

Í skýrslunni segir að mjög auðvelt sé fyrir flugmenn að rekast í bollann ef hann er staðsettur á borðinu en fram kemur að svo hafi einmitt gerst og fór kaffi á radíó-panelinn sem varð til þess að bilun kom upp og hætti búnaðurinn að virka skömmu síðar í kjölfar ofhitnunnar.

Airbus A330-200 þotan á flugvellinum í Shannon eftir að hún snéri við

20 mínútum síðar kom einnig upp bilun í fjarskiptapanelnum hjá aðstoðarflugmanninum með tilheyrandi rafmagnslykt og reyk en fram kemur í skýrslunni að ekki sé vitað hvers vegna það kerfi bilaði líka.

Bilunin hafði áhrif á VHF fjarskipti og kallkerfi vélarinnar í farþegarýminu en flugstjórinn ákvað að snúa við og lenti vélin á flugvellinum í Shannon á Írlandi tveimur klukkustundum síðar en flugmennirnir notuðust báðir við grímur þar sem rafmagnsreyk lagði um stjórnklefann.

Condor sá til þess að lok fyrir kaffibolla væru til staðar um borð í flugvélum félagsins á öllum flugleiðum í kjölfar atviksins og var einnig séð til þess að til staðar væru alltaf kaffibollar sem passa í glasahaldara í stjórnklefanum.

Þotan var í 20 klukkustundir á Shannon á meðan farþegarnir 326 gistu á hóteli á meðan viðgerð fór fram en því næst var henni flogið til Manchester þar sem hún stoppaði í tvær klukkustundir til að sækja aðra áhöfn en hélt að því næst af stað til Cancun.  fréttir af handahófi

Myndband: Nauðlending á hraðbraut í Kanada

16. apríl 2020

|

Flugmaður lítillar einkaflugvélar af gerðinni Piper PA-28 Cherokee neyddist til þess að lenda á hraðbraut í Kanada í morgun eftir að vandræði kom upp með gang í mótor vélarinnar.

Ferðabannið hefur áhrif á 17.000 flugferðir yfir Atlantshafið

12. mars 2020

|

Ferðabann á milli Bandaríkjanna og Evrópu, sem mun taka í gildi á morgun, mun hafa áhrif á allt að 17.000 flugferðir sem fyrirhugaðar er fram og til baka yfir Atlantshafið næstu 30 daga.

Starfsmenn bæði hjá Boeing og Airbus greinast með COVID-19

13. mars 2020

|

Kórónaveirusmit hafa greinst meðal starfsmanna hjá báðum flugvélaframleiðendunum, Boeing og Airbus, en Boeing hefur staðfest að starfsmaður í verksmiðjunum í Everett hafi greinst jákvæður gagnvart CO

  Nýjustu flugfréttirnar

Banna kínverskum flugfélögum að fljúga til Bandaríkjanna

3. júní 2020

|

Bandarísk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau ætli að banna kínverskum flugfélögum að fljúga til Bandaríkjanna á þeim grundvelli að ekkert bandarískt flugfélag fær að fljúga til Kína í dag og hefur band

TUI nær samkomulagi um skaðabætur vegna 737 MAX

3. júní 2020

|

Flugfélagið TUI hefur tilkynnt að félagið hafi náð samkomulagi um skaðabætur við Boeing vegna Boeing 737 MAX vélanna á sama tíma og félagið hefur gert nýja afhendingaráætlun við flugvélaframleiðanda

Stefna á að fljúga 75 prósent af leiðarkerfinu í ágúst

2. júní 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet áætlar að félagið muni fljúga til helmings allra áfangastaða í leiðarkerfinu í júlí og er stefnt á að í ágúst muni félagið fljúga til 75% af öllum þeim 1.022 flugl

Emirates SkyCargo flýgur með frakt til 30 nýrra áfangastaða

2. júní 2020

|

Emirates SkyCargo, fraktflugfélag Emirates, hefur aukið umsvif sín til muna frá því í mars í kjölfar kórónaveirufaraldursins og hefur áfangastöðum félagsins fjölgað töluvert.

Lækka skatta fyrir flugfélög á Grikklandi

1. júní 2020

|

Ríkisstjórnin á Grikklandi hefur ákveðið að verja 115 milljónum evra í obinbera aðstoð og björgunaraðgerða til flugiðnaðarins í landinu sem samsvarar 17 milljörðum króna.

Stefna á að bjarga South African í stað stofnun nýs flugfélags

1. júní 2020

|

Svo gæti farið að rekstri South African Airways sé mögulega bjargað fyrir horn en erlendir fréttamiðlar hafa birt gögnum sem lekið var í morgun sem sýna björgunaráætlun suður-afrísku ríkisstjórnarin

Láta af hendi 48 lendingarpláss í Frankfurt og Munchen

1. júní 2020

|

Stjórn Lufthansa hefur samþykkt að uppfylla kröfur þýska ríkisins og láta af hendi lendingar- og afgreiðslupláss á flugvöllunum í Frankfurt og í Munchen í skiptum fyrir fjárhagsaðstoð upp á 9 milljar

Um 60.000 störf í hættu ef SmartWings fer í gjaldþrot

29. maí 2020

|

Óttast er að það gæti haft áhrif á allt að 60.000 störf sem eru í hættu ef tékkneska fyrirtækið SmartWings Group verður gjaldþrota en fyrirtækið á meðal annars flugfélagið Czech Airlines.

Kínversk flugfélög fljúga fleiri flugferðir en þau bandarísku

29. maí 2020

|

Fleiri flugferðir áttu sér stað í farþegaflugi í Kína í maí heldur en í Bandaríkjunum og er þetta í fyrsta sinn sem farþegaflugið í Kína nær farþegafluginu í Bandaríkjunum er kemur að fjölda flugferð

Lenti á lokaðri flugbraut til þess að komast á ströndina

29. maí 2020

|

Slökkvilið á herflugvelli í Wales í Bretlandi þurfti að hafa afskipti af flugmann einum sl. mánudag eftir að hann lenti flugvél sinni þrátt fyrir að flugvöllurinn var lokaður.