flugfréttir

Missti kaffibollann og hellti kaffi yfir fjarskiptabúnað

- Ástæða þess að A330 snéri við yfir Atlantshafi til Shannon á Írlandi

12. september 2019

|

Frétt skrifuð kl. 13:46

Þotan var á leið frá Frankfurt til Cancun þann 6. febrúar á þessu ári þegar atvikið átti sér stað

Rannsóknaraðilar í Bretlandi hafa komist að því að flugstjóri einn á Airbus A330 breiðþotu frá flugfélaginu Condor notaði ekki glasahaldara fyrir kaffibollann sinn sem varð til þess að hann hellti óvart kaffi úr bollanum sem skvettist yfir radíóbúnaðinn sem staðsettur er á milli flugmannanna tveggja.

Atvikið átti sér stað þann 6. febrúar á þessu ári en þotan var á leið frá Frankfurt til Cancun í Mexíkó og voru 326 farþegar um borð í vélinni.

Þotan var kominn inn yfir Atlantshafið og var staðsett í um 1.629 kílómetra fjarlægð (880 nm) vestur af Shannon á Írlandi í fluglagi FL360 þegar flugmennirnir lýstu yfir neyðarástandi vegna reyks í stjórnklefa.

Skömmu eftir að vélin var farin að hefja úthafsflug („oceanic crossing“) kom flugfreyja með kaffi til flugmannanna í kaffibolla en ekkert lok var á bollunum þar sem það var ekki til.

Rannsóknarnefnd flugslysa í Bretlandi segir að Airbus mæli með því að flugmenn noti glasahaldara fyrir kaffibolla en þar sem Condor var með aðra stærð af bollum þá gerði það flugmönnunum erfitt fyrir að nota glasahaldarana og setti flugstjórinn sinn bolla ofan á vinnuborð sem dregið er út í Airbus-þotum fyrir framan þá fyrir neðan stjórnskjánna (primary flight display / navigation display).

Í skýrslunni segir að mjög auðvelt sé fyrir flugmenn að rekast í bollann ef hann er staðsettur á borðinu en fram kemur að svo hafi einmitt gerst og fór kaffi á radíó-panelinn sem varð til þess að bilun kom upp og hætti búnaðurinn að virka skömmu síðar í kjölfar ofhitnunnar.

Airbus A330-200 þotan á flugvellinum í Shannon eftir að hún snéri við

20 mínútum síðar kom einnig upp bilun í fjarskiptapanelnum hjá aðstoðarflugmanninum með tilheyrandi rafmagnslykt og reyk en fram kemur í skýrslunni að ekki sé vitað hvers vegna það kerfi bilaði líka.

Bilunin hafði áhrif á VHF fjarskipti og kallkerfi vélarinnar í farþegarýminu en flugstjórinn ákvað að snúa við og lenti vélin á flugvellinum í Shannon á Írlandi tveimur klukkustundum síðar en flugmennirnir notuðust báðir við grímur þar sem rafmagnsreyk lagði um stjórnklefann.

Condor sá til þess að lok fyrir kaffibolla væru til staðar um borð í flugvélum félagsins á öllum flugleiðum í kjölfar atviksins og var einnig séð til þess að til staðar væru alltaf kaffibollar sem passa í glasahaldara í stjórnklefanum.

Þotan var í 20 klukkustundir á Shannon á meðan farþegarnir 326 gistu á hóteli á meðan viðgerð fór fram en því næst var henni flogið til Manchester þar sem hún stoppaði í tvær klukkustundir til að sækja aðra áhöfn en hélt að því næst af stað til Cancun.  fréttir af handahófi

Sviffluga rakst á flugvél sem var með hana í togi í Kanada

29. júlí 2019

|

Tveir létust er svifflugvél rakst á flugvél sem var að toga hana á loft skammt frá flugklúbbi nálægt bænum Black Diamond í Alberta-ríki í Kanada fyrir helgi.

Von á niðurstöðum á úttekt á vottunarferli FAA í haust

25. júlí 2019

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur tilkynnt að í haust verða birtar niðurstöður ásamt athugasemdum varðandi vottunarferli meðal bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sem hefur verið til ra

Fékk fugla í báða hreyfla í flugtaki og nauðlenti á akri

15. ágúst 2019

|

Farþegaþota nauðlenti á maísakri í morgun í Rússlandi eftir að báðir hreyflar vélarinnar stöðvuðust eftir að þotan flaug í gegnum fuglager skömmu eftir flugtak frá Moskvu.

  Nýjustu flugfréttirnar

Indverjar framkvæma sína eigin úttekt á 737 MAX líkt og EASA

20. september 2019

|

Flugmálayfirvöld á Indlandi ætla að fara að fordæmi Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA) og framkvæma sína eigin úttekt á Boeing 737 MAX þotunum áður en indverskum flugfélögum verður gefið leyfi til þe

Boeing 787 lenti næstum því með hjólin uppi

20. september 2019

|

Litlu munaði að farþegaþota frá Vietnam Airlines hefði lent með hjólabúnaðinn uppi er vélin var í aðflugi að flugvellinum í Melbourne í Ástralíu í gær.

Czech Airlines flýgur frá Keflavík til Köben og áfram til Prag

20. september 2019

|

Fyrir gjaldþrot WOW air voru þrjú flugfélög sem flugu áætlunarflug milli Kaupmannahafnar og Keflavíkurflugvallar en sl. hálfa árið hafa aðeins tvö flugfélög deilt á milli sín fjölförnustu flugleiðinn

Boeing 737 hóf flugtaksbrun á akbraut á Schiphol

19. september 2019

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Hollandi hefur greint frá atviki sem átti sér stað fyrr í þessum mánuði er farþegaþota frá Transavia af gerðinni Boeing 737-800 hóf flugtak á akbraut („taxiway“) á Schiph

Láðist að tilkynna í tvígang um vandamál í hreyfli

18. september 2019

|

Flugmálayfirvöld á Indlandi hafa meinað þremur flugmönnum að fljúga tímabundið og einnig svipt tveimur flugvirkjum réttindum sínum fyrir að hafa ekki tilkynnt um víbring sem kom upp í hreyfli á Airb

Twin Otter með fjóra um borð saknað í Indónesíu

18. september 2019

|

Leit stendur nú yfir að Twin Otter farþegaflugvél af gerðinni Havilland DHC-5-6-400 í Indónesíu sem saknað er en vélin var í innanlandsflugi í nótt og fór í loftið frá flugvellinum í Timiki áleiðis t

Japan Airlines mögulegur kaupandi að Malaysia Airlines

17. september 2019

|

Möguleiki er á því að Japan Airlines muni kaupa stóran hlut í Malaysia Airlines sem gæti bjargað rekstri félagsins og komið honum á réttan kjöl en félagið hefur verið rekið með tapi frá því í febrúar

Flugmaðurinn týndi vegabréfinu fyrir brottför

17. september 2019

|

Ellefu klukkutíma seinkun varð á flugi hjá suður-kóreska lágfargjaldarfélaginu Tway Air eftir að annar flugmaðurinn uppgötvaði á flugvellinum að hann hefði týnt vegabréfinu sínu.

Draco-flugvél Mike Patey ónýt eftir flugtaksóhapp

17. september 2019

|

Engan sakaði er Draco, flugvél í eigu bandaríska flugmannsins Mike Patey, eyðilagðist er henni hlekktist á í flugtaki á flugvellinum í Reno í Nevada í Bandaríkjunum í gær.

Bannað að sitja í aftustu sætaröð í A320neo þotum Lufthansa

16. september 2019

|

Lufthansa hefur ákveðið að hindra aðgang farþega að síðustu sætaröðinni um borð í Airbus A320neo þotum félagsins sem eru ekki í boði eins og stendur þegar bókað er flug.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00