flugfréttir

Missti kaffibollann og hellti kaffi yfir fjarskiptabúnað

- Ástæða þess að A330 snéri við yfir Atlantshafi til Shannon á Írlandi

12. september 2019

|

Frétt skrifuð kl. 13:46

Þotan var á leið frá Frankfurt til Cancun þann 6. febrúar á þessu ári þegar atvikið átti sér stað

Rannsóknaraðilar í Bretlandi hafa komist að því að flugstjóri einn á Airbus A330 breiðþotu frá flugfélaginu Condor notaði ekki glasahaldara fyrir kaffibollann sinn sem varð til þess að hann hellti óvart kaffi úr bollanum sem skvettist yfir radíóbúnaðinn sem staðsettur er á milli flugmannanna tveggja.

Atvikið átti sér stað þann 6. febrúar á þessu ári en þotan var á leið frá Frankfurt til Cancun í Mexíkó og voru 326 farþegar um borð í vélinni.

Þotan var kominn inn yfir Atlantshafið og var staðsett í um 1.629 kílómetra fjarlægð (880 nm) vestur af Shannon á Írlandi í fluglagi FL360 þegar flugmennirnir lýstu yfir neyðarástandi vegna reyks í stjórnklefa.

Skömmu eftir að vélin var farin að hefja úthafsflug („oceanic crossing“) kom flugfreyja með kaffi til flugmannanna í kaffibolla en ekkert lok var á bollunum þar sem það var ekki til.

Rannsóknarnefnd flugslysa í Bretlandi segir að Airbus mæli með því að flugmenn noti glasahaldara fyrir kaffibolla en þar sem Condor var með aðra stærð af bollum þá gerði það flugmönnunum erfitt fyrir að nota glasahaldarana og setti flugstjórinn sinn bolla ofan á vinnuborð sem dregið er út í Airbus-þotum fyrir framan þá fyrir neðan stjórnskjánna (primary flight display / navigation display).

Í skýrslunni segir að mjög auðvelt sé fyrir flugmenn að rekast í bollann ef hann er staðsettur á borðinu en fram kemur að svo hafi einmitt gerst og fór kaffi á radíó-panelinn sem varð til þess að bilun kom upp og hætti búnaðurinn að virka skömmu síðar í kjölfar ofhitnunnar.

Airbus A330-200 þotan á flugvellinum í Shannon eftir að hún snéri við

20 mínútum síðar kom einnig upp bilun í fjarskiptapanelnum hjá aðstoðarflugmanninum með tilheyrandi rafmagnslykt og reyk en fram kemur í skýrslunni að ekki sé vitað hvers vegna það kerfi bilaði líka.

Bilunin hafði áhrif á VHF fjarskipti og kallkerfi vélarinnar í farþegarýminu en flugstjórinn ákvað að snúa við og lenti vélin á flugvellinum í Shannon á Írlandi tveimur klukkustundum síðar en flugmennirnir notuðust báðir við grímur þar sem rafmagnsreyk lagði um stjórnklefann.

Condor sá til þess að lok fyrir kaffibolla væru til staðar um borð í flugvélum félagsins á öllum flugleiðum í kjölfar atviksins og var einnig séð til þess að til staðar væru alltaf kaffibollar sem passa í glasahaldara í stjórnklefanum.

Þotan var í 20 klukkustundir á Shannon á meðan farþegarnir 326 gistu á hóteli á meðan viðgerð fór fram en því næst var henni flogið til Manchester þar sem hún stoppaði í tvær klukkustundir til að sækja aðra áhöfn en hélt að því næst af stað til Cancun.  fréttir af handahófi

Ríkisstjórn Rúmeníu ætlar að bjarga rekstri Tarom fyrir horn

17. janúar 2020

|

Ríkisstjórnin í Rúmeníu fundar nú um alvarlega stöðu hjá ríkisflugfélaginu Tarom og hafa staðið yfir viðræður um mögulegar leiðir til þess að bjarga rekstri félagsins.

Sukhoi prófar rússneskt loftkerfi fyrir Superjet-þotuna

17. febrúar 2020

|

Rússneski flugvélaframleiðandinn Sukhoi hefur hafið prófanir á nýju rússnesku loftræstikerfi fyrir Sukhoi Superjet 100 þotuna en markmiðið er að fjölga þeim íhlutum í þotunni sem eru smíðaðir í heima

Flogið tómum aftur til Bandaríkjanna 10 tímum eftir afhendingu til Doha

28. desember 2019

|

Fjórum splunkunýjum Dreamliner-þotum fyrir Qatar Airways af gerðinni Boeing 787-9 var í gær flogið aftur til baka tómum til Bandaríkjanna frá Doha í Katar eftir að þær höfðu nýlokið við 14 tíma afhen

  Nýjustu flugfréttirnar

Qatar Airways tryggir sér fjórðungshlut í móðurfélagi BA

21. febrúar 2020

|

Qatar Aiways hefur keypt frekari hlut í International Airlines Group (IAG), móðurfélagi British Airways og Iberia, fyrir um 600 milljónir bandaríkjadali (76 milljarða króna).

Lufthansa leggur 13 breiðþotum vegna kórónaveirunnar

21. febrúar 2020

|

Lufthansa hefur tekið 13 breiðþotur tímabundið úr flotanum sem verða kyrrsettar næstu vikurnar að minnsta kosti vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.

Setja fjórar Boeing 757 og Boeing 767 þotur á sölu

21. febrúar 2020

|

Flugfélagið Uzbekistan Airways hefur sett á sölu fjórar Boeing farþegaþotur en vélarnar sem félagið hefur ákveðið að losa sig við og selja eru tvær Boeing 757-200 þotur og tvær Boeing 767-300ER breið

Frakkar, Spánverjar og Þjóðverjar í samstarf um framtíðarorrustuþotu

21. febrúar 2020

|

Frakkar, Þjóðverjar og Spánverjar ætla í sameiningu að hefja þróun á nýrri kynslóð af orrustuþotu og mun samvinna um framleiðslu á prótótýpu hefjast innan fárra ára.

Að hætta með A380 kostar Air France yfir 50 milljarða

20. febrúar 2020

|

Air France segir að það muni kosta félagið um 52 milljarða króna að hætta með Airbus A380 risaþoturnar en félagið tilkynnti í fyrra að til stæða að taka allar risaþoturnar úr umferð á næstu tveimur á

Fyrsta flug Gulfstream G700

19. febrúar 2020

|

Nýja Gulfstream G700 einkaþotan flaug um helgina sitt fyrsta flug og hefjast þar með formlega flugprófanir fyrir þessa nýju einkaþotu sem á að koma á markaðinn árið 2022.

Tvær flugvélar rákust saman á flugi í Ástralíu

19. febrúar 2020

|

Fjórir létu lífið í árekstri sem varð á milli tveggja flugvéla í Ástralíu í nótt þegar vélarnar rákust saman á flugi nálægt flugvellinum í bænum Mangalore, skammt norður af Melbourne.

Gleymdi að setja hjólin niður í þjálfun á King Air

19. febrúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) gaf út skýrslu á dögunum varðandi atvik sem átti sér stað er flugmaður gleymdi að setja niður hjólin er hann var í undirbúningi fyrir tegundarpróf

Húsleit gerð hjá Avianca vegna gruns um mútur

19. febrúar 2020

|

Aðilar frá öryggis- og leynisþjónustu á vegum ríkisstjórnar Kólumbíu gerðu húsleit í höfuðstöðvum flugfélagsins Avianca í Bogóta í síðustu viku í tengslum við rannsókn á mútum og spillingu innan her

Air Canada semur um bætur við Boeing vegna MAX-vélanna

18. febrúar 2020

|

Air Canada hefur náð samkomulagi við Boeing um skaðabætur vegna þess fjárhagstjóns sem félagið hefur orðið fyrir vegna kyrrsetningu á Boeing 737 MAX þotunum.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00