flugfréttir

Bannað að sitja í aftustu sætaröð í A320neo þotum Lufthansa

- Framfylgja tilmælum frá EASA vegna massamiðju

16. september 2019

|

Frétt skrifuð kl. 09:32

Farþegarými um borð í Airbus A320neo þotu Lufthansa

Lufthansa hefur ákveðið að hindra aðgang farþega að síðustu sætaröðinni um borð í Airbus A320neo þotum félagsins sem eru ekki í boði eins og stendur þegar bókað er flug.

Fram kemur að Lufthansa hafi áhyggur af atriðum sem varðar massamiðju á Airbus A320neo þotunum og hafi félagið því ákveðið að síðasta sætaröðin verður ekki í boði fyrir farþega í auknablikinu.

Airbus A320neo þotur Lufthansa taka 186 farþega sem þýðir að þessa daganna verður að hámarki 180 farþegar settir um borð í hverja þotu en félagið hefur 20 Airbus A320neo þotur í flotanum.

Massamiðja, sem á ensku nefnist „Center of Gravity“, einnig þekkt sem „CG“, er beytilegur þyngdarpunktur flugvéla sem afmarkar jafnvægismiðju vélanna en þessi punktur verður að vera innan ákveðinna marka til að stöðugleiki vélarinnar haldist er hún er á flugi og er staðsetning massamiðju flugvéla eitt af grundvallaratriðum er kemur að flugöryggi.

Nýlega kom fram að flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hafi nýlega komið auga á vandamál er snýr að massamiðju Airbus A320neo vélanna sem koma með sæti fyrir 186 farþega sem tengist mögulegum aðstæðum sem gætu komið upp ef Airbus A320neo hættir við lendingu og fer í fráhvarfsflug („go around“) og er um að ræða samspil hæðarstýris og massamiðjunnar.

Airbus A320neo þota Lufthansa

Aldrei hafa komið upp nein tilvik eða vandamál með Airbus A320neo sem stafar af þessu en flugmálayfirvöld reyna ávallt að vera skrefinu á undan og fyrirbyggja atvik eða slys með því að koma auga á atriði og bregðast við með tilmælum um breytingu á regluverki eða skoðunum.

EASA hefur samt sem áður gefið út fyrirmæli þar sem félagið mælir með því að þeir flugrekendur, sem hafa Airbus A320neo í flota sínum, takmarki afturhleðslu á flugvélum af þessari gerð og er ein leiðin að hafa ekki of marga farþega aftast í vélinni.

Lufthansa er eina flugfélagið sem hefur þurft að grípa til aðgerða þar sem Airbus A320neo þotur félagsins koma með „Space Flex“ farþegarými sem kemur með einni sætaröð í viðbót miðað við hefðbundna útgáfu af A320neo þotum hjá öðrum flugfélögum.

Ekki er óalgengt að farþegar sem ferðar með minni flugvélum eru beðnir um að færa sig framar í flugvélina en í mörgum tilvikum er það gert þar sem flugvélin er orðin of afturþung.

Talið er að Lufthansa muni halda þessu fyrirkomulagi á næstunni eða þar til Airbus er komið með hugbúnaðaruppfærslu sem er ætlað að leysa þetta vandamál.  fréttir af handahófi

Hvetja Evrópulönd til að mynda sér stefnu í ferðatakmörkunum

17. ágúst 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa gefið frá sér skýrslu þar sem birtar eru tölur sem sýna þann skaða sem evrópsk flugfélög hafa orðið fyrir vegna ferðatakmarkanna í löndum innan Evrópu vegna C

Stofna nýtt flugfélag í Ástralíu með Boeing 757 og 767 þotum

3. ágúst 2020

|

Nýtt flugfélag, sem verið er að stofna í Ástralíu, leitar nú að starfsfólki við ýmiss störf og þar á meðal að yfirflugstjóra með réttindi á þotur af gerðinni Boeing 757 og Boeing 767 þotur.

Fresta afhendingum á öllum nýjum þotum frá Airbus

3. september 2020

|

Qatar Airways hefur náð samkomulagi við Airbus um að fresta móttöku á þeim farþegaþotum sem félagið hefur pantað að undanförnu vegna kórónaveirufaraldursins en flugfélagið á einnig í viðræðum við B

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrsta A380 risaþotan til að yfirgefa flugflota Emirates

27. október 2020

|

Emirates hefur formlega kvatt fyrstu Airbus A380 risaþotuna sem yfirgaf flugfélagið í dag en henni var ferjuflogið til Spánar þar sem hún fer í geymslu.

Sex júmbó-þotur Lufhansa fastar í Hollandi

27. október 2020

|

Sex júmbó-þotur á vegum Lufthansa, sem eru af gerðinni Boeing 747-400, eru nú fastar á Twente-flugvellinum í Hollandi þar sem þær fá ekki að fara í loft frá flugvellinum þar sem þær eru of stórar er

Easyjet selur 9 þotur úr flotanum

27. október 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet hefur gert samkomulag um sölu á níu Airbus A320 þotum sem seldar hafa verið til tveggja flugvélaleigufyrirtækja sem mun svo leigja vélarnar til baka til easyJet.

Icelandair fær þrjár 737 MAX þotur afhentar næsta vor

27. október 2020

|

Icelandair áætlar að félagið muni fá þrjár Boeing 737 MAX þotur afhentar eftir áramót en í nýrri afkomuskýrslu félagsins segir að MAX-þoturnar þrjár verði afhentar á öðrum ársfjórðungi ársins 2021.

Segjast hafa fundið staðinn þar sem MH370 er að finna

26. október 2020

|

Hópur nokkurra sérfræðinga telja sig hafa fundið enn nákvæmari staðsetningu þar sem malasísku farþegaþotuna er mjög líklega að finna sem hvarf sportlaust fyrir meira en sex og hálfu ári síðan þann 7.

460 grímudólgar komnir á bannlista hjá Delta

26. október 2020

|

Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines hefur sett upp sérstakan bannlista yfir þá farþega sem hafa neitað að vera með andlitsgrímur og eru í dag 460 farþegar komnir á þann lista sem fá ekki að fljúga

Koma til móts við flugfélög og lækka lendingargjöld

26. október 2020

|

Stjórn Narita-flugvallarins í Tókýó hefur ákveðið að lækka þjónustu- og lendingargjöld á flugvellinum til þess að koma til móts við flugfélög sem eiga flest hver erfitt uppdráttar á tímum kórónuveirun

Asiana býður upp á útsýnisflug með risaþotu

26. október 2020

|

Enn bætast við flugfélög sem bjóða upp því fólki sem saknar þess að fljúga upp á útsýnisflug og en suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines flaug eitt slíkt sl. laugardag.

Eyðilagði klósett í reiðiskasti um borð í flugvél Finnair

25. október 2020

|

Finnskur karlmaður hefur verið hlotið eins árs skilorðsbundins fangelisdóms fyrir að hafa rústað salerni er hann var farþegi um borð í farþegaþotu Finnair en maðurinn sagði við réttarhöld að salernið

Kynningarflug til að efla traust fólks á 737 MAX

25. október 2020

|

American Airlines stefnir á að fljúga sérstakar kynningarflugferðir með Boeing 737 MAX þotunum í nóvember til þess að efla traust almennings á þotunni áður en hún byrjar að fljúga aftur áætlunarflug

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00