flugfréttir

Bannað að sitja í aftustu sætaröð í A320neo þotum Lufthansa

- Framfylgja tilmælum frá EASA vegna massamiðju

16. september 2019

|

Frétt skrifuð kl. 09:32

Farþegarými um borð í Airbus A320neo þotu Lufthansa

Lufthansa hefur ákveðið að hindra aðgang farþega að síðustu sætaröðinni um borð í Airbus A320neo þotum félagsins sem eru ekki í boði eins og stendur þegar bókað er flug.

Fram kemur að Lufthansa hafi áhyggur af atriðum sem varðar massamiðju á Airbus A320neo þotunum og hafi félagið því ákveðið að síðasta sætaröðin verður ekki í boði fyrir farþega í auknablikinu.

Airbus A320neo þotur Lufthansa taka 186 farþega sem þýðir að þessa daganna verður að hámarki 180 farþegar settir um borð í hverja þotu en félagið hefur 20 Airbus A320neo þotur í flotanum.

Massamiðja, sem á ensku nefnist „Center of Gravity“, einnig þekkt sem „CG“, er beytilegur þyngdarpunktur flugvéla sem afmarkar jafnvægismiðju vélanna en þessi punktur verður að vera innan ákveðinna marka til að stöðugleiki vélarinnar haldist er hún er á flugi og er staðsetning massamiðju flugvéla eitt af grundvallaratriðum er kemur að flugöryggi.

Nýlega kom fram að flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hafi nýlega komið auga á vandamál er snýr að massamiðju Airbus A320neo vélanna sem koma með sæti fyrir 186 farþega sem tengist mögulegum aðstæðum sem gætu komið upp ef Airbus A320neo hættir við lendingu og fer í fráhvarfsflug („go around“) og er um að ræða samspil hæðarstýris og massamiðjunnar.

Airbus A320neo þota Lufthansa

Aldrei hafa komið upp nein tilvik eða vandamál með Airbus A320neo sem stafar af þessu en flugmálayfirvöld reyna ávallt að vera skrefinu á undan og fyrirbyggja atvik eða slys með því að koma auga á atriði og bregðast við með tilmælum um breytingu á regluverki eða skoðunum.

EASA hefur samt sem áður gefið út fyrirmæli þar sem félagið mælir með því að þeir flugrekendur, sem hafa Airbus A320neo í flota sínum, takmarki afturhleðslu á flugvélum af þessari gerð og er ein leiðin að hafa ekki of marga farþega aftast í vélinni.

Lufthansa er eina flugfélagið sem hefur þurft að grípa til aðgerða þar sem Airbus A320neo þotur félagsins koma með „Space Flex“ farþegarými sem kemur með einni sætaröð í viðbót miðað við hefðbundna útgáfu af A320neo þotum hjá öðrum flugfélögum.

Ekki er óalgengt að farþegar sem ferðar með minni flugvélum eru beðnir um að færa sig framar í flugvélina en í mörgum tilvikum er það gert þar sem flugvélin er orðin of afturþung.

Talið er að Lufthansa muni halda þessu fyrirkomulagi á næstunni eða þar til Airbus er komið með hugbúnaðaruppfærslu sem er ætlað að leysa þetta vandamál.  fréttir af handahófi

Flugmenn Thomas Cook segjast hafa verið stungnir í bakið

23. september 2019

|

Félag breskra atvinnuflugmanna (BALPA) hafa birt frá sér yfirlýsingu í kjölfar gjaldþrots Thomas Cook þar sem flugmenn segja að þeir hafi verið „stungnir í bakið“ og skildir eftir í algjörri óvissu e

Von á niðurstöðum á úttekt á vottunarferli FAA í haust

25. júlí 2019

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur tilkynnt að í haust verða birtar niðurstöður ásamt athugasemdum varðandi vottunarferli meðal bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sem hefur verið til ra

Mesta tap í 103 ára sögu Boeing

24. júlí 2019

|

Boeing hefur skilað inn mesta tapi í 103 ára sögu flugvélarisans en afkoma fyrirtækisins á öðrum ársfjórðungi var neikvæð um 3.4 milljarða bandaríkjadali sem samsvarar 413 milljörðum króna.

  Nýjustu flugfréttirnar

American í viðræðum við GOL um mögulegt samstarf

11. október 2019

|

American Airlines á nú í viðræðum við brasilíska flugfélagið GOL með samstarf í huga.

Einn af gömlu íslensku Fokker 50 eyðilagðist í óhappi í Kenýa

11. október 2019

|

Ein af þeim fjórum Fokker 50 flugvélum, sem Flugfélag Íslands hafði í flota sínum til margra ára, eyðilagðist í dag er hún fór út af braut í flugtaki í Kenýa er hún var í innanlandsflugi fyrir kenýsk

Aukin eftirspurn eftir flugsætum eftir gjaldþrot Thomas Cook

11. október 2019

|

Breska lágfargjaldafélagið Jet2.com hefur fundið fyrir aukinni eftirspurn eftir flugsætum eftir gjaldþrot Thomas Cook og sér félagið því fram á að rekstarafkoma félagsins eigi eftir að koma út í ha

Airbus hefur afhent 1.000 þotur úr A320neo fjölskyldunni

10. október 2019

|

Airbus hefur náð þeim áfanga að hafa afhent 1.000 flugvélar úr Airbus A320neo fjölskyldunni en sú þúsundasta var afhent frá verksmiðjum Airbus í Hamborg á dögunum.

Klifraði ofan á Embraer-þotu British Airways

10. október 2019

|

British Airways þurfti að hætta við áætlunarflug sitt í dag frá London City flugvellinum til Amsterdam eftir að maður klifraði ofan á eina af Embraer-þotum félagsins rétt fyrir brottför.

Ein ný þota í flotann á tveggja vikna fresti næstu 10 árin

8. október 2019

|

Lufthansa mun taka við nýrri þotu beint úr verksmiðju á tveggja vikna fresti næstu 10 árin eða til ársins 2029.

Tvö flugfélög draga saman pantanir í nýjar A320neo þotur

8. október 2019

|

Tvö flugfélög hafa nýlega skorið niður pantanir sínar í nýjar Airbus A320neo þotur um níu eintök til samans.

FAA telur að færni flugmanna til að fljúga sjálfir fari minnkandi

7 október 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa áhyggjur af því að færni flugmanna til þess að handfljúga flugvélum í farþegaflugi sé á undanhaldi.

Fóru 46 flugferðir með enga farþega um borð

6. október 2019

|

Pakistan International Airlines (PIA) flaug árið 2016 og 2017 alls 46 flugferðir með tómar vélar þar sem engir farþegar voru um borð.

Bandaríkin setja 10 prósent tolla á evrópskar flugvélar

5. október 2019

|

Um miðjan mánuðinn mun ríkisstjórn Bandaríkjanna byrja að innheimta tolla á allar þær flugvélar sem framleiddar eru í Evrópu sem keyptar eru af bandarískum flugfélögum og flugrekstraraðilum.