flugfréttir

Bannað að sitja í aftustu sætaröð í A320neo þotum Lufthansa

- Framfylgja tilmælum frá EASA vegna massamiðju

16. september 2019

|

Frétt skrifuð kl. 09:32

Farþegarými um borð í Airbus A320neo þotu Lufthansa

Lufthansa hefur ákveðið að hindra aðgang farþega að síðustu sætaröðinni um borð í Airbus A320neo þotum félagsins sem eru ekki í boði eins og stendur þegar bókað er flug.

Fram kemur að Lufthansa hafi áhyggur af atriðum sem varðar massamiðju á Airbus A320neo þotunum og hafi félagið því ákveðið að síðasta sætaröðin verður ekki í boði fyrir farþega í auknablikinu.

Airbus A320neo þotur Lufthansa taka 186 farþega sem þýðir að þessa daganna verður að hámarki 180 farþegar settir um borð í hverja þotu en félagið hefur 20 Airbus A320neo þotur í flotanum.

Massamiðja, sem á ensku nefnist „Center of Gravity“, einnig þekkt sem „CG“, er beytilegur þyngdarpunktur flugvéla sem afmarkar jafnvægismiðju vélanna en þessi punktur verður að vera innan ákveðinna marka til að stöðugleiki vélarinnar haldist er hún er á flugi og er staðsetning massamiðju flugvéla eitt af grundvallaratriðum er kemur að flugöryggi.

Nýlega kom fram að flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hafi nýlega komið auga á vandamál er snýr að massamiðju Airbus A320neo vélanna sem koma með sæti fyrir 186 farþega sem tengist mögulegum aðstæðum sem gætu komið upp ef Airbus A320neo hættir við lendingu og fer í fráhvarfsflug („go around“) og er um að ræða samspil hæðarstýris og massamiðjunnar.

Airbus A320neo þota Lufthansa

Aldrei hafa komið upp nein tilvik eða vandamál með Airbus A320neo sem stafar af þessu en flugmálayfirvöld reyna ávallt að vera skrefinu á undan og fyrirbyggja atvik eða slys með því að koma auga á atriði og bregðast við með tilmælum um breytingu á regluverki eða skoðunum.

EASA hefur samt sem áður gefið út fyrirmæli þar sem félagið mælir með því að þeir flugrekendur, sem hafa Airbus A320neo í flota sínum, takmarki afturhleðslu á flugvélum af þessari gerð og er ein leiðin að hafa ekki of marga farþega aftast í vélinni.

Lufthansa er eina flugfélagið sem hefur þurft að grípa til aðgerða þar sem Airbus A320neo þotur félagsins koma með „Space Flex“ farþegarými sem kemur með einni sætaröð í viðbót miðað við hefðbundna útgáfu af A320neo þotum hjá öðrum flugfélögum.

Ekki er óalgengt að farþegar sem ferðar með minni flugvélum eru beðnir um að færa sig framar í flugvélina en í mörgum tilvikum er það gert þar sem flugvélin er orðin of afturþung.

Talið er að Lufthansa muni halda þessu fyrirkomulagi á næstunni eða þar til Airbus er komið með hugbúnaðaruppfærslu sem er ætlað að leysa þetta vandamál.  fréttir af handahófi

Ríkisstjórn Rúmeníu ætlar að bjarga rekstri Tarom fyrir horn

17. janúar 2020

|

Ríkisstjórnin í Rúmeníu fundar nú um alvarlega stöðu hjá ríkisflugfélaginu Tarom og hafa staðið yfir viðræður um mögulegar leiðir til þess að bjarga rekstri félagsins.

Höfða mál gegn Boeing vegna kaupa á 737 MAX einkaþotum

14. febrúar 2020

|

Tvö fyrirtæki sem pöntuðu einkaþotuútgáfur af Boeing 737 MAX þotunum (Boeing Business Jet) á sínum tíma hafa höfðað mál gegn Boeing sem verður tekið fyrir á næstunni í hæstaréttinum í King County sýs

Ryanair tapar málinu og Bellew frjálst að hefja störf hjá easyJet

24. desember 2019

|

Hæstiréttur á Írlandi hefur komist að þeirri niðurstöðu að Peter Bellew, fyrrverandi rekstarstjóri Ryanair, er frjálst að færa sig yfir til easyJet og hafnaði með því beiðni Ryanair sem hefur reynt a

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrsta flug Gulfstream G700

19. febrúar 2020

|

Nýja Gulfstream G700 einkaþotan flaug um helgina sitt fyrsta flug og hefjast þar með formlega flugprófanir fyrir þessa nýju einkaþotu sem á að koma á markaðinn árið 2022.

Gleymdi að setja hjólin niður í þjálfun á King Air

19. febrúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) gaf út skýrslu á dögunum varðandi atvik sem átti sér stað er flugmaður gleymdi að setja niður hjólin er hann var í undirbúningi fyrir tegundarpróf

Húsleit gerð hjá Avianca vegna gruns um mútur

19. febrúar 2020

|

Aðilar frá öryggis- og leynisþjónustu á vegum ríkisstjórnar Kólumbíu gerðu húsleit í höfuðstöðvum flugfélagsins Avianca í Bogóta í síðustu viku í tengslum við rannsókn á mútum og spillingu innan her

Air Canada semur um bætur við Boeing vegna MAX-vélanna

18. febrúar 2020

|

Air Canada hefur náð samkomulagi við Boeing um skaðabætur vegna þess fjárhagstjóns sem félagið hefur orðið fyrir vegna kyrrsetningu á Boeing 737 MAX þotunum.

Skera niður innanlandflugið í Noregi vegna hárra skatta

18. febrúar 2020

|

Norska flugfélagið Widerøe hefur tilkynnt um umtalsverðan niðurskurð í leiðarkerfi félagsins í innanlandsflugi í Noregi sem gripið verður til strax með vorinu en félagið segir niðurskurðinn óhjákvæmil

Í viðræðum við 700 flugmenn um launalaust leyfi

18. febrúar 2020

|

Flest bendir til þess að útbreiðsla kórónaveirunnar eigi eftir að hafa þónokkur áhrif á rekstur finnska flugfélagsins Finnair sem á nú í viðræðum við flugmenn varðandi launalaust leyfi.

Allar Cirrus Vision SF50 þotur kyrrsettar

18. febrúar 2020

|

Allar Cirrus Vision SF50 þotur í heiminum hafa verið kyrrsettar eftir að bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) gáfu út neyðartilskipun varðandi lofthæfi vélanna eftir atvik þar sem eldur kom upp í stjórnk

Kórónaveiran gæti kostað flugiðnaðinn yfir 600 milljarða

14. febrúar 2020

|

Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) spáir því að úrbreiðsla kórónaveirunnar, sem nefnd hefur verið Covid-19, muni kosta flugiðnaðinn um 4-5 milljarða bandaríkjadali á þessum ársfjórðungi eða sem samsvara

Höfða mál gegn Boeing vegna kaupa á 737 MAX einkaþotum

14. febrúar 2020

|

Tvö fyrirtæki sem pöntuðu einkaþotuútgáfur af Boeing 737 MAX þotunum (Boeing Business Jet) á sínum tíma hafa höfðað mál gegn Boeing sem verður tekið fyrir á næstunni í hæstaréttinum í King County sýs

Spá miklum skorti á flugmönnum til að fljúga einkaþotum

13. febrúar 2020

|

Fyrirtækið Honeywell Aerospace sér fram á mikinn skort á einkaþotuflugmönnum og telur að töluverð eftirspurn verði eftir flugmönnum til þess að fljúga ríka og fræga fólkinu á milli staða næsta áratug

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00