flugfréttir
Icelandair mun hætta flugi til San Francisco og Kansas City

„Hlöðufell“, Boeing 767 breiðþota Icelandair á flugvellinum í San Francisco
Icelandair mun hætta áætlunarflugi til tveggja áfangastaða í Norður-Ameríku sem flogið hefur verið til yfir sumartímann sl. tvö ár.
Borgirnar tvær sem félagið mun hætta að fljúga til eru San Francisco og Kansas City en þetta er hluti að hagræðingu
á leiðarkerfi félagsins.
Það var í janúar árið 2018 sem Icelandair tilkynnti að félagið myndi hefja flug til San Francisco en fyrsta flugið var flogið
þann
1. júní í fyrra en borgin var áður í leiðakerfi Icelandair í tvö sumur fyrir rúmum áratug síðan.
Kansas City var einnig kynnt til sögunnar sem nýr áfangastaðir í janúar 2018 og var jómfrúarflugið flogið
þann 25. maí í fyrra en ekkert annað flugfélag flýgur í dag beint flug milli Kansas City og Evrópu.
Töluverð samkeppni hefur hinsvegar verið á leiðinni milli San Francisco og Evrópu en meðal annara flugfélaga sem fljúga
milli borgarinnar og evrópskra áfangastaða eru British Airways, Aer Lingus, Finnair, Iberia, KLM, Lufthansa, SAS, SWISS International
Air Lines, Turkish Airlines, United Airlines og Virgin Atlantic.
Icelandair hefur notað Boeing 757 þotur til flugsins til Kansasborgar en til San Francisco hefur félagið notað Boeing 767-300ER breiðþotur.


6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.