flugfréttir

Benda á ný vandamál með 737 MAX og Dreamliner

- Tveir bandarískir þingmenn krefjast svara frá FAA

8. nóvember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 07:54

Dreamliner-þota í samsetningu í samsetningarsal Boeing í Norður-Karólínu

Tveir bandarískir demókratar innan bandaríska þingsins hafa sent bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) bréf þar sem þeir spyrjast fyrir um tvö ný atriði sem þeir gagnrýna stofnuna fyrir og telja að um alvarleg vandamál að ræða en þau tengjast þó ekki kyrrsetningu Boeing 737 MAX vélanna.

Um er að ræða vandamál sem snýr að vírum sem tengjast hliðarstýrinu á Boeing 737 MAX vélunum og eldingarvara fyrir eldsneytistanka á Dreamliner-þotunum.

Þeir sem sendu bréfið til FAA er demókratinn Peter DeFazio, sem fer fyrir samgöngu- og innviðadeild bandaríska þingsins og Rick Larsen, sem er yfirmaður yfir undirdeild þingsins sem snýr að flugmálum.

Vilja vita hversvegna FAA hlustaði ekki á sína eigin sérfræðingar

Í bréfi sem þeir sendu til Steve Dickson, yfirmanns FAA, spyrjast þeir fyrir um hversvegna álit sérfræðings innan FAA varðandi þessi tvö vandamál voru hundsuð og hversvegna ekkert var aðhafst í málinu.

Peter DeFazio krefst svara rá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA)
í bréfi sínu til stofnunarinnar

Þá vekur þetta upp spurningar varðandi verkferla FAA sem á að sjá til þess að fylgjast með öryggismálum í þróunar- og framleiðsluferli á nýjum flugvélum en FAA hefur þegar verið gagnrýnt á þessu ári varðandi vottunarferlið varðandi Boeing 737 MAX og einnig fyrir að hafa látið vottun og eftirlitsmál í hendurnar á framleiðandanum sjálfum.

Telja að eldingarvörn í eldsneytistönkum á Dreamliner sé ekki örugg

Gordon Johndroe, talsmaður Boeing, segir að framleiðandinn sé meðvitaður um þessi tvö vandamál sem bandaríska þingið hefur komið með fram í dagsljósið en þingmennirnir segjast hafa gögn undir höndunum þar sem Boeing fór fram á að hönnunarbreytingar yrðu gerðar á eldingarvara í tönkum á Boeing 787 en FAA hafði ítrekað hafnað þeim breytingum.

Þá segir að Boeing hafi þrátt fyrir þetta framleitt að minnsta kosti 40 Dreamliner-þotur þótt að leyfið fyrir breytingunum hafði ekki fengið grænt ljós frá FAA.

Peter DeFazio segir að FAA hafi gefið eftir í báðum tilvikunum og leyft Boeing að gera hlutina eftir sínu höfði

Fram kemur að sérfræðingar frá FAA komust að því að Boeing hafði fjarlægt koparfilmu af hluta á svæði á vængjum á Dreamliner-vélunum en filman á að leiða eldingu frá eldsneytistönkum í vængjum vélanna en án hennar eru vængirnir mun móttækilegri fyrir því ef eldingu slær niður sem skapar eldhættu gagnvart eldsneytinu í tönkunum.

Boeing fór fram á breytingar á koparfilmunni en FAA hafnaði þeim breytingum og áfrýjaði Boeing þeirri niðurstöðu þangað til að FAA breytti ákvörðun sinni og gaf grænt ljós á breytingarnar en fram kemur að minnsta kosti sex sérfræðingar innan FAA mótmæltu því harðlega að stofnunin þeirra myndi gefa eftir og leyfa Boeing að framkvæma breytingarnar.

Varðar vörn sem snýr að hliðarstýri á Boeing 737 MAX

Vandamálið sem snýr að Boeing 737 MAX varðar sérstaka vörn sem ver kapla, sem tengjast hliðarstýrinu á Boeing 737 MAX, frá því að verða fyrir braki ef upp kemur sprenging í hreyfli vegna bilunar með þeim afleiðingum að brakið fer út úr hreyflinum sjálfum.

Vísað er í bréf frá bandarískum flugmálayfirvöldum sem skrifað var til Boeing árið 2014 þar sem fram kom að framleiðandinn hafði ekki fullnægt kröfum yfirvalda varðandi þessa vörn í hliðarstýrinu sem sem krafist var í kjölfar flugslyss sem átti sér stað árið 1989 er þota af gerðinni McDonnell Douglas DC-10 fórst yfir Iowa í Bandaríkjunum sem mátti rekja til sprengingar í hreyfli sem olli skemmdum á vökvakerfi vélarinnar með þeim afleðingum að flugmennirnir misstu stjórn á vélinni.

Fram kemur að Boeing hafi mótmælt þessari beiðni varðandi Boeing 737 MAX á þeim forsendum að hún væri mjög ópraktísk og voru talin upp nokkrar forsendur þess að framleiðandinn taldi þess ekki þörf.

Steve Dickson, yfirmaður bandarískra flugmálayfirvalda (FAA)

„Bæði þessi atriði virðast vera mjög alvarleg og veldur okkur áhyggjum sem og vekur upp spurningar hvernig FAA metur mikilvægi öryggisatriða sem eftirlitsaðili“, segir í bréfinu.

FAA fundaði um málið á sínum tíma er Boeing neitaði að verða við ósk þeirra varðandi breytingar á vörninni á hliðarstýrinu og var komist að þeirri niðurstöðu að flugmálayfirvöld hefði ekki nægilegar upplýsingar frá Boeing til að meta hvort að kerfið uppfyllti kröfur þeirra.

Þá segir í bréfinu frá þingmönnunum að þrátt fyrir þetta fékk Boeing 737 MAX flughæfnisvottun árið 2017.

Að lokum er Dickson, yfirmaður FAA, spurður að því hversvegna stofnunin breytti ákvörðun sinni þrátt fyrir að starfsmenn og sérfræðingar, er kemur að málinu er varðar Boeing 737 MAX, andmæltu því harðlega. Dickson hefur frest til 21. nóvember til að svara bréfi þingmannanna.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga