flugfréttir

FAA varar fólk við því að panta flugfar gegnum smáforrit

- Strangari kröfur en að þiggja ókeypis flugferð með vini

24. desember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 13:47

Með tilkomu vinsælda deilihagkerfisins hafa nokkur fyrirtæki boðið upp á „fljúgandi“ útgáfu af Uber

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent frá sér tilkynningu þar sem fólk er varað við því að nýta sér deilihagkerfi með smáforrittum til þess að þiggja flugfar sem virkar eins og Uber í háloftunum eða til að leigja sér flugvél án þess að vita nákvæmlega eftir hvaða reglugerðum viðkomandi fyrirtæki starfar eftir.

FAA segir að ferðin gæti ekki uppfyllt væntingar þeirra sem nýta sér slíka þjónustu og er tekið fram að þegar farþegi greiðir fyrir flugferð eða leiguflug gildi mun strangari kröfur er kemur að flugöryggi samanborið við kröfur sem gerðar eru fyrir einhvern sem þiggur boð um að fara í ókeypis flugferð með vini sinum.

Þá segir einnig að flugmenn, sem nýta sér deilihagkerfi á Netinu til þess að fljúga farþegum gegn greiðslu, verða samkvæmt lögum að hafa hlotið viðeigandi þjálfun og uppfylla aðrar kröfur auk þess sem þeir þurfa að gangast undir áfengispróf að handahófi.

Í framhaldi af þessu hefur FAA meðal annars sent bréf til fyrirtækis sem kallast BlackBird sem lét þróa fyrir sig smáforrit sem tengir saman flugmenn og farþega líkt og Uber en í bréfinu til fyrirtækisins eru tekin saman atriði yfir þær kröfur sem gerðar eru fyrir slíka starfsemi.

Ekki nóg að flugmenn séu með atvinnuflugmannsskírteini

Þar kemur fram að flugmenn geta ekki þegið greiðslur frá farþegum þótt þeir séu með atvinnuflugmannsskírteini hvort sem um er að ræða CPL-skírteini eða ATPL-skírteini þar sem viðkomandi fyrirtæki verður að hafa gilt flugrekstarleyfi í samræmi við reglugerð bandarískra flugmálayfirvalda sem nefnist Part 119.

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) fara fram á að BlackBird bíði með að taka við pöntunum í gegnum smáforrit þangað til fundað verður um framhaldið í janúar

„Flugmaður, sem býður upp á leiguflug án þess að fara eftir reglugerðinni Part 119 er með því að brjóta reglugerðir FAA - jafnvel þótt að þeir séu handhafar atvinnuflugmannsskírteinis“, segir í yfirlýsingu frá FAA.

BlackBird svarar bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) á vefsíðu sinni að fyrirtækið starfi ekki á sama sviði og flugfélög sem bóka farþega í viðkomandi sæti í gegnum bókunarkerfi en FAA er ekki að kaupa þá útskýringu og telur að BlackBird sé ekki að átta sig á því að fyrirmælin til fyrirtæksins snúa að flugöryggi fyrst og fremst.

Rudd Davis, talsmaður BlackBird, kom fram í viðtali á sjónvarpsstöðinni FOX nýlega þar sem hann furðaði sig á afskiptum FAA er varðar málið en BlackBird býður upp á að fljúga farþegum með flugvélum af gerðinni Cirrus SR22, Diamond DA-62 auk þess sem félagið hefur einnig Pilatus PC-12 í flota sínum.

„Svona hefur einkaþotubransinn virkað í marga áratugi og eina breytingin er að nú er hægt að panta flugvél með tilkomu tækninnar og smáforrita en FAA virðist ekki skilja nýju tæknina sem fólk er að nota“, segir Davis.

Davis segir að FAA hafi beðið þá um að gera hlé á því að nota smáforrit til þess að panta flugvél þangað til í janúar en þá mun fyrirtækið setjast niður með bandarískum flugmálayfirvöldum og fara yfir þann hluta.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga