flugfréttir

Pantanir í Airbus A321XLR nálgast 500 eintök

- Sjö mánuðir liðnir frá því þotan var kynnt til leiks

28. janúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 15:16

Airbus var komið með pantanir í 450 Airbus A321XLR þotur í byrjun desember fyrir áramót

Airbus nálgast brátt pantanir í 500 eintök af nýju Airbus A321XLR þotunni en aðeins eru rúmir 7 mánuðir frá því að Airbus kynnti þessa langdrægustu farþegaþotu heims til leiks í flokki þeirra sem koma með einum gangi.

Airbus var komið með pantanir í yfir 200 eintök strax á þriðja degi flugsýningarinnar í París í fyrra en viðskiptavinum hefur fjölgað jafnt og þétt og hafa í dag 22 viðskiptavinir og flugfélög lagt inn pantanir í yfir 450 eintök af þotunni.

Mjög mikill áhugi hefur verið fyrir A321XLR meðal flugfélaga og sérstaklega meðal þeirra sem hafa verið í leit að meðalstórri farþegaþotu sem getur flogið álíka langt flug og breiðþotur en samt tekið færri farþega.

Þá hefur A321XLR verið mjög áhugaverður kostur í augum þeirra flugfélaga sem vilja fljúga lengri leiðir á borð við yfir Atlantshafið milli áfangastaða þar sem eftirspurn eftir flugsætum réttlætir samt ekki flug með breiðþotum.

Sumir vilja meina að A321XLR sé „heitasta“ flugvélin meðal þeirra farþegaþotna sem eru væntanlegar á markaðinn í sama flokki. Airbus byrjaði að þreifa fyrir sér með langdræga útgáfu af Airbus A321 árið 2014 og í janúar á því ári var kynnt til leiks Airbus A321neoLR en nafninu var síðar breytt í A321LR.

Í dag hefur Airbus fengið pantanir í yfir 150 eintök af Airbus A321LR og var fyrsta eintakið afhent til ísraelska flugfélagsins Arkia Israeli Airlines í nóvember árið 2018.

Sjö mánuðum síðar tilkynnti Airbus að búið væri að ákveða að koma með enn langdrægari útgáfu á markað sem nefnist A321XLR sem á að geta flogið allt að 8.700 kílómetra vegalengd í beinu flugi án þess að taka eldsneyti sem samsvarar beinu flugi frá Keflavíkurflugvelli til Ekvador, Nairobi eða til Peking.

Airbus að ná að fylla „skarðið í miðjunni“ á meðan framtíðarþota Boeing fer á byrjunarreit

Boeing hefur tilkynnt að framleiðandinn ætli sér að endurskoða áform sín um nýja framtíðarþotu sem nefnist NMA sem stendur fyrir „New Midsize Airplane“, en talið er að sú þota átti að fá heitið Boeing 797.

Sú þota átti að fylla skarðið sem Boeing 757 skildi eftir sig eftir að framleiðslu hennar var hætt árið 2004 en margir vilja meina að Airbus sé að ná að fylla í það skarð með Airbus A321LR og A321XLR og hafa flugfélög, sem hafa haft Boeing 757 í flota sínum, verið að leita til Airbus.

Af þeim flugfélögum sem eiga von á Airbus A321LR og A321XLR þá eru sex flugfélög sem hafa Boeing 757 þotur í flota sínum í dag eða hafa haft og ætla að skipta þeim út fyrir A321LR/A321XLR. Þau flugfélög eru Aer Lingus, Air Astana, American Airlines, Arkia Israel Airlines, Titan Airways og United.

Talið er að fleiri flugfélög eigi eftir að leggja inn pantanir í A321XLR á næstunni þar sem nokkur hafa verið að hugsa sig um og þá mun pöntunum fjölga í sumar þegar stóru flugsýningarnar erlendis fara fram.

American Airlines og United Airlines eiga von á flestum A321XLR vélunum en bæði félögin hafa pantað 50 eintök af þeim hvor. Þá eru þrjú flugfélög sem hafa pantað báðar útgáfurnar, A321LR og A321XLR, en þau flugfélög eru Aer Lingus, Air Arabia og JetBlue.

Airbus hefur staðfest að ekki sé þörf fyrir sérstaka tegundaráritun fyrir nýju langdrægu Airbus A321XLR þotuna og sé stutt tveggja klukkustunda kynningarefni nóg fyrir flugmenn sem hafa tegundaráritun á aðrar þotur úr Airbus A320 og A320neo fjölskyldunni.

Airbus stefnir að því að fyrsta A321XLR þotan fari í lokasamsetningu árið 2021 og er gert ráð fyrir að afhendingar hefjist árið 2023.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga