flugfréttir

Nýtt ILS aðflugskerfi á Akureyri fyrir braut 19 tekið í notkun

31. janúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 12:24

Isavia tilkynnti í dag að formlega sé búið að taka í notkun nýtt ILS blindaðflugskerfi fyrir braut 19

Nýtt ILS blindaðflugskerfi hefur verið tekið í notkun á flugvellinum á Akureyri en kerfið þjónar braut 19 þegar lent er á Akureyri til suðurs.

Með búnaðinum geta flugvélar flogið aðflug að Akureyrarflugvelli til suðurs með nákvæmum hætti og auðveldar búnaðurinn aðflug í slæmu skyggni.

Hingað til hefur aðeins verið ILS aðflugsbúnaður að hinum enda brautarinnar (01) sem þjónar lendingum til norðurs en fram kemur að búnaðurinn eigi eftir að auðvelda m.a. erlendum flugmönnum að lenda á Akureyri þegar komið er inn úr firðinum til suðurs í takmörkuðu skyggni.

Nokkrum sinnum hafa komið upp aðstæður þar sem erlendar farþegaþotur náðu ekki að lenda á Akureyrarflugvelli vegna slæms skyggnis og þurfu sumar flugvélar að frá að hverfa en ILS aðflugsbúnaði hefði í þeim tilvikum auðveldað flugmönnunum við lendinguna.

Bæjarráð Akureyrarbæjar og samtök í ferðaþjónustunni á Norðurlandi hafa fagnað framkvæmdunum og uppsetningu kerfisins þar sem litið er á búnaðinn sem lið í að treysta öryggt millilandaflug um völlinn.

ILS aðflugskerfið er tilgreint í nýjustu útgáfu af flugmálahandbókinni (AIP) sem gefin var út í dag, 31. janúar 2020 en hér að neðan má sjá nýtt aðflugskort fyrir ILS aðflug að braut 19 sem gefið var út af Isavia.

Hvað er ILS aðflugsbúnaður?

ILS stendur fyrir „Instrument Landing System“ en slíkt kerfi er eitt nákvæmasta kerfi sem völ er á sem aðstoðar við aðflug og lendingar og má slíkt kerfi finna á öllum stærstu flugvöllum heims og mörgum flugvöllum þar sem reglubundið áætlunarflug fer um.

Kerfið samanstendur af staðsetningarvita („localizer“), aðflugshallageislasendi („glideslope“) auk þremur mismunandi staðsetningarmarka í aðfluginu, innri, miðju og ytri mörk. (inner, outer og middle marker).

Skýringarmynd af ILS aðflugskerfi

Kerfið sendir frá sér rafbylgjur sem búnaður um borð í flugvélum nemur og stillir ILS kerfið sig við búnað í flugvélinni eða sjálfstýringu á sérstakri tíðni sem tryggir því mjög nákvæmt aðflug bæði lárétt og lóðrétt niður eftir aðflugslínunni alveg frá því flugvélin „grípur“ ILS geislann á lokastefnu og alla leið niður að flugbraut.

Slíkt kerfi kemur sér vel þegar verið er að lenda í þoku, lágri skýjahæð, mikilli úrkomu eða snjóbyl.

Aðflugskort fyrir ILS/LOC aðflug að braut 19  fréttir af handahófi

Flugvöllur í Nashville rústir einar eftir skýstróka

3. mars 2020

|

Skýstrókar lögðu heilan flugvöll í rúst í Nashville í Bandaríkjunum í nótt. Að minnsta kosti fjögur flugskýli eru í tætlum og eru tugi flugvéla ýmist stórskemmdar eða gjörónýtar eftir að hvirfilbylur

Ríkisaðstoð vegna SAS ekki nóg ef ástandið dregst á langinn

7. apríl 2020

|

SAS segir að það fé sem flugfélagið hefur þegar fengið vilyrði fyrir frá ríkisstjórnum Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar muni ekki duga lengi ef heimsfaraldurinn vegna COVID-19 dregst á langinn og segir

250 manns sagt upp tímabundið hjá Air Baltic

11. mars 2020

|

Air Baltic mun segja upp 250 starfsmönnum vegna samdráttar sem rekja má til útbreiðslu kórónaveirunnar en um 1.600 manns starfa hjá félaginu.

  Nýjustu flugfréttirnar

Lufthansa Group sker niður - Losa sig við 42 flugvélar

7. apríl 2020

|

Lufthansa gerir ráð fyrir að það muni taka marga mánuði að aflétta ferðabanni í öllum löndum heimsins þegar heimsfaraldinum lýkur og gerir flugfélagið þýska ráð fyrir að eftirspurn eftir flugsætum mu

Ríkisaðstoð vegna SAS ekki nóg ef ástandið dregst á langinn

7. apríl 2020

|

SAS segir að það fé sem flugfélagið hefur þegar fengið vilyrði fyrir frá ríkisstjórnum Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar muni ekki duga lengi ef heimsfaraldurinn vegna COVID-19 dregst á langinn og segir

Braathens gerir hlé á flugrekstri

7. apríl 2020

|

Sænska flugfélagið Braathens Regional Airlines (BRA) hefur sótt um greiðslustöðvun og ætlar félagið að gera hlé á rekstrinum og nota tímann í að endurskipuleggja allan rekstur félagsins á meðan heimsf

Air Baltic hættir bæði með Q400 og Boeing 737-300

6. apríl 2020

|

Flugfélagið Air Baltic hefur ákveðið að fella niður um 50 prósent af öllum þeim flugferðum sem félagið gerði ráð fyrir að fljúga í sumar alveg fram til nóvember en eftir það í fyrsta lagi sér félagi

Mikil ásókn meðal ungmenna í flugnámskeið á Netinu

6. apríl 2020

|

Mikil ásókn hefur verð meðal ungs fólks vestanhafs í kynningarnámskeið á Netinu sem kallast „Learn To Fly“ sem miðar að því að hvetja ungt fólk til þess að læra að fljúga.

Etihad stefnir á að fljúga með farþega aftur í vikunni

6. apríl 2020

|

Etihad Airways bíður nú eftir því að fá formlegt leyfi til þess að hefja farþegaflug að nýju en þó með miklum takmörkunum en félagið lagði niður allt áætlunarflug með farþega líkt og Emirates fyrr í

Sótt um gjaldþrotavernd fyrir þrjú flugfélög í Alaska

6. apríl 2020

|

Þrjú flugfélög í Alaska í eigu móðurfélagsins Ravn Air Group hafa lagt næstum því öllum flota félaganna sem telur yfir 70 flugvélar og hefur móðurfélagið sótt um Chapter 11 gjaldþrotameðferð auk þess

British Airways mun hætta með júmbó-þoturnar

5. apríl 2020

|

Flugfélagasamsteypan International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways auk fleiri flugfélaga, hefur ákveðið að Boeing 747 júmbó-þoturnar í flota British Airways skuli fara úr flotanum á

Nota aðeins eina flugbraut á Heathrow

5. apríl 2020

|

Heathrow-flugvöllurinn í London hefur tekið úr notkun aðra flugbraut vallarins og notar völlurinn frá og með deginum í dag aðeins eina braut í einu í stað tveggja.

Isavia gefur út rafræna árs- og samfélagsskýrslu fyrir 2019

3. apríl 2020

|

Þrátt fyrir töluverða fækkun ferðamanna til landsins í fyrra þá var afkoma Isavia jákvæð um 1.2 milljarða króna en þetta kemur fram í ársuppgjöri sem fyrirtækið hefur birt.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00