flugfréttir

Spá IATA versnar: Gera ekki ráð fyrir fullum bata fyrr en 2024

- Farþegaflug í heiminum fer mun hægara af stað í sumar en talið var

28. júlí 2020

|

Frétt skrifuð kl. 16:45

Yfir 85 prósent færri farþegar hafa ferðast með flugi í heiminum í júní samanborið við sama tíma árið 2019

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hefur gefið út nýja spá fyrir flugiðnaðinn vegna COVID-19 heimsfaraldursins og eru samtökin svartsýnni á batahorfur í farþegaflugi miðað við fyrri spá.

IATA segir að farþegaflug sé að fara hægara af stað í sumar en gert var ráð fyrir og telja samtökin að farþegaflug eigi ekki eftir að verða eins umsvifamikið og það var fyrir tíma kórónuveirufaraldursins fyrr en árið 2024.

Í vor gerði fyrri spá IATA hinsvegar ráð fyrir að farþegaflug myndi verða aftur með eðlilegum hætti árið 2023 og sjá samtökin því fram á að bataferlið eigi eftir að lengjast um eitt ár til viðbótar.

Samdráttur í farþegaflugi í júní meðal flugfélaga í heiminum mældist 86.5% miðað við júní í fyrra sem þýðir að flugfélögin flugu aðeins með 13,5 prósent af þeim farþegafjölda sem mældist í júní í fyrra.

Sú spá sem IATA gaf út fyrr í sumar gerði ráð fyrir að farþegaflug í heiminum ætti eftir að ná sér árið 2023

„Farþegafjöldi meðal flugfélaganna náði algjörum botni í apríl en bataferlið hefur verið mjög hægt síðan þá“, segir Alexandre de Juniac, formaður alþjóðasamtaka flugfélaganna (IATA).

„Sú eftirspurn sem við höfum verið að sjá að sé að taka við sér er meðal farþega í innanlandsflugi í mörgum löndum en millilandaflug liggur ennþá nánast niðri“, segir Alexandre.

„Þetta þýðir enn lengra bataferli og lengri pína fyrir flugiðnaðinn og allt efnahagskerfið í heiminum. Fyrir flugfélögin eru þetta slæmar fréttir sem þýðir að ríkisstjórnir verða að halda áfram að veita flugfélögunum aðstoð hvort sem það er í formi fjármagns eða annarar aðstoðar“

Kyrrsettar júmbó-þotur frá British Airways sem félagið hefur nú ákveðið að hætta alfarið að nota

IATA segir að nýuppfærð farþegaspá tekur mið af mjög slæmu ástandi af kórónaveirufaraldrinum í Bandaríkjunum, samdrætti í ferðalögum meðal þeirra sem fljúga í viðskiptaerindum og einnig vegna þess hversu lítill áhugi er meðal almennings að bóka flug á sama tíma og kórónaveirufaraldurinn er enn í fullum gangi í mörgum löndum.

Fyrirtæki notast við fjarfundi gegnum Netið og fólk heldur í budduna

Í nýrri skýrslu frá IATA segir að það fjármagn sem fyrirtæki hafa varið í ferðalög meðal starfsmanna er af skornum skammti í dag þar sem mörg fyrirtæki eru að halda að sér vegna verri rekstrarstöðu sem þýðir að fáir viðskiptafarþegar eru að ferðast með flugfélögunum.

Þá hafa fundir í gegnum Netið stóraukist í kjölfar COVID-19 faraldursins sem dregur úr nauðsyn þess að verja fjármagni í að senda starfsmenn heimshorna á milli til þess að eiga fundi vegna viðskipta.

Fram kemur að samt sé smá aukning í eftirspurn eftir flugi meðal þeirra sem vilja ferðast til þess að heimsækja vini og ættingja en margir kjósi ekki að ferðast þar sem þeir hafa áhyggjur af fjárhagsstöðu sinni á næstunni ef þeir munu missa starfið sitt vegna samdráttar auk þess sem margir hafa áhyggjur af því að smitast af kórónaveirunni.

Þá segir að um 55% þeirra sem tóku þátt í könnun á vegum IATA segjast ekki ætla að ferðast með flugi á þessu ári.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga