flugfréttir

Textron kynnir King Air 360

5. ágúst 2020

|

Frétt skrifuð kl. 20:10

King Air 360 og 360ER verður arftaki i350 og 350ER

Flugvélaframleiðandinn Textron Aviation hefur kynnt til sögunnar nýja útgáfu af hinni vinsælu tveggja hreyfla Beechcraft King Air skrúfuþotu sem nefnist King Air 360.

King Air 360, og önnur útgáfa með lengra flugdrægi sem nefnist King Air 360ER, kemur með ýmsum uppfærslum er kemur að hönnun á stjórnklefanum sem miðar af því að minnka álag flugmanna auk þess sem farþegarýmið hefur verið endurhannað.

King Air 360 og King Air 360ER verða arftakar af 350i og 350ER en King Air 360 mun koma til með að kosta 1.067 milljónir króna á meðan King Air 360ER mun kosta 1.189 milljónir króna.

Breytingarnar í stjórnklefanum eru m.a. uppfærslur á flugskjákerfum, starfræn stjórnun á jafnþrýstibúnaði, sjálfvirk eldsneytisinngjöf (auto-throttle) auk fleiri breytinga.

Stjórnklefinn um borð í King Air 360

Þá kemur King Air 360 einnig með 10% lægri jafnþrýstingseiginleikum samanborið við 350 tegundina sem þýðir að þegar flugvélin er í farflugi í 27.000 feta hæð þá er þrýstingurinn um borð svipaður og ef hún væri í 5.960 fetum.

Aðrir eiginleikar er varðar King Air 360 verða svipaðir og 350 er kemur að þyngd og flugdrægi og verður hámarksflugtaksþungi 6.800 kg fyrir 360 og 7.480 kg fyrir 360ER og mun 360 geta flogið 1.800 nm mílur á meðan 360ER getur flogið 2.670 nm mílur.

Fyrstu afhendingar á King Air 360 hefjast síðar á þessu ári

Fram kemur að 360 og 360ER séu ekki nýjar tegundir sem þarfnast nýrrar tegundarvottunnar frá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA).

Beechcraft King Air flugvélarnar hafa verið framleiddar frá árinu 1964 og eru þær einar vinsælustu skrúfuþotur heims fyrir viðskiptaflug og hafa yfir 7.600 flugvélar af þessari gerð verið afhentar að sögn Textron Aviation.  fréttir af handahófi

Lítil Cessna-flugvél með fjóra um borð fórst í Sviss

27. júlí 2020

|

Fjórir létust í flugslysi er lítil flugvél af gerðinni Cessna 172 Skyhawk fórst í fjalllendi í svissnesku Ölpunum um helgina.

Syðri flugbrautinni á Heathrow lokað fram í október

15. júlí 2020

|

Íbúar í nokkrum hverfum Lundúna eru ekki ánægðir þessa daganna þar sem þeir þurfa að þola meiri flugumferð þar sem að aðeins önnur flugbrautin á Heathrow-flugvellinum verður í stanslausri notkun fram

Icelandair segir upp öllum flugfreyjum og flugþjónum

17. júlí 2020

|

Icelandair hefur sagt upp öllum flugfreyjum og flugþjónum félagsins í kjölfar þess að ekki náðist að semja í kjaradeilunni við Flugfreyjufélag Íslands.

  Nýjustu flugfréttirnar

EASA gæti aflétt flugbanni 737 MAX í nóvember

25. september 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) íhugar að gefa Boeing 737 MAX þotunum leyfi til að hefja flug að nýju í nóvember næstkomandi og með því aflétta flugbanni vélanna í evrópskri lofthelgi sem hefur varað

Harrison Ford fær að fljúga á ný

25. september 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa lokið við rannsókn á máli Harrison Ford eftir brautarátroðning sem átti sér stað í vor er hann þveraði flugbraut án heimildar og hefur leikarinn fengið leyfi ti

Ryanair með 2 fyrir 1 tilboð

24. september 2020

|

Ryanair hefur í fyrsta skipti í sögu félagsins kynnt „2 fyrir 1“ tilboð þar sem farþegum er boðið upp á að bóka flug og fá aukaflugsæti frítt með í kaupunum.

Ryanair þarf stóra ríkisaðstoð til að forðast hópuppsagnir

24. september 2020

|

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segir að lágfargjaldafélagið írska neyðist til þess að láta starfsfólk taka að sér launalaust leyfi í vetur ef opinber ríkisaðstoð til félagsins verður ekki

800 milljónir í bónusgreiðslur en greiddu ekki starfsmönnum laun

24. september 2020

|

Kólumbíska flugfélagið Avianca hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að hafa greitt yfirmönnum og stjórnarmeðlimum félagsins rausnarlega bónusa í maí í vor á sama tíma og flugfélagið gat ekki greitt st

Telja reglu um rýmingu á 90 sekúndum vera úrelda

23. september 2020

|

Eftirlitsdeild innan samgönguráðuneytis Bandaríkjanna segir að endurskoða þurfi reglu innan flugsins er varðar hámarkstíma sem rýma skal flugvél og koma öllum farþegum frá borði ef upp kemur neyðarást

American ætlar að hefja þjálfun á 737 MAX í nóvember

23. september 2020

|

American Airlines ætlar að byrja að þjálfa flugmenn sína aftur á Boeing 737 MAX þoturnar í nóvember sem er liður í undirbúningi fyrir endurkoma vélanna til áætlunarflugs.

SAS ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur

23. september 2020

|

Scandinavian Airlines (SAS) ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur og mun félagið fljúga síðasta flugið á þessu ári til Vágar þann 29. september.

IATA: Skimun fyrir brottför eina lausnin til að bjarga fluginu

22. september 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) segja að eina leiðin til að binda endi á núverandi ástand í fluginu, og koma áætlunarflugi á milli landa aftur í gang, sé að skima alla farþega á flugvöllum fyrir

Innanlandsflug í Víetnam búið að ná bata og gott betur

22. september 2020

|

Þrátt fyrir slæmt ástand í flugiðnaðinum víðast hvar í heiminum þá hefur innanlandsflugið í Víetnam náð sér að fullu og gott betur samkvæmt flugfélaginu Vietnam Airlines.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00