flugfréttir

Sótthreinsiefni olli skemmdum á mælaborði á tveimur flugvélum

- Skipta þurfti um mælaborð í tveimur Cessna Skyhawk flugvélunum

27. ágúst 2020

|

Frétt skrifuð kl. 22:38

Sjá má greinilega ummerkin eftir efnið sem var ekki þurrkað af nægilega vél og sat eftir í hitanum frá sólinni í Flórída

Þótt það sé gott að fylgja reglugerðum um sóttvarnir í einkaflugi á tímum sem þessum og þrífa stjórnklefa á flugvélum að loknu flugi þá geta slík þrif farið úr böndunum séu ekki réttu efnin notuð til sótthreinsunar.

Félag einkaflugmanna og flugvélaeigenda í Bandaríkjunum, AOPA, hafa vakið athygli á því að sumar tegundir af efnum geta valdið skemmdum á flugvélum og hafa verið birtar ljósmyndir þar sem sjá má hvar sótthreinsun hefur afmáð merkingar af mælaborði um borð á tveimur flugvélum.

Um er að ræða flugvél af gerðinni Cessna Skyhawk 172SP, smíðuð árið 2001, og aðra af gerðinni Cessna Skyhawk 172R sem smíðuð er árið 2005 en báðar vélarnar eru í eigu flugklúbbsins Atlas Aviation í Tampa í Flórída í Bandaríkjunum.

Deric Dymersky, stofnandi Atlas Aviation, segir að sótthreinsiefnið hefði eyðilagt mælaborðsplötu í báðum vélunum með þeim afleiðingum að merkingar fyrir ljós og aðra takka hurfu nánast á sumum stöðum auk þess sem þilið sjálft varð allt í blettum og upplitað.

„Það sá á málningunni sem er upprunleg frá því flugvélarnar voru smíðaðar og við þurfum að fjarlægja mælaborð, talstöðvar takka og fleira úr báðum flugvélunum og skipta um klæðninguna“, segir Dymerski.

Flugvélarnar eru af gerðinni Cessna Skyhawk C172SP og Cessna Skyhawk C172R

Flugmaður, sem hafði tekið aðra flugvélina á leigu, hafði spreyjað yfir mælaborðið með sótthreinsiefni og þurrkað síðan af lauslega með klút en því næst skein sjóðandi heit sólin inn í flugvélina á efnið sem olli miklum skaða í hitanum.

Þeir flugmenn sem taka flugvélar á leigu hjá flugklúbbnum fá afhentan plastpoka með klútum og sótthreinsiefni til að hreinsa vélarnar bæði fyrir og eftir flug auk þess sem starfsmaður klúbbsins þrífur einnig vélarnar á milli flugferða sem býður upp á þreföld sótthreinsiþrif.

Sóttvarnarsamtök Bandaríkjanna hafa tekið fram að sótthreinsiefni sem inniheldur alkóhól geti verið áhrifaríkt en gallinn við notkun slíkra efna er sá að þau geta valdið tjóni á yfirborði sem gert er úr hörðu gúmmíefni og plasti og einnig skemmt viðkvæman rafeindabúnað en allt þetta má finna í stjórnklefa á flugvélum.

Flugklúbburinn þurfti að skipta um mælaborðsplötuna í báðum flugvélunum

David Presnell hjá Atlas Aviation tók fyrst eftir ummerkjunum um borð í einni Skyhawk-flugvélinni en við nánari athugun komu í ljós að önnur flugvél, sem er nánast sömu gerðar, bar svipuð ummerki í mælaborðinu auk þess sem brúsi fannst í þeirri flugvél sem innihélt vafasamt sótthreinsiefni sem er ekki af þeirri tegund sem flugklúbburinn mælir með.

Í ljós kom að í brúsanum var 80% ethanól sem hafði verið blandað út í vodka og er það mat flugklúbbsins að slík blanda geti skaðað bæði hörund manna og flugvéla.

Fram kemur að fyrst þegar kórónaveirufaraldurinn braust út í Bandaríkjunum hafi margir gripið til öþrifa ráða til að verða sér úti um sótthreinsunarefni, þar sem flest slík efni voru uppseld í búðum, og bjuggu sér til sitt eigið sótthreinsiefni úr vodka, tekíla eða úr rommi.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga