flugfréttir

Ný rannsókn: Mengun af flugi minni en talið hefur verið

- Vísindamenn í loftslagsfræðum birta niðurstöður úr nýrri rannsókn

7. september 2020

|

Frétt skrifuð kl. 17:40

Samkvæmt rannsókninni þá eru hlutfallsleg áhrif flugsins á umhverfið 30% minni en hingað til hefur verið talið

Mengun frá flugiðnaðinum og frá flugvélum hefur ekki eins skaðleg áhrif á umhverfi eins og áður var talið.

Þetta er niðurstaða rannsóknar sem vísindamenn í loftslagsfræðum við háskólann í Manchester birtu nýlega sem sýnir að hlutfall af losun kolefna frá flugvélum og áhrif þess á andrúmslofið er kemur að hlýnun jarðar og gróðurhúsaáhrifum er allt að 30% minna en fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á hingað til.

Lengi hefur verið talið að flugiðnaðurinn beri ábyrgð á 5% af allri loftslagsmengun og áhrifum vegna hlýnun jarðar en nýja rannsóknin sýnir fram á að hlutfallið sé aðeins 3.5 prósent. Þá segir að hlutfall flugsins er kemur að kolefnaútblæstri teljist 2% af öllum iðnaði í heiminum og er sú tala óbreytt.

Fram kemur að það köfnunarefnisoxíð, sem kemur með útblæstri frá hreyflum flugvéla, auki framleiðslu ósons, sem er nauðsynleg gróðurhúsalofttegund, en brjóti einnig niður metanlofttegundir, sem er einnig nauðsynleg lofttegund fyrir umhverfið.

Þá segir að niðurstöður rannsóknarinnar sýna fram á að áhrif frá flugslóðum á andrúmsloftið („contrails“), sem flugvélar skilja oft eftir sig í háloftunum, séu helmingi skaðminni en haldið hefur verið fram til þessa.

Þá hafa flugslóðar („contrails“) ekki nærri því eins skaðleg áhrif á andrúmsloftið og talið hefur verið

Vísindamennirnir sem framkvæmdu rannsóknina segja að þrátt fyrir þessar jákvæðu niðurstöður þá þurfi flugiðnaðurinn samt sem áður að taka sig saman í andlitinu og að minni flugumferð þessa daganna, vegna áhrifa af COVID-19 heimsfaraldrinum, geri ekki mikið þegar horft er til lengri tíma þar sem flugumferð á eftir að aukast á ný.

Lífrænt eldsneyti engin töfralausn og hefði lítil áhrif á hlýnun jarðar

Rannsóknin er sögð vera ein sú umfangmesta sem gerð hefur verið á áhrifum á andrúmsloftið vegna flugiðnaðarins en þessi áhrif hafa samt sem áður tvöfaldast á 18 árum, frá árinu 2000 til 2018, vegna þeirrar gríðarlegu aukningar sem hefur orðið á fjölda flugferða í heiminum.

Vísindamennirnir segja að ef flugiðnaðurinn myndi skipta yfir í umhverfisvænni orkugjafa á borð við lífræna olíu sé það ekki endilega nein töfralausn og muni það hafa tiltölulega lítið áhrif á umhverfið þar sem þá þarf að taka með í reikninginn áhrifin af stórauknum landbúnaði til að framleiða það magn af hráefni sem þarf til svo hægt sé að anna eftirspurn eftir slíkum orkugjafa.

Hinsvegar kemur fram að áhrifamesta leiðin til að draga úr kolefnaútblæstri væri að finna endurnýtanlega orku sem breytir koltvísýringi í andrúmsloftinu yfir í tilbúið steinolíkennt eldsneyti („synthetic kerosine fule“).

„Þetta er framkvæmanlegt en við vitum ekki enn hver væri besta leiðin til að fjöldaframleiða þetta með hagkvæmum hætti. Á meðan það er ódýrara að bora eftir eldsneyti úr jörðinni þá mun þetta sennilega aldrei gerast“, segir David Lee, vísindamaður við háskólann í Manchester.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga