flugfréttir

Atvinnuflugnám fjölmennasta námsgreinin hjá Keili

- 237 nemendur skráðir í atvinnuflugmannsnámi

22. október 2020

|

Frétt skrifuð kl. 19:58

Aðflug að flugvellinum í Bíldudal á kennsluflugvél frá Keili (Flugakademíu Íslands)

Langflestir þeir nemendur sem sækja nám hjá Keili leggja stund á atvinnuflugmannsnám en starfsfólk hjá mennta- og þjónustusviði Keilis tók nýverið saman tölulegar upplýsingar um nemendur hjá skólanum.

Fram kemur að á yfirstandandi skólaári stunda ríflega þúsund einstaklingar nám við Keilir en flestir eru nemendur Háskólabrúarinnar sem eru 332 alls.

Ekkert lát hefur orðið á vinsældum skólans sem trónað hefur efst á lista undanfarin ár. Lokapróf úr frumgreinanáminu telst sambærilegt stúdentsprófi og nægir til inntöku í allar deildir Háskóla Íslands og gildir það sama um fjölmarga skóla bæði hérlendis og erlendis.

Fjölmennasta námslínan er þó atvinnuflugmannsnám en skráðir nemendur eru 237 talsins, næst fjölmennust er félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrúarinnar sem telur 158 nemendur. Umsvif Flugakademíu Íslands hafa aukist þó nokkuð undanfarin misseri en nemendur hafa kost á að stunda bóklegt nám við starfsstöðvar í Hafnarfirði og í Reykjanesbæ og verklegt nám fer fram bæði við Keflavíkurflugvöll og Reykjavíkurflugvöll.

Kynjaskipting við Keili er því sem næst jöfn og er meðalaldur nemenda um þrítugt. Yngstir eru nemendur Menntaskólans á Ásbrú en meðalaldur við skólann er 23 ára.

Atvinnuflugsnemendur í bóklegri kennslustund hjá Flugakademíu Íslands

Á Stúdentsbraut með áherslu á tölvuleikjagerð er meðalaldurinn 16 ára en meðalaldur nemenda sem skráðir eru í opna framhaldsskólaáfanga er 30 ára sem hækkar meðaltalið all nokkuð.

Hæst hlutfall nemenda býr á höfuðborgarsvæðinu eða 60% en um það bil fjórðungur er búsettur á Reykjanesi. Nemendur koma þó víðar af en svo eða frá 22 mismunandi löndum. Um 6% nemendahópsins koma erlendis frá, flestir frá Danmörku (17), Póllandi (6) og Svíþjóð (4).

Þrátt fyrir að COVID-19 heimsfaraldurinn kunni að leggjast misjafnt í þá sem stunda atvinnuflugmannsnám vegna þess ástand sem varir nú í flugiðnaðinum þá eru flestir sérfræðingar í flugmálum erlendis sammála um að flugið muni jafna sig líkt og áður eftir aðrar sambærilegar niðursveiflur sem hafa dunið yfir.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga