flugfréttir

Segjast hafa fundið staðinn þar sem MH370 er að finna

- Fara fram á að ný leit verði gerð að malasísku farþegaþotunni

26. október 2020

|

Frétt skrifuð kl. 19:32

Victor Iannello telur að mjög miklar líkur á því að flak malasísku farþegaþotuna sé að finna á tilteknum stað í Suður-Indlandshafi sem hópur vísindamanna hefur reiknað út

Hópur nokkurra sérfræðinga telja sig hafa fundið enn nákvæmari staðsetningu þar sem malasísku farþegaþotuna er mjög líklega að finna sem hvarf sportlaust fyrir meira en sex og hálfu ári síðan þann 7. mars árið 2014 á leið sinni frá Kuala Lumpur til Peking.

Meðal þeirra sem eru í forsvari fyrir hópinn er Victor Iannello sem aðstoðaði áströlsk stjórnvöld við leitina að flugi MH370 á sínum tíma en hann segir að hópurinn sé sannfærður um að flak Boeing 777 þotunnar sé að finna á hafsbotni á tilteknum stað sem þeir hafa reiknað út mjög nákvæmlega.

Victor segir að mjög miklar líkur séu á því að flak flugvélarinnar sé að finna nálægt staðsetningunni
S34°23´42 gráður suður og E93°78´75 austur sem er í Suður-Indlandshafi í um 2.100 kílómetra fjarlægð vestur af borginni Perth í Ástralíu.

Bendir hann á að staðsetningin sé sá staður þar sem hópurinn telur að flugvélin hafi farið ofan í sjóinn og sé flakið því að finna í um 185 kílómetra radíus frá því hniti sem reiknað hefur verið út og sé staðurinn í um 30 kílómetra fjarlægð frá leitarsvæði þar sem leit hafði þegar farið fram.

Ítarlegar upplýsingar, gögn og reiknilíkön voru gerð til þess að fá niðurstöður sem benda á hvar flak vélarinnar er að finna

Fram kemur að hópurinn hafi reiknað út 2.300 mismunandi flugleiðir sem vélin gæti hafa flogið suðureftir Indlandshafinu og við útreikninginn var notast við gögn úr ratsjá frá hernum í Malasíu, formlegar tölur er varðar eiginleika og afkastagetu Boeing 777-200ER flugvélanna, gögn yfir afkastagetu vélarinnar sem hvarf sem bar skráninguna 9M-MRO, reiknilíkan yfir hafstrauma og útreikninga á ferlinu sem brak, sem hefur fundist, rak til lands yfir hafið auk veðurupplýsinga.

Upphafleg skýrsla hópsins kom út í febrúar á þessu ári og hafa niðurstöður hennar verið uppfærðar nokkrum sinnum í ár með nákvæmari útreikningi.

Seinasta formlega leit að flugi MH370 tók enda í mars árið 2018 og hefur ekkert verið leitað síðan þá og eru engin lönd með nein áform um frekari leit að flugvélinni.

Victor segir að hann ætli ekki að tala fyrir hönd annarra vísindamanna sem hann hefur starfað með við rannsóknir á hvarfi vélarinnar en hann tekur fram að sjálfur telur hann allt benda til þess að á þessum stað sé flakið af flugi MH370 að finna.

Ráðgátan á bakvið hvarf malasísku farþegaþotunnar er enn í dag óleyst og er hvarf þotunnar ein stærsta ráðgáta flugsögunnar en Victor telur að þessar niðurstöður hópsins með þessari staðsetningu réttlétti nýja leit að flugi MH370.

6 og hálft ár er síðan að malasíska farþegaþotan hvarf á leið sinni frá Kuala Lumpur til Peking

Victor Iannello er doktor í vísindum og verkfræðingur að mennt og hefur hann sérhæft sig í fræðum er varðar segulsvið jarðar, varmaflutning auk þess sem hann hefur brakgrunn í vökvaeðlisfræði, hitafræði, rafeindafræði og hugbúnaðarfræði.

Victor er framkvæmdarstjóri fyrirtækisins Radiant Physics í Virginíu í Bandaríkjunum en hann stofnaði einnig fyrirtækið Synchrony Inc. sem hefur átt í samstarfi við bandarísku geimferðarstofnunina NASA og bandaríska varnarmálaráðuneytið.

Fljótlega eftir að malasíska farþegaþotan hvarf var Victor boðið að slást í alþjóðlegan hóp vísindamanna og verkfræðinga til þess að aðstoða við leitina að flugvélinni en frá því að flugvélin hvarf hefur Victor birt margar skýrslur og greinar varðandi hvarf vélarinnar.  fréttir af handahófi

COVID-19 hefur kostað Airbus einn milljarð evra

29. október 2020

|

Kórónaveirufaraldurinn hefur kostað flugvélaframleiðandann Airbus um 1 milljarð evra eða sem samsvarar 165 milljörðum króna.

Gert að greiða íbúum bætur vegna hávaða frá flugvélum

29. október 2020

|

Dómstóll í Belgíu hefur skipað belgíska ríkinu til þess að greiða yfir 300 íbúum bæjarins Oostrand fleiri milljónir evra í skaðabætur vegna hávaða frá flugvélum í lendingu sem íbúarnir segjast hafa þ

Boeing selur lúxussnekkjuna

5. nóvember 2020

|

Boeing hefur selt lúxussnekkju sem var í eigu fyrirtækisins sem notuð var meðal annars til þess að fara í skemmtisiglingar með boðsgesti og þá aðallega viðskiptavini frá flugfélögum sem voru í viðskip

  Nýjustu flugfréttirnar

Bandaríkin íhuga að afnema ferðatakmarkanir til Evrópu

26. nóvember 2020

|

Sagt er að ríkisstjórn Bandaríkjanna muni á næstunni aflétta ferðatakmörkunum á milli Bandaríkjanna og Evrópu en takmarkanirnar hafa haldið mest allri flugumferðinni yfir Atlantshafinu í algjöru lág

Ingibjörg Arnarsdóttir ráðin til Isavia

26. nóvember 2020

|

Ingibjörg Arnarsdóttir hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra á nýju sameinuðu sviði fjármála og mannauðs hjá Isavia en Ingibjörg hefur mikla stjórnunarreynslu á vettvangi fjármála og mannauðs.

Þakkargjörðarfarþegar fylla flugvelli þrátt fyrir viðvaranir

26. nóvember 2020

|

Flugvellir vestanhafs hafa verið troðfullir af flugfarþegum sem hafa verið á faraldsfæti vegna Þakkargjörðarhátíðarinnar og hafa um 5 milljónir farþega farið um bandaríska flugvelli á hálfri viku þrát

Volga-Dnepr kyrrsetur allar Antonov An-124 þoturnar

26. nóvember 2020

|

Rússneska flugfélagið Volga-Dnepr hefur kyrrsett allar Antonov An-124 fraktflugvélarnar í kjölfar atviks sem átti sér stað þann 13. nóvember sl. er flugvél af þeirri gerð fór út af flugbraut í Rússlan

Brasilía afléttir flugbanni vegna 737 MAX

25. nóvember 2020

|

Brasilísk flugmálayfirvöld hafa aflétt flugbanni yfir Boeing 737 MAX þotunum og er Brasilía því annað landið til að gefa aftur út flughæfnisvottun fyrir MAX þotunum á eftir Bandaríkjunum sem afléttu f

Ætla að fljúga öllum risaþotunum árið 2022

25. nóvember 2020

|

Emirates sér fram á að allar Airbus A380 risaþoturnar í flotanum verði komnar aftur í notkun fyrir árið 2022.

Rannsókn sýnir fram á að heilinn í flugmönnum virkar öðruvísi

24. nóvember 2020

|

Því hefur stundum verið haldið fram að flugmenn geta verið soldið frábrugðnir öðru fólki og sér á parti enda ekki öllum sem dettur í hug að stíga upp í farartæki og stjórna því í háloftunum.

Nafn Air Iceland Connect gæti tekið breytingum

24. nóvember 2020

|

Svo gæti farið að nafn flugfélagsins Air Iceland Connect verði breytt á næstunni eftir að hafa verið í notkun í 3 ár eða frá því að félagið hætti að nota nafnið Flugfélag Íslands árið 2017.

Alaska Airlines pantar 13 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar

24. nóvember 2020

|

Alaska Airlines hefur gert samning um leigu á þrettán farþegaþotum af gerðinni Boeing 737 MAX 9.

Hafa ekki not fyrir tvær flugstöðvar á Brandenburg

24. nóvember 2020

|

Stjórn Brandenburg-flugvallarins í Berlín íhugar nú að loka annarri flugstöðinni vegna þess hversu fáir farþegar fara um flugvöllinn vegna kórónaveirufaraldursins.

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00