flugfréttir
Segjast hafa fundið staðinn þar sem MH370 er að finna
- Fara fram á að ný leit verði gerð að malasísku farþegaþotunni

Victor Iannello telur að mjög miklar líkur á því að flak malasísku farþegaþotuna sé að finna á tilteknum stað í Suður-Indlandshafi sem hópur vísindamanna hefur reiknað út
Hópur nokkurra sérfræðinga telja sig hafa fundið enn nákvæmari staðsetningu þar sem malasísku farþegaþotuna er mjög líklega að finna sem hvarf sportlaust fyrir meira en sex og hálfu ári síðan þann 7. mars árið 2014 á leið sinni frá Kuala Lumpur til Peking.
Meðal þeirra sem eru í forsvari fyrir hópinn er Victor Iannello sem aðstoðaði áströlsk stjórnvöld við leitina að flugi MH370 á sínum tíma en hann segir að hópurinn sé sannfærður um að flak Boeing 777 þotunnar sé að finna á hafsbotni á tilteknum stað sem þeir hafa reiknað út
mjög nákvæmlega.
Victor segir að mjög miklar líkur séu á því að flak flugvélarinnar sé að finna nálægt staðsetningunni
S34°23´42 gráður suður og E93°78´75 austur sem er í Suður-Indlandshafi í um 2.100 kílómetra fjarlægð vestur af borginni Perth í Ástralíu.
Bendir hann á að staðsetningin sé sá staður þar sem hópurinn telur
að flugvélin hafi farið ofan í sjóinn og sé flakið því að finna í um 185 kílómetra radíus frá því hniti sem reiknað hefur verið út og sé staðurinn í um 30 kílómetra fjarlægð frá leitarsvæði þar sem leit hafði þegar farið fram.

Ítarlegar upplýsingar, gögn og reiknilíkön voru gerð til þess að fá niðurstöður sem benda á hvar flak vélarinnar er að finna
Fram kemur að hópurinn hafi reiknað út 2.300 mismunandi flugleiðir sem vélin gæti hafa flogið suðureftir Indlandshafinu
og við útreikninginn var notast við gögn úr ratsjá frá hernum í Malasíu, formlegar tölur er varðar eiginleika og afkastagetu
Boeing 777-200ER flugvélanna, gögn yfir afkastagetu vélarinnar sem hvarf sem bar skráninguna 9M-MRO, reiknilíkan
yfir hafstrauma og útreikninga á ferlinu sem brak, sem hefur fundist, rak til lands yfir hafið auk veðurupplýsinga.
Upphafleg skýrsla hópsins kom út í febrúar á þessu ári og hafa niðurstöður hennar verið uppfærðar nokkrum sinnum í ár með nákvæmari útreikningi.
Seinasta formlega leit að flugi MH370 tók enda í mars árið 2018 og hefur ekkert verið leitað síðan
þá og eru engin lönd með nein áform um frekari leit að flugvélinni.
Victor segir að hann ætli ekki að tala fyrir hönd annarra vísindamanna sem hann hefur starfað með við rannsóknir á hvarfi vélarinnar en hann tekur fram að sjálfur telur hann allt benda til þess að á þessum stað sé flakið af flugi MH370 að finna.
Ráðgátan á bakvið hvarf malasísku farþegaþotunnar er enn í dag óleyst
og er hvarf þotunnar ein stærsta ráðgáta flugsögunnar en Victor telur að þessar niðurstöður hópsins með þessari
staðsetningu réttlétti nýja leit að flugi MH370.

6 og hálft ár er síðan að malasíska farþegaþotan hvarf á leið sinni frá Kuala Lumpur til Peking
Victor Iannello er doktor í vísindum og verkfræðingur að mennt og hefur hann sérhæft sig í fræðum er varðar segulsvið jarðar,
varmaflutning auk þess sem hann hefur brakgrunn í vökvaeðlisfræði, hitafræði, rafeindafræði og hugbúnaðarfræði.
Victor er framkvæmdarstjóri fyrirtækisins Radiant Physics í Virginíu í Bandaríkjunum en hann stofnaði einnig fyrirtækið Synchrony Inc.
sem hefur átt í samstarfi við bandarísku geimferðarstofnunina NASA og bandaríska varnarmálaráðuneytið.
Fljótlega eftir að malasíska farþegaþotan hvarf var Victor boðið að slást í alþjóðlegan hóp vísindamanna og verkfræðinga til þess að aðstoða við leitina að flugvélinni en frá því að flugvélin hvarf hefur Victor birt margar skýrslur og greinar varðandi hvarf vélarinnar.


26. febrúar 2021
|
Nokkur bresk flugfélög og þar á meðal easyJet og einnig ferðaskrifstofur í Bretland hafa tilkynnt að þau hafa orðið vör við gríðarlega eftirspurn og mikinn kipp í bókunum á flugi á bókunarsíðum eftir

2. desember 2020
|
Stjórnvöld í Japan ætla tímabundið að lækka skatta og álögur á flugvélaeldsneyti um allt að 80% til þess að styðja við bakið á japönskum flugfélögum í heimsfaraldrinum.

4. febrúar 2021
|
Stjórnvöld í Íran fara fram á að vita hver staðan er á risapöntun sem ríkisflugfélagið Iran Air lagði inn til Boeing árið 2016 í 80 þotur en pöntunin er metin á 2.159 milljarða króna.

26. febrúar 2021
|
Nokkur bresk flugfélög og þar á meðal easyJet og einnig ferðaskrifstofur í Bretland hafa tilkynnt að þau hafa orðið vör við gríðarlega eftirspurn og mikinn kipp í bókunum á flugi á bókunarsíðum eftir

26. febrúar 2021
|
Flytja þurfti flugvallarstarfsmann í Rússlandi á sjúkrahús eftir að hann hlaut augnskaða eftir að áhöfn flugvélar, sem hann var að leiðbeina inn á flughlað, blikkaði lendingarljósunum á stæðinu er ha

25. febrúar 2021
|
Tékkneska flugfélagið Czech Airlines (CSA) hefur lýst því yfir að til standi að segja upp öllu starfsfólki félagsins en um 430 starfsmenn starfa hjá félaginu.

25. febrúar 2021
|
Hreyflablaðið sem brotnaði í PW4000 hreyfli á Boeing 777 farþegaþotu hjá United Airlines, sem olli bilun í hreyfli sl. helgi með þeim sökum að sprenging kom upp í hreyflinum, hafði verið notað í um 3

24. febrúar 2021
|
Norwegian leitar nú leiða til þess að rifta þeim samningum sem félagið hafði gert fyrir nokkrum árum síðan við Boeing og Airbus varðandi pantanir á nýjum farþegaþotum.

24. febrúar 2021
|
Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) segir að til standi að taka niður og fleygja samansettu leifum af flaki af júmbó-þotu frá Trans World Airlines (TWA) en flug TWA800 fórst skömmu eftir flugtak

23. febrúar 2021
|
Í þeim tilgangi að bjarga rekstri ítalska flugfélagsins Alitalia þá hefur Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnt að ríkisstjórn landsins ætli að taka yfir stjórn flugfélagsins á næstunni.

23. febrúar 2021
|
Talið er líklegt að málmþreyta í hreyflablaði sé orsök bilunar sem kom upp í hreyfli á farþegaþotu af gerðinni Boeing 777-200 hjá United Airlines sem varð til þess að sprenging kom upp í hreyflinum sk