flugfréttir

Bókin Martröð í Mykinesi er komin út

- Slysið er flugvél frá Flugfélagi Íslands brotlenti í Færeyjum árið 1970

9. desember 2020

|

Frétt skrifuð kl. 12:01

Höfundar bókarinnar eru þeir Grækaris Djurhuus Magnussen og Magnús Þór Hafsteinsson.

Bókin Martröð í Mykinesi – Íslenska flugslysið í Færeyjum 1970, er komin út en höfundar bókarinnar eru þeir Grækaris Djurhuus Magnussen og Magnús Þór Hafsteinsson.

Í þessari bók er sögð ótrúleg saga af flugslysi sem hefur legið í þagnargildi í hálfa öld. Bókin geymir vitnisburði fjölda fólks sem komst lífs af úr slysinu eða tók þátt í björgunararðgerðum, bæði Íslendinga, Færeyinga og Dana. Auk þess er fjöldi ljósmynda sem hafa aldrei sést áður.

Laust fyrir hádegi 26. september 1970 brotlenti Fokker Friendship-vél Flugfélags Íslands í roki, þoku og rigningu undir tindinum Knúki á Mykinesi í Færeyjum. Alls voru 34 um borð í fullsetinni vélinni. Fjögurra manna áhöfn var skipuð Íslendingum og tveir úr farþegahópnum voru frá Íslandi.


Hrafnhildur Ólafsdóttir var fyrsta flugfreyja vélarinnar. Hún komst lífs af
en slasaðist alvarlega. Hér er hún með fyrsta eintak bókarinnar


Flak vélarinnar fannst ekki fyrr en nokkrum klukkustundum síðar. Þá voru átta látnir en 26 á lífi. Björgunaraðgerðir hófust við afar erfiðar aðstæður. Mykines var einangruð klettaeyja með fáum íbúum sem lifðu af búskap, fuglatekju og fiskveiðum. Fólkið þar stóð frammi fyrir hópslysi sem enginn hafði ímyndað sér að gæti orðið í Færeyjum.


Björgunarlið, sem var sent til Mykiness, varð að glíma við illviðri og miklar torfærur á leið sinni á slysstaðinn. Áhöfn flugvélarinnar og þau úr farþegahópnum sem gátu staðið á fótum urðu sjálf að ganga ofan af fjallinu til byggða.


Martröð í Mykinesi lýsir einstakri og ógleymanlegri sögu sem hefur ekki nema að örlitlu leyti komið fyrir sjónir íslenskra lesenda fyrr. Hér má lesa um hetjudáðir, hugprýði, fórnir og æðruleysi, en líka um þjáningar, sorg og eftirsjá. Enginn sem lætur sig varða mannleg örlög getur látið þessa bók fram sér fara.

Færeyska sjónvarpið var nýverið við upptökur í Fokker Friendship-vélinni á Flugsafni Íslands á Akureyri en það hyggst nú í vetur sýna heimildakvikmynd um slysið.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga