flugfréttir
Í oddaflugi yfir eldgosinu
- Ljósmyndaflug fyrir flugvélaframleiðandann Diamond Aircraft

Diamond flugvélaframleiðandinn ætlar að nota myndirnar í kynningar- og markaðsefni
Sex kennsluvélar Flugakademíu Íslands flugu á dögunum oddaflug yfir gosstöðvarnar í Geldingadölum, en flugið var framkvæmt að beiðni Diamond flugvélaframleiðandans, sem hafa mikinn áhuga á því að nýta myndefnið í markaðs- og kynningarstarfi.
Óhætt er að segja að yfirflug vélanna hafi vakið athygli heimafólks á Suðurnesjunum enda eru oddaflug sem þessi ekki algeng hér á landi.
Samkvæmt Alexöndru Tómasdóttur, markaðsstjóra Flugakademíu Íslands var tilgangur flugferðarinnar tvíþættur. „Annars vegar vegna fyrirspurnar Diamond flugvélaframleiðandans um myndatöku af Diamond vélum Flugakademíunnar yfir gosinu og hins vegar til að fagna því að á dögunum útskrifuðust fyrstu atvinnuflugmenn skólans undir nýju heiti Flugakademíunnar.“ Alexandra bætir við að dagurinn hafi verið einstaklega skemmtilegur dagur. „Ég held að óhætt sé að segja að allir þeir sem komu að þessu verkefni og urðu vitni af fluginu hafi haft gaman af“.
Bjartir tímar framundan í fluginu
Þess má geta að til þess að oddaflug sé framkvæmt af öryggi þarf að huga að fjölmörgum atriðum, flugmenn þurfa að vera einstaklega vel samstilltir og flugið skipulagt í þaula. Kári Kárason, forstöðumaður Flugakademíu Íslands, og Davíð Brár Unnarsson, skólastjóri Flugakademíunnar, flugu fremstu vélunum og stýrðu fluginu.

Flugvélarnar sex í samflugi við gíginn í Geldingadal
„Þetta gekk mjög vel, fylkingarflug krefst undirbúnings og þjálfunar og nýttum við tækifærið til að æfa þetta vel. Okkar reynslumestu flugkennarar fengu þetta verkefni og leystu það mjög vel af hendi“, sagði Kári Kárason að loknu fluginu. „Það er alltaf gaman að taka þátt í svona öðruvísi flugverkefnum og vonandi getum við gert meira af þessu á flughátíðum og flugsýningum. Það eru þrátt fyrir allt bjartir tímar framundan í fluginu, flugfélög farin að ráða flugmenn aftur og við finnum fyrir auknum áhuga á flugnámi sem eru frábærar fréttir.“
Kennsluvélarnar merktar með nýju merki Flugakademíu Íslands
Eftir sameiningarferli Flugakademíu Keilis og Flugskóla Íslands á síðasta ári, hafa skólarnir nú sameinast undir nafni og merkjum Flugakademíu Íslands, sem er fyrir vikið einn af stærstu og öflugustu skólum Norðurlandanna.

Kennsluvélin TF-KFI á flugi yfir gígnum
Kennsluvélarnar sem tóku þátt í oddafluginu yfir Geldingadölum eru allar merktar nýju merki Flugakademíu Íslands, en H:N Markaðssamskipti höfðu umsjón með gerð nýs hönnunarstaðals skólans. Ljósmyndari flugsins var Þráinn Kolbeinsson, sem hefur meðal annars farið mikinn í myndatökum á Reykjanesinu að undanförnu.
Opið er fyrir umsóknir í einka- og atvinnuflug Flugakademíu Íslands til 30. júlí og geta áhugasamir umsækjendur mætt á kynningardag í verklegri aðstöðu skólans á Reykjavíkurflugvelli 24. júní næstkomandi til að kynna sér námið.


6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.