flugfréttir

Isavia birtir ársuppgjör fyrir árið 2021

16. mars 2022

|

Frétt skrifuð kl. 07:24

Frá Keflavíkurflugvelli

Rekstrarafkoma af samstæðu Isavia fyrir fjármagnsliði og skatta (EBIT) á árinu 2021 var neikvæð um 4,7 milljarða króna samanborið við neikvæða rekstrarafkomu upp á 10,1 milljarð króna árið 2020.

Áhrifa kórónuveirunnar gætti enn verulega á rekstur félagsins þrátt fyrir mikinn viðsnúning á fyrri hluta ársins en tekjur jukust um 6,1 milljarða króna eða 41% samanborið við árið á undan.

Ef horft er til ársins 2019 nam tekjusamdrátturinn árið 2021 um 46% fyrir samstæðu Isavia en 72% ef eingöngu er horft til reksturs móðurfélagsins sem sinnir rekstri Keflavíkurflugvallar.

Farþegum um Keflavíkurflugvöll fjölgaði um 58% milli ára og voru þeir 2,2 milljónir árið 2021 samanborið við 1,4 milljónir árið á undan.

Ef horft er til heildarafkomu ársins var hún jákvæð um 321 milljónir króna samanborið við neikvæða afkomu um 13,2 milljarða króna árið 2020. Stóran hluta þeirrar breytingar má rekja til jákvæðra gengisáhrifa vegna langtímalána í erlendum gjaldmiðlum og einskiptis vaxtatekna.

„Þrátt fyrir að áhrifa kórónuveirunnar hafi gætt verulega í rekstri flugvalla og flugleiðsöguþjónustu hjá okkur á síðasta ári má segja að árið 2021 hafi markað ákveðin tímamót,“ segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia.

„Þau flugfélög sem flugu til Keflavíkurflugvallar árið 2019 snéru aftur og með afnámi sóttvarnarráðstafana á landamærum Íslands má segja að síðustu hindruninni sem eftir stóð hafi verið hrundið úr vegi“, bætir Sveinbjörn við.

„Við finnum fyrir miklum áhuga á Íslandi frá okkar flugfélögum og þrátt fyrir að kórónuveiran hafi enn áhrif á líf okkar allra þá þarf ekki mikið að gerast til að við förum fram úr þeim forsendum sem spár gefa til kynna um fjölda farþega á þessu ári. Við sjáum ekki enn hver áhrif stríðsins í Úkraínu kunna að verða á ferðalög farþega til og frá Íslandi en fylgjumst auðvitað vel með stöðu mála.“

Uppbygging Keflavíkurflugvallar gengur vel og það er útlit fyrir að 2022 verði metár þegar kemur að framkvæmdum á flugvellinum.

„Uppbyggingin mun gera okkur kleift að taka enn betur á móti sívaxandi fjölda farþega á næstu árum og auka samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar. Það mun styðja við fjölgun flugtenginga sem er lykilatriði þegar kemur að lífsgæðum og velsæld á Íslandi,“ segir Sveinbjörn. „Framkvæmdir eru að mestu enn á áætlun en við finnum þó þegar fyrir áhrifum stríðsins í Úkraínu á aðfangakeðjuna í framkvæmdunum.“

Aðalfundur Isavia verður haldinn 24. mars næstkomandi og þá verður ársskýrsla félagsins fyrir árið 2021 gefin út. Ársreikning Isavia fyrir árið 2021 má lesa hér.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga