flugfréttir

Hafa aflýst yfir 15.000 flugferðum innan Evrópu í ágúst

16. júlí 2022

|

Frétt skrifuð kl. 15:06

Örtröð hefur skapast á flestum stærri flugvöllunum í Evrópu

Stærstu flugvellirnir í Evrópu eru farnir að grípa til örþrifaráða til þess að stemma stigu við fjölda flugfarþega og eru miklir flöskuhálsar farnir að skapa gríðarlegt vandamál með tilheyrandi töfum sem að mestu má rekja til skorts á starfsfólki.

Flugvöllurinn í Frankfurt hefur gripið til þess ráðst að takmarka fjölda flugtaka og lendinga á flugvellinum við 88 hreyfingar á klukkustund í von um að það muni setja meiri stöðugleika á flæði farþega um flugvöllinn.

Lufthansa tekur þessari ákvörðun fagnandi og segir Jens Ritter, framkvæmdarstjóri Lufthansa, að flugfélagið hafi nú þegar aflýst mörgum flugferðum til þess að lægja öldurnar í leiðarkerfinu.

Vandamálið á Frankfurt flugvellinum er tilkomið þar sem óvenju margir flugvallarstarfsmenn hafa hringt sig inn veika að undanförnu sem mögulega má rekja til álags, þrátt fyrir að búið var að gera tilraunir nokkrum sinnum til að minnka álagið með færri flugferðum til og frá vellinum.

Færa sum flug yfir til nágrannaborga við Amsterdam

Svipuð staða er uppi á teningnum á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam þar sem biðraðir í öryggisleit hafa náð langt út fyrir flugstöðvarbygginguna en þar á bæ hafa einnig verið settar takmarkanir á tíðni flugferða.

Meðal annars hefur flugfélagið Royal Air Maroc ákveðið að fljúga nokkur flug frá Casablanca til Maastricht-flugvallarins og til Rotterdam þar sem ekki er pláss fyrir öll flug félagsins til Schiphol.

Royal Air Marco segir að félagið muni svo endurskoða þá ákvöðrun ef ástandið verður svipað um miðjan ágúst

Biðja farþega um að fresta ferðalögum

Á Heathrow-flugvellinum, þar sem ástandið hefur verið hvað verst, hefur British Airways nú beðið farþega um að fresta ferðalögum og bíða með að bóka flug þar sem flugfélagið breska nær ekki að halda utan um eftirspurnina.

Biðraðir á Gatwick-flugvellinum í London

British Airways hefur haft samband við alla þá farþega sem eiga bóða flug fram til 25. júlí og beðið þá um að íhuga þann möguleika að fresta fluginu þeim að kostnaðarlausu.

British Airways sagði upp 10.000 starfsmönnum í heimsfaraldrinum en vegna þessa hefur félaginu gengið erfiðlega að halda úti flugáætlun vegna skorts á starfsmönnum á sama tíma og metfjöldi farþega fyllir nú flugstöðvarnar á Heathrow-flugvellinum.

Nýjustu tölur frá fyrirtækinu Citrium sýnir að flugfélög víða um heim hafa aflýst 15.788 flugferðum í ágúst innan Evrópu en það flugfélag, sem hefur fellt niður flestar flugferðirnar, er Turkish Airlines en það flugfélag hefur aflýst 4.408 flugferðum innan Evrópu.

Því næst kemur British Airways með um 3.600 flugferðir sem feldar hafa verið niður og því næst easyJet með 2.045 flug sem hafa verið aflýst og svo Lufthansa með 1.888 flug og Wizz Air með 1.256 flugferðir.

Flugferðirnar 15 þúsund, sem felldar hafa verið niður í ágúst er þó aðeins 2 prósent af öllum þeim flugferðum sem eru áætlaðar í næsta mánuði í Evrópu.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga