flugfréttir
Losa sig við síðustu A320 þotuna
- Stefna á að hafa eingöngu þotur frá Boeing í flotanum

Ein af þeim Airbus A320 þotum sem Alaska Airlines fékk í flotann eftir samrunann við Virgin America
Alaska Airlines hefur tekið síðustu Airbus A320 þotuna úr flotanum en félagið stefnir á að verða aftur eingöngu með þotur frá Boeing fyrir lok þessa árs.
Alaska Airlines hefur aldrei pantað neinar þotur frá Airbus í 78 ára sögu flugfélagsins
en félagið fékk Airbus-þoturnar í flotann er Alaska Airlines tók yfir rekstur Virgin America
árið 2017 og sameinuðust flugfélögin undir merkjum Alaska Airlines ári síðar.
Það var í október árið 2019 sem að Alaska Airlines
byrjaði að losa sig við fyrstu Airbus A320 þotuna en félagið fékk 52 þotur til sín
úr flota Virgin America af gerðinni Airbus A320, A320neo og A319 sem voru málaðar í litum Alaska Airlines.
Í mars í fyrra tilkynnti flugfélagið að til stæði að hraða því ferli að taka Airbus-þoturnar úr flotanum
auk þess sem til stæði að hætta með De Havilland Dash 8 Q400 flugvélarnar.
Alaska Airlines hefur samt sem áður ennþá ellefu þotur í flotanum af gerðinni Airbus A321neo en til stendur að þær verða allar farnar út flotanum fyrir lok þessa árs.
Í dag hefur Alaska Airlines 204 Boeing 737 þotur af mismunandi tegundum en 61 er af gerðinni
Boeing 737-800, tólf af gerðinni Boeing 737-900, 79 af gerðinni Boeing 737-900ER, ellefu
af gerðinni Boeing 737-700 og þá hefur félagið fengið 38 þotur af gerðinni Boeing 737 MAX 9.



14. nóvember 2022
|
Thai Airways er nú að íhuga að bætast í hóp þeirra flugfélaga sem hafa dustað rykið af risaþotunni Airbus A380 en flugfélagið tælenska hætti með risaþoturnar fljótlega í byrjun heimsfaraldursins og s

7. desember 2022
|
Airbus afhenti á dögunum nýja Airbus A330neo þotu til Air Greenland en þotan er af gerðinni Airbus A330-800 og er flugfélagið grænlenska þriðja flugfélagið til þess að fá minni gerðina af A330neo af

6. desember 2022
|
Boeing hefur gert hlé á öllum frekari flugprófunum með Boeing 777-9 tilraunarþoturnar vegna vandamáls sem hefur komið upp með GE9X hreyfilinn frá General Electic.

29. janúar 2023
|
Air France-KLM hefur lagt inn staðfesta pöntun í fjórar fraktflugvélar af gerðinni Airbus A350F en þoturnar munu fara í flota dótturfélagsins Martinair Holland og verða þær staðsett á Schiphol-flug

28. janúar 2023
|
Breska lágfargjaldarfélagið Flybe er hætt flugresktri enn og aftur, aðeins tæpu ári eftir að reksturinn var endurvakinn með nýjum eigendum eftir að flugfélagið varð gjaldþrota árið 2020.

26. janúar 2023
|
Áætlunarflug er að hefjast að nýju um London Southend flugvöllinn á Englandi en easyJet hefur tilkynnt að félagið ætli að hefja beint flug frá Southend til Amsterdam þann 24. maí í vor.

26. janúar 2023
|
Horizon Air, dótturfélag Alaska Air Group, hefur formlega hætt með De Havilland Dash 8-400 flugvélarnar sínar og var síðasta áætlunarflugið flogið fyrr í þessum mánuði.

26. janúar 2023
|
Frá og með deginum í dag, 26. janúar, er aftur komin á flugumferðarstjórn yfir Sómalíu í kjölfar þess að flugupplýsingasvæðið Mogadishu FIR var endurvakið með innleiðingu innviða og úrbótum á öryggi

25. janúar 2023
|
Flugfélagið Uzbekistan Airways gerir nú tilraun til þess að setja gamlar Boeing-þotur á sölu auk gamalla þotna sem smíðaðar voru á tímum Sovíetríkjanna og hefur flugfélagið fengið til sín ráðgjafa f

24. janúar 2023
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa fordæmt harðlega ákvörðun stjórnvalda í Mexíkó sem vilja banna allt fraktflug um Benito Juárez alþjóðaflugvöllinn í Mexíkóborg.

24. janúar 2023
|
Spáð er því að skortur á flugmönnum í heiminum eigi eftir að vara í að minnsta kosti áratug eða allt til ársins 2032.