flugfréttir
Búið að finna bæði flugritann og hljóðritann
- Mannskæðasta flugslysið í Nepal í 30 ár

Flugfélagið Yeti Airlines hefur sex ATR 72-500 flugvélar í flota sínum
Yfirvöld í Nepal hafa lýst því yfir að búið sé að finna bæði flugritann og hljóðritann úr ATR 72-500 flugvélinni frá Yeti Airlines sem brotlenti sl. sunnudagsmorgunn er hún var í aðflugi að Pokhara-flugvellinum.
Fram kemur að bæði flugritinn og hljóðritinn
séu í góðu ásigkomulagi og verða þeir sendir til greiningar þar sem sérfræðingar munu reyna að ná
upplýsingum úr þeim.
Flugslysið er sagt verða það mannskæðasta í 30 ár þar í landi eða frá því að Airbus A300 þota frá Pakistan
International Airlines fórst í aðflugi að flugvellinum í Kathmandu þann 28. september árið 1992 með þeim
afleiðingum að 167 manns létu lífið.
Franskir flugslysasérfræðingar munu taka þátt í rannsókninni á flugslysinu í gær þar sem að ATR flugvélarnar
eru meðal annars framleiddar í Frakklandi.
Yeti Airlines aflýsti öllu flugi í dag, 16. janúar, í virðingarskyni en flugfélagið hefur sex ATR 72 flugvélar í flota
sínum.



9. janúar 2023
|
American Airlines ætlar sér að draga sig til hlés í þremur mismunandi borgum vestanhafs er kemur að stuttum flugleiðum vegna skorts á þeim flugmönnum sem fljúga minni flugvélum og tengja saman smærri

13. desember 2022
|
United Airlines hefur lagt inn pöntun til Boeing í 200 farþegaþotur og samanstendur pöntunin af eitt hundrað Dreamliner-þotum og 100 farþegaþotum af gerðinni Boeing 737 MAX.

30. nóvember 2022
|
Maastricht Aachen flugvöllurinn í Hollandi ætlar að banna vissar júmbó-þotur á flugvellinum auk McDonnell Douglas MD-11 þotunnar.

29. janúar 2023
|
Air France-KLM hefur lagt inn staðfesta pöntun í fjórar fraktflugvélar af gerðinni Airbus A350F en þoturnar munu fara í flota dótturfélagsins Martinair Holland og verða þær staðsett á Schiphol-flug

28. janúar 2023
|
Breska lágfargjaldarfélagið Flybe er hætt flugresktri enn og aftur, aðeins tæpu ári eftir að reksturinn var endurvakinn með nýjum eigendum eftir að flugfélagið varð gjaldþrota árið 2020.

26. janúar 2023
|
Áætlunarflug er að hefjast að nýju um London Southend flugvöllinn á Englandi en easyJet hefur tilkynnt að félagið ætli að hefja beint flug frá Southend til Amsterdam þann 24. maí í vor.

26. janúar 2023
|
Horizon Air, dótturfélag Alaska Air Group, hefur formlega hætt með De Havilland Dash 8-400 flugvélarnar sínar og var síðasta áætlunarflugið flogið fyrr í þessum mánuði.

26. janúar 2023
|
Frá og með deginum í dag, 26. janúar, er aftur komin á flugumferðarstjórn yfir Sómalíu í kjölfar þess að flugupplýsingasvæðið Mogadishu FIR var endurvakið með innleiðingu innviða og úrbótum á öryggi

25. janúar 2023
|
Flugfélagið Uzbekistan Airways gerir nú tilraun til þess að setja gamlar Boeing-þotur á sölu auk gamalla þotna sem smíðaðar voru á tímum Sovíetríkjanna og hefur flugfélagið fengið til sín ráðgjafa f

24. janúar 2023
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa fordæmt harðlega ákvörðun stjórnvalda í Mexíkó sem vilja banna allt fraktflug um Benito Juárez alþjóðaflugvöllinn í Mexíkóborg.

24. janúar 2023
|
Spáð er því að skortur á flugmönnum í heiminum eigi eftir að vara í að minnsta kosti áratug eða allt til ársins 2032.