flugfréttir
Mexíkóskt sprotaflugfélag pantar 30 rafmagnsflugvélar

Tölvugerð mynd af rafmagnsflugvélinni Alice í litum mexíkóska flugfélagsins Aerus
Nýtt flugfélag í Mexíkó hefur lagt inn pöntun til bandaríska fyrirtækisins Eviation í þrjátíu rafmagnsflugvélar af gerðinni Alice en um er að ræða samkomulag sem gert var í gær.
Nýja flugfélagið heitir Aerus og hefur það höfuðstöðvar sínar í borginni Monterrey
og stefnir félagið á áætlunarflug á stuttum flugleiðum í norðurhluta Mexíkó.
Alice er lítil farþegaflugvél sem gengur eingöngu fyrir rafmagni og mun flugvélin geta borið tvo flugmenn og níu farþega auk þess sem hægt verður
að koma fyrir frakt upp að 1.2 tonnum.
Flugvélin er knúin áfram með tveimur Magni650 rafmagnsmótorum sem hver og einn skila af sér 700kW. Hámarksflugtaksþungi Alice verður 8.3 tonn (18.400 lbs) og mun flugvélin hafa flugdrægi upp á 463 kílómetra (250 nm) og ná flughraða upp á 260 hnúta (482 km/klst).
Gregory Davis, framkvæmdarstjóri Eviation, segir að líkt og Uber leiði leigubílamarkaðinn
í heiminum þá stefnir Eviation á að vera leiðandi í framleiðslu á litlum
rafmagnsflugvélum.
Eviation flaug Alice flugvélinni sitt fyrsta flug í september í fyrra og fór
tilraunaflugvélin í loftið frá Grant County flugvellinum í Moses Lake í Washington-ríki.
Aerus var stofnað í maí árið 2022 og vonast flugfélagið að geta hafið áætlunarflug í vor en fyrstu flugin verða flogin með tveimur flugvélum af gerðinni Cessna 408 SkyCaravan og fjórum af gerðinni Cessna Grand Caravan EX.



6. janúar 2023
|
Lufthansa ætlar að dusta rykið af öllum Airbus A340-600 breiðþotunum en þoturnar voru settar í langtímageymslu við upphaf heimsfaraldursins árið 2020 og sá flugfélagið ekki fram á að þær myndu snúa

21. desember 2022
|
SAS (Scandinavian Airlines) stefnir á að hefja áætlunarflug yfir sumartímann til New York frá Gautaborg og Álaborg.

9. janúar 2023
|
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sett saman sérstaka nefnd sem er ætlað að fara yfir ýmis öryggismál og öryggisstaðla innan Boeing.

29. janúar 2023
|
Air France-KLM hefur lagt inn staðfesta pöntun í fjórar fraktflugvélar af gerðinni Airbus A350F en þoturnar munu fara í flota dótturfélagsins Martinair Holland og verða þær staðsett á Schiphol-flug

28. janúar 2023
|
Breska lágfargjaldarfélagið Flybe er hætt flugresktri enn og aftur, aðeins tæpu ári eftir að reksturinn var endurvakinn með nýjum eigendum eftir að flugfélagið varð gjaldþrota árið 2020.

26. janúar 2023
|
Áætlunarflug er að hefjast að nýju um London Southend flugvöllinn á Englandi en easyJet hefur tilkynnt að félagið ætli að hefja beint flug frá Southend til Amsterdam þann 24. maí í vor.

26. janúar 2023
|
Horizon Air, dótturfélag Alaska Air Group, hefur formlega hætt með De Havilland Dash 8-400 flugvélarnar sínar og var síðasta áætlunarflugið flogið fyrr í þessum mánuði.

26. janúar 2023
|
Frá og með deginum í dag, 26. janúar, er aftur komin á flugumferðarstjórn yfir Sómalíu í kjölfar þess að flugupplýsingasvæðið Mogadishu FIR var endurvakið með innleiðingu innviða og úrbótum á öryggi

25. janúar 2023
|
Flugfélagið Uzbekistan Airways gerir nú tilraun til þess að setja gamlar Boeing-þotur á sölu auk gamalla þotna sem smíðaðar voru á tímum Sovíetríkjanna og hefur flugfélagið fengið til sín ráðgjafa f

24. janúar 2023
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa fordæmt harðlega ákvörðun stjórnvalda í Mexíkó sem vilja banna allt fraktflug um Benito Juárez alþjóðaflugvöllinn í Mexíkóborg.

24. janúar 2023
|
Spáð er því að skortur á flugmönnum í heiminum eigi eftir að vara í að minnsta kosti áratug eða allt til ársins 2032.