flugfréttir
Britten-Norman BN2T-4S fær loksins vottun í Bandaríkjunum
- Fær vottun hjá FAA 28 árum eftir að hún fékk vottun í Bretland

Britten-Norman BN2T-4S Islander kom á markað árið 1995
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa loksins gefið út flughæfnisvottun fyrir Britten-Norman BN2T-4S Islander flugvélinni eða næstum 30 árum eftir að flugvélin fékk vottun í Bretlandi þar sem hún er framleidd.
Flugvélaframleiðandinn Britten-Norman lýsti því yfir í gær að flugvélin hafi fengið vottun vestanhafs
þann 15. desember síðastliðinn og segir í yfirlýsingu að þetta opni mörg tækifæri er kemur að markaðsetningu
flugvélarinnar í Bandaríkjunum og einnig á alþjóðamarkaði.
BN2T-4S tegundin fékk flughæfnisvottun í Bretlandi árið 1995 en framleiðandinn hefur ekki gefið upp hver
ástæðan er fyrir að flugvélin er núna fyrst að fá vottun í Bandaríkjunum en til stendur að sækja um
vottun fyrir flugvélinni hjá flugmálayfirvöldum á Indlandi og í Kanada.
BN2T-4S Islander flugvélin er knúin áfram af tveimur Rolls-Royce M250 hreyflum og hefur hún flugdrægi
upp á 1.006 nm mílur (1.863 kílómetra) með hámarksfarflugshraða upp á 176 kn (hnúta).
Samkvæmt upplýsingum eru 49 flugvélar í umferð í heiminum í dag af gerðinni BN2T-4S.



23. nóvember 2022
|
Ástralska flugfélagið Qantas sér fram á bjartari tíma og hefur flugfélagið uppfært afkomuspá sína fyrir fyrri helming ársins 2023.

27. desember 2022
|
Boeing hefur hægt á framleiðslunni á þeim Dreamliner-þotum sem smíðaðar eru í verksmiðjunni í North Charleston í Suður-Karólínu.

4. janúar 2023
|
Lion Air Group ætlar sér að bæta við allt að 80 nýjum farþegaþotum við flugflota dótturfélaga sinna á þessu ári.

29. janúar 2023
|
Air France-KLM hefur lagt inn staðfesta pöntun í fjórar fraktflugvélar af gerðinni Airbus A350F en þoturnar munu fara í flota dótturfélagsins Martinair Holland og verða þær staðsett á Schiphol-flug

28. janúar 2023
|
Breska lágfargjaldarfélagið Flybe er hætt flugresktri enn og aftur, aðeins tæpu ári eftir að reksturinn var endurvakinn með nýjum eigendum eftir að flugfélagið varð gjaldþrota árið 2020.

26. janúar 2023
|
Áætlunarflug er að hefjast að nýju um London Southend flugvöllinn á Englandi en easyJet hefur tilkynnt að félagið ætli að hefja beint flug frá Southend til Amsterdam þann 24. maí í vor.

26. janúar 2023
|
Horizon Air, dótturfélag Alaska Air Group, hefur formlega hætt með De Havilland Dash 8-400 flugvélarnar sínar og var síðasta áætlunarflugið flogið fyrr í þessum mánuði.

26. janúar 2023
|
Frá og með deginum í dag, 26. janúar, er aftur komin á flugumferðarstjórn yfir Sómalíu í kjölfar þess að flugupplýsingasvæðið Mogadishu FIR var endurvakið með innleiðingu innviða og úrbótum á öryggi

25. janúar 2023
|
Flugfélagið Uzbekistan Airways gerir nú tilraun til þess að setja gamlar Boeing-þotur á sölu auk gamalla þotna sem smíðaðar voru á tímum Sovíetríkjanna og hefur flugfélagið fengið til sín ráðgjafa f

24. janúar 2023
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa fordæmt harðlega ákvörðun stjórnvalda í Mexíkó sem vilja banna allt fraktflug um Benito Juárez alþjóðaflugvöllinn í Mexíkóborg.

24. janúar 2023
|
Spáð er því að skortur á flugmönnum í heiminum eigi eftir að vara í að minnsta kosti áratug eða allt til ársins 2032.