flugfréttir

Spá því að skortur á flugmönnum í heiminum muni vara í 10 ár

- Fjöldi nýútskrifaðra atvinnuflugmanna nær ekki að anna þörf flugfélaganna

24. janúar 2023

|

Frétt skrifuð kl. 10:01

Fyrirtækið Jefferies í New York telur að skortur á flugmönnum eigi eftir að fara allt til ársins 2032

Spáð er því að skortur á flugmönnum í heiminum eigi eftir að vara í að minnsta kosti áratug eða allt til ársins 2032.

Þetta kemur fram í skýrslu sem fjármálafyrirtækið Jefferies í New York gaf út nýlega og kemur einnig fram að það land sem á eftir að verða verst fyrir barðinu á skorti á flugmönnum sé Bandaríkin.

Í skýrslunni segir að fjöldi þeirra flugmanna sem láta af störfum í Bandaríkjunum vegna aldurs hefur þó farið fækkandi úr 13.000 flugmönnum árið 2020 niður í 6.000 flugmenn árið 2022 og á sama tíma fer fjöldi nýrra flugmanna hækkandi vestanhafs.

Þrátt fyrir að nýjum flugmönnum fari fjölgandi á heimsvísu þá er talið að á næsta ári vanti 11.000 flugmenn til þess að anna eftirspurn flugfélaganna en ef ekki verður gripið til róttækra aðgerða þá stefnir allt í það að skortur verður á 60 þúsund flugmönnum árið 2032.

Alvarlegastur verður skorturinn í Norður-Ameríku og í Afríku en einnig verður skortur á flugmönnum í vesturhluta Evrópu, Miðausturlöndum og í Suður-Ameríku en þó ekki eins alvarlegur.

„Flugmannaskorturinn hefur byrjað að láta á sér kræla nú þegar í Bandaríkjunum og þar stefnir í að það vanti 17.000 flugmenn eftir tvö ár“, segir í skýrslunni frá Jefferies. - „Hátt hlutfall í snemmbúnum starfslokum spilar þar helst inn í sem er tilkomið vegna heimsfaraldursins“.

Þá segir að þótt að fjöldi nýútgefinna atvinnuflugmannsskírteina sé sífellt að hækka, og verið sé að útskrifa fleiri atvinnuflugmenn milli ára, þá nær það ekki til að anna eftirspurninni.

  fréttir af handahófi

Icelandair mun hefja flug til Detroit næsta vor

25. nóvember 2022

|

Icelandair hefur kynnt til leiks nýjan áfangastað í leiðarkerfi félagsins í Norður-Ameríku en næsta vor mun hefjast beint flug til bandarísku borgarinnar Detroit í Michican.

Flugfreyju sagt upp störfum fyrir að vera of stór fyrir sætin

12. desember 2022

|

Flugfreyja ein hefur höfðað mál gegn fyrrverandi vinnuveitanda sínum, bandaríska flugfélaginu Spirit Airlines, eftir að henni var sagt upp störfum á þeim forsendum að hún hefði verið of þung og stó

Fór í loftið án 55 farþega sem gleymdust í rútu á flughlaðinu

14. janúar 2023

|

Flugmálayfirvöld á Indlandi hafa hafið rannsókn á atviki sem átti sér stað er farþegaþota frá indverska lágfargjaldafélaginu Go First fór í loftið og skildi á sjötta tug farþega eftir sem áttu bókað m

  Nýjustu flugfréttirnar

Air France-KLM pantar fjórar Airbus A350F fraktþotur

29. janúar 2023

|

Air France-KLM hefur lagt inn staðfesta pöntun í fjórar fraktflugvélar af gerðinni Airbus A350F en þoturnar munu fara í flota dótturfélagsins Martinair Holland og verða þær staðsett á Schiphol-flug

Flybe aftur gjaldþrota

28. janúar 2023

|

Breska lágfargjaldarfélagið Flybe er hætt flugresktri enn og aftur, aðeins tæpu ári eftir að reksturinn var endurvakinn með nýjum eigendum eftir að flugfélagið varð gjaldþrota árið 2020.

Líf að glæðast á ný á Southend flugvellinum í London

26. janúar 2023

|

Áætlunarflug er að hefjast að nýju um London Southend flugvöllinn á Englandi en easyJet hefur tilkynnt að félagið ætli að hefja beint flug frá Southend til Amsterdam þann 24. maí í vor.

Horizon hættir með De Havilland Dash 8

26. janúar 2023

|

Horizon Air, dótturfélag Alaska Air Group, hefur formlega hætt með De Havilland Dash 8-400 flugvélarnar sínar og var síðasta áætlunarflugið flogið fyrr í þessum mánuði.

Flugumferðarstjórn á ný yfir Sómalíu eftir 30 ára hlé

26. janúar 2023

|

Frá og með deginum í dag, 26. janúar, er aftur komin á flugumferðarstjórn yfir Sómalíu í kjölfar þess að flugupplýsingasvæðið Mogadishu FIR var endurvakið með innleiðingu innviða og úrbótum á öryggi

Uzbekistan Airways freistar þess að selja gamlar þotur úr flotanum

25. janúar 2023

|

Flugfélagið Uzbekistan Airways gerir nú tilraun til þess að setja gamlar Boeing-þotur á sölu auk gamalla þotna sem smíðaðar voru á tímum Sovíetríkjanna og hefur flugfélagið fengið til sín ráðgjafa f

Ætla að banna allt fraktflug um flugvöllinn í Mexíkóborg

24. janúar 2023

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa fordæmt harðlega ákvörðun stjórnvalda í Mexíkó sem vilja banna allt fraktflug um Benito Juárez alþjóðaflugvöllinn í Mexíkóborg.

Spá því að skortur á flugmönnum í heiminum muni vara í 10 ár

24. janúar 2023

|

Spáð er því að skortur á flugmönnum í heiminum eigi eftir að vara í að minnsta kosti áratug eða allt til ársins 2032.

ESB krefst svara frá Írlandi vegna sölu á þotum til Aeroflot

20. janúar 2023

|

Evrópusambandið hefur krafist svara frá írsku ríkisstjórninni í kjölfar frétta um að Aeroflot hafi keypt tíu Boeing 777 breiðþotur frá írskri flugvélaleigu í stað þess að skila þeim til fyrirtækisin

Missti athyglina í aðflugi og hafnaði í snjóskafli í lendingu

20. janúar 2023

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur gefið út skýrslu varðandi atvik sem átti sér stað í Illinois í Bandaríkjunum er lítil flugvél af gerðinni Beech Bonanza P35 hafnaði í snjóskafli yfir

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

 • 1 JAN

  United

    - Hjólabúnaður

 • 1 JÚL

  Tajik Air

    - Þrýstingsjöfnun

 • 1 JAN

  SWISS

    - Veðurratsjá