flugfréttir

Spænsku félögin innan IAG með mestan hagnað árið 2022

- Afkoma Vueling og Iberia betri en hjá British Airways

24. febrúar 2023

|

Frétt skrifuð kl. 13:01

Flugvélar frá spænsku flugfélögunum Ibera og Vueling

Spænsku flugfélaginu í eigu IAG (International Airlines Group) skiluðu bestri afkomu árið 2022 af þeim félögum sem eru einnig dótturfélög flugfélagasamsteypunnar.

Öll fjögur stærstu dótturfélög IAG, sem eru British Airways, Iberia, Vueling og Aer Lingus, komu út í neikvæðri afkomu í fyrra en þau sem komust næst því að ná fram hagnaði eftir heimsfaraldurinn voru Iberia og Vueling.

Rekstrarhagnaður Iberia árið 2022 var 58 milljarðar og var það mjög nálægt hagnaði félagsins árið 2019 sem var þá 76 milljarðar króna og þá nam hagnaður Vueling 28 milljörðum króna í fyrra.

Þá voru Iberia og Vueling fremst í flokki dótturfélaganna er kom að því að endurheimta sætanýtingu og var eftirspurn og fjöldi bókaðra flugsæta sú sama og var fyrir heimsfaraldurinn alla ársfjórðungana árið 2022 að fyrsta ársfjórðungnum undanskilum.

Næstmestur hagnaður flugfélaganna innan IAG var British Airways sem skilaði hagnaði í fyrra upp á 46 milljarða króna en til samaburðar þá var hagnaður félagsins árið 2019 278 milljarðar.

Heildarhagnaður IAG eftir árið í fyrra nam 193 milljörðum króna samanborið við 422 milljarða króna tap árið 2021.

„Árið 2022 átti sér stað mjög stórt bataferli sem rekja má til gríðarlegrar aukningar í eftirspurn eftir sólarlandaferðum og ferðum þar sem fólk vildi komast í frí og margir markaðir opnuðust að nýju“, segir Luis Gallego, framkvæmdarstjóri IAG.

IAG spáir því að sætaframboðið eigi eftir að ná 98 prósent á þessu ári af þeirri sætanýtingu sem var í boði árið 2019.













  fréttir af handahófi

Fyrsta A380 risaþotan snýr aftur til Etihad úr langtímageymslu

14. mars 2023

|

Etihad Airways hefur dustað rykið af fyrstu Airbus A380 risaþotunni sem sett var í langtímageymslu í heimsfaraldrinum.

Fundu lík tveggja laumufarþega á þotu í Kólumbíu

9. janúar 2023

|

Lík tveggja ungra manna fundust í hjólarými á farþegaþotu frá kólumbíska flugfélaginu Avianca sl. föstudag er þotan var í viðhaldsskoðun.

FedEx að hætta með MD-10F

12. janúar 2023

|

Vörufluttningaflugfélagið FedEx Express er að öllum líkindum hætta að nota McDonnell Douglas MD-10F fraktþoturnar en til stóð að hætta með þær snemma á þessu ári.

  Nýjustu flugfréttirnar

Starfsemi Asia Pacific stöðvað vegna annmarka í þjálfun flugmanna

21. mars 2023

|

David Kabua, forseti Marshall-eyjanna í Kyrrahafi hefur lýst yfir neyðarástandi á eyjunum vegna skorts á nauðsynlegum vörum eftir að flugfloti flugfélagsins Asia Pacific Airlines var kyrrsettur í fe

Bluebird Nordic stefnir á flugrekstarleyfi í Slóvakíu

21. mars 2023

|

Íslenska fraktflugfélagið Bluebird Nordic ætlar að sækja um flugrekstarleyfi í Slóvakíu og auka með því umsvif sín á meginlandi Evrópu.

Flugmaður hjá BA lést á hóteli rétt fyrir brottför til London Heathrow

21. mars 2023

|

Flugmaður hjá British Airways fékk hjartaáfall og lést skömmu áður en hann átti að mæta ásamt áhöfninni út á flugvöll í Egyptalandi til að fljúga Airbus A321 þotu félagsins til London Heathrow.

Flair höfðar mál gegn flugvélaleigu

20. mars 2023

|

Kanadíska flugfélagið Flair Airlines hefur höfðað mál gegn flugvélaleigunni Airborne Capital eftir að flugvélaleigan lét gera upptækar fjórar Boeing 737 MAX farþegaþotur í flota félagsins vegna vangol

City Airlines nýtt dótturfélag Lufthansa

20. mars 2023

|

Lufthansa vinnur nú hörðum höndum að því að ýta úr vör nýju dótturflugfélagi sem nefnist City Airlines.

AirBaltic tekur á leigu fjórar Airbus A320 þotur

20. mars 2023

|

Lattneska flugfélagið airBaltic mun taka tímabundið í notkun þotur af gerðinni Airbus A320.

Bannað að þjónusta rússneskar Boeing-þotur í Tyrklandi

17. mars 2023

|

Ríkisstjórn Tyrklands hefur ákveðið að banna flugvöllum í landinu að þjónusta Boeing-þotur í flota rússneskra flugfélaga og fá þær því ekki að taka eldsneyti eða tilheyrandi þjónustu.

FAA fer fram á 25 tíma upptöku úr hljóðritum

17. mars 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa ákveðið að innleiða reglugerð sem fer fram á að hljóðriti um borð í flugvélum varðveiti upptökur í 25 klukkustundir áður en ritað er yfir þær aftur.

Atlas Air varar við skorti á framboði í fraktfluginu

15. mars 2023

|

Bandaríska fraktflugfélagið Atlas Air telur að alvarlegur skortur á stórum fraktflugvélum blasi við í heiminum á næstu árum.

Útafbrautaratvik algengasta tegund slysa meðal einkaþotna

15. mars 2023

|

Atvik þar sem flugvél fór út af flugbraut var algengasta tegund atvika og slysa meðal einkaþotna árið 2022 og það annað árið í röð.

';

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá