flugfréttir
Lufthansa pantar 22 nýjar breiðþotur frá Boeing og Airbus

Tölvugerð mynd af Airbus A350-1000 þotu í litum Lufthansa
Lufthansa Group hefur lagt inn pöntun til bæði Boeing og Airbus í 22 nýjar breiðþotur að andvirði 7.5 milljarða Bandaríkjadala sem samsvarar 1.070 milljarða króna.
Pöntunin til Airbus samanstendur af fimmtán breiðþotum af gerðinni Airbus A350
en tíu af þeim verða af gerðinni A350-1000 og fimm af gerðinni A350-900.
Pöntunin til Boeing saman stendur af sjö Dreamliner-þotum af gerðinni Boeing 787-9.
Þotunum er ætlað að leysa af hólmi eldri breiðþotur af gerðinni Boeing 747-400 og Airbus A340
sem munu yfirgefa flota Lufthansa á næstu árum.
Fyrstu þoturnar verða afhentar um miðjan þennan áratug og koma þær með nýja Allegris
farþegarýminu sem kynnt var í Berlín í síðasta mánuði sem Lufthansa mun innleiða á næstunni.
Carsten Spohr, framkvæmdarstjóri Lufthansa Group, segir að markmiðið með endurnýjun
á langflugsflota Lufthansa sé að lækka kolefnislosun flotans en fyrir heimsfaraldurinn
samanstoð helmingur langflugsflota félagsins af fjögurra hreyfla breiðþotum en stefnt er á að
það hlutfall eigi eftir að lækka niður í 15% á næstunni.
Með þessari pöntun á Lufthansa von á 108 breiðþotum sem bíða þess að verða afhentar.



27. febrúar 2023
|
Stuttu eftir að indverska flugfélagið Air India tilkynnti um risastóra pöntun í næstum því 500 flugvélar þá leitar félagið núna að hátt í 5.000 áhafnarmeðlimum auk flugmanna.

26. janúar 2023
|
Áætlunarflug er að hefjast að nýju um London Southend flugvöllinn á Englandi en easyJet hefur tilkynnt að félagið ætli að hefja beint flug frá Southend til Amsterdam þann 24. maí í vor.

6. febrúar 2023
|
Sérhæfð slökkviliðsflugvél af gerðinni Boeing 737-300 brotlenti í morgun í Ástralíu er hún var að berjast við skógarelda.

21. mars 2023
|
David Kabua, forseti Marshall-eyjanna í Kyrrahafi hefur lýst yfir neyðarástandi á eyjunum vegna skorts á nauðsynlegum vörum eftir að flugfloti flugfélagsins Asia Pacific Airlines var kyrrsettur í fe

21. mars 2023
|
Íslenska fraktflugfélagið Bluebird Nordic ætlar að sækja um flugrekstarleyfi í Slóvakíu og auka með því umsvif sín á meginlandi Evrópu.

21. mars 2023
|
Flugmaður hjá British Airways fékk hjartaáfall og lést skömmu áður en hann átti að mæta ásamt áhöfninni út á flugvöll í Egyptalandi til að fljúga Airbus A321 þotu félagsins til London Heathrow.

20. mars 2023
|
Kanadíska flugfélagið Flair Airlines hefur höfðað mál gegn flugvélaleigunni Airborne Capital eftir að flugvélaleigan lét gera upptækar fjórar Boeing 737 MAX farþegaþotur í flota félagsins vegna vangol

20. mars 2023
|
Lufthansa vinnur nú hörðum höndum að því að ýta úr vör nýju dótturflugfélagi sem nefnist City Airlines.

20. mars 2023
|
Lattneska flugfélagið airBaltic mun taka tímabundið í notkun þotur af gerðinni Airbus A320.

17. mars 2023
|
Ríkisstjórn Tyrklands hefur ákveðið að banna flugvöllum í landinu að þjónusta Boeing-þotur í flota rússneskra flugfélaga og fá þær því ekki að taka eldsneyti eða tilheyrandi þjónustu.

17. mars 2023
|
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa ákveðið að innleiða reglugerð sem fer fram á að hljóðriti um borð í flugvélum varðveiti upptökur í 25 klukkustundir áður en ritað er yfir þær aftur.