flugfréttir

Leggja til sérstaka áritun fyrir fallhlífarstökksflugmenn

- Birta skýrslu vegna flugslyss sem átti sér stað í Orebro árið 2021

6. mars 2023

|

Frétt skrifuð kl. 12:42

Flak flugvélarinnar sem fórst skammt frá flugvellinum í Orebro í Svíþjóð þann 8. júlí árið 2021

Taka ætti í gagnið sérstaka áritun í flugskírteini og viðeigandi þjálfun fyrir þá flugmenn sem fljúga með fallhlífastökkvara.

Þetta er mat sérfræðinga í flugslysarannsóknum í Svíþjóð og kemur þetta álit fram í niðurstöðum skýrslu varðandi flugslyss sem átti sér stað í júlí árið 2021 er flugvél af gerðinni De Havilland Canada DHC-2 brotlenti skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í Orebro.

Um borð var flugmaður og átta fallhlífastökkvarar og var engin sem lifði slysið af en rannsóknarnefnd flugslysa í Svíþjóð telur að massamiðja flugvélarinnar hafi verið fyrir utan þau mörk sem gefin eru upp í handbók vélarinnar.

Þrátt fyrir það kemur fram í skýrslunni að margir aðrir flugmenn, sem hafa flogið sömu flugvélartegund, hafi verið á þeirri skoðun að „engin hætta“ hafi verið á ferð þar sem ómögulegt er að massamiðjan geti farið aftur fyrir aftari mörk vélarinnar.

Rannsóknardeild flugslysa í Svíþjóð segir að ekki hafi verið notast við neina aðferð til þess að reikna út hleðslu og þyngd fyrir viðkomandi flug en finna má leiðbeiningar frá árinu 1989 þar sem fram kemur að ef massamiðjan er of nálægt fremri mörkum mætti hliðra til eldsneyti í aftari eldsneytistanka vélarinnar til þess að komast hjá því að flugvélin verði of framþung.

Hinsvegar komust rannsóknaraðilar að því að viðkomandi flugvél hafi á sínum tíma gengist undir viðgerð og breytingar auk þess sem skipt var um mótor í flugvélinni og við það hafi massamiðja miðað við tóma flugvél færst aftar og ekki var lengur þörf á að hafa eldsneyti í aftari tanknum - en hinsvegar þá var ekki gert ráð fyrir þeim þáttum.

Í skýrslunni telur nefndin að flugvélin hafi „í flestum tilvikum“ verið rétt hlaðin ef fallhlíðastökkvari var staðsettur við hlið flugmannsins en vegna varúðaráðstafanna og sóttvarna, sem gerðar voru í heimsfaraldrinum til að halda fjarlægð á milli flugmanns og fallhlífarstökkvara, var sætið við hliðina á flugmanninum sett aftur á sinn stað og gert ráð fyrir að það yrði tómt.

Þetta skapaði undirliggjandi hættu þar sem fallhlífarstökkvarar voru samankomnir aftar í flugvélinni sem færði massamiðjuna nær aftari mörkunum sem eykur hættuna á ofrisi í flugtaki.

Fram kemur að hleðsluskjalið sem flugmaðurinn fékk frá fallhlífastökkvaraklúbbnum hafi sýnt þyngd hversu og eins fallhlífarstökkvara en ekki hvar þeir ættu að sitja um borð í vélinni til að viðhalda æskilegri þyngdardreifingu og vissi flugmaðurinn því ekki hvernig þyngdin dreifðist um borð í flugvélinni.

Þá kom fram við rannsókn slyssins að hæðarstýrisstillir (elevator trim) hafi ekki verið í hlutlaustri stöðu í flugtakinu og er talið að flugmaðurinn hafi farið yfir nauðsynleg atriði fyrir flugtak í huganum eftir minni í stað þess að notast við tékklista.

Með ranga hæðarstýrisstillingu hafi nef flugvélarinnar vísað of mikið upp á við í flugtaki þar sem hún var of afturþung og er talið að flugmaðurinn hafi átt í erfiðleikum með að ná tökum á að ýta nefinu niður á við og hafi flugvélin orðið mjög óstöðug í klifrinu og að lokum hafi flugmaðurinn misst stjórn skömmu eftir að hann tók upp flapana.

Flugvélin náði um 400 til 500 feta hæð áður en hún féll á vinstri vænginn, annaðhvort sökum þess að hún fór í ofris eða vegna þess að flugmaðurinn hafi tekið beygju sjálfur. Flugvélin tók 180 gráðu beygju áður en hún skall til jarðar.

Í skýrslunni segir að ekki sé farið fram á neina sérstaka áritun fyrir flugmann sem flýgur með fallhlífarstökkvara þrátt fyrir umfang og hversu flókið það ferli er þegar kemur að starfsemi og flugmennsku.

„Það er ástæða til þess að spyrja spurninga hvort ástæða sé til þess að hver og einn flugmaður, sem flýgur með fallhlífarstökkvara, sé með nægileg gögn til þess að meta þær áhættur sem eru fyrir hendi og hvort þeir eigi að gangast undir sérstaka þjálfun og fá sérstaka áritun í skírteinið“, segir í skýrslunni.













  fréttir af handahófi

Boeing 737 fékk flugtaksheimild á meðan ökutæki var á brautinni

3. janúar 2023

|

Flugmálayfirvöld í Portúgal hafa gefið frá sér skýrslu er varðar atvik er flugumferðarstjóri gaf Boeing 737 þotu flugtaksheimild á sama tíma og flugvallarökutæki var á brautinni að sinna viðhaldi.

Tveir flugmenn neita viðtölum hjá NTSB þar sem þau eru hljóðrituð

12. febrúar 2023

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur stefnt tveimur flugmönnum hjá American Airlines þar sem þeir hafa neitað að veita viðtöl vegna alvarlegs brautarátroðnings sem átti sér stað á John F.

Búið að finna bæði flugritann og hljóðritann

16. janúar 2023

|

Yfirvöld í Nepal hafa lýst því yfir að búið sé að finna bæði flugritann og hljóðritann úr ATR 72-500 flugvélinni frá Yeti Airlines sem brotlenti sl. sunnudagsmorgunn er hún var í aðflugi að Pokhara-

  Nýjustu flugfréttirnar

Starfsemi Asia Pacific stöðvað vegna annmarka í þjálfun flugmanna

21. mars 2023

|

David Kabua, forseti Marshall-eyjanna í Kyrrahafi hefur lýst yfir neyðarástandi á eyjunum vegna skorts á nauðsynlegum vörum eftir að flugfloti flugfélagsins Asia Pacific Airlines var kyrrsettur í fe

Bluebird Nordic stefnir á flugrekstarleyfi í Slóvakíu

21. mars 2023

|

Íslenska fraktflugfélagið Bluebird Nordic ætlar að sækja um flugrekstarleyfi í Slóvakíu og auka með því umsvif sín á meginlandi Evrópu.

Flugmaður hjá BA lést á hóteli rétt fyrir brottför til London Heathrow

21. mars 2023

|

Flugmaður hjá British Airways fékk hjartaáfall og lést skömmu áður en hann átti að mæta ásamt áhöfninni út á flugvöll í Egyptalandi til að fljúga Airbus A321 þotu félagsins til London Heathrow.

Flair höfðar mál gegn flugvélaleigu

20. mars 2023

|

Kanadíska flugfélagið Flair Airlines hefur höfðað mál gegn flugvélaleigunni Airborne Capital eftir að flugvélaleigan lét gera upptækar fjórar Boeing 737 MAX farþegaþotur í flota félagsins vegna vangol

City Airlines nýtt dótturfélag Lufthansa

20. mars 2023

|

Lufthansa vinnur nú hörðum höndum að því að ýta úr vör nýju dótturflugfélagi sem nefnist City Airlines.

AirBaltic tekur á leigu fjórar Airbus A320 þotur

20. mars 2023

|

Lattneska flugfélagið airBaltic mun taka tímabundið í notkun þotur af gerðinni Airbus A320.

Bannað að þjónusta rússneskar Boeing-þotur í Tyrklandi

17. mars 2023

|

Ríkisstjórn Tyrklands hefur ákveðið að banna flugvöllum í landinu að þjónusta Boeing-þotur í flota rússneskra flugfélaga og fá þær því ekki að taka eldsneyti eða tilheyrandi þjónustu.

FAA fer fram á 25 tíma upptöku úr hljóðritum

17. mars 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa ákveðið að innleiða reglugerð sem fer fram á að hljóðriti um borð í flugvélum varðveiti upptökur í 25 klukkustundir áður en ritað er yfir þær aftur.

Atlas Air varar við skorti á framboði í fraktfluginu

15. mars 2023

|

Bandaríska fraktflugfélagið Atlas Air telur að alvarlegur skortur á stórum fraktflugvélum blasi við í heiminum á næstu árum.

Útafbrautaratvik algengasta tegund slysa meðal einkaþotna

15. mars 2023

|

Atvik þar sem flugvél fór út af flugbraut var algengasta tegund atvika og slysa meðal einkaþotna árið 2022 og það annað árið í röð.

';

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá