flugfréttir
Ætla að setja takmarkanir á fjölda flugferða um Schiphol
- IATA ætlar að höfða mál gegn hollenskum stjórnvöldum

Frá Schiphol-flugvellinum í Amsterdam
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) ætla að höfða mál gegn ríkisstjórn Hollands vegna fyrirhugaðra aðgerða um að setja takmarkanir á flugumferð um Schiphol-flugvöllinn í Amsterdam til þess að grípa til skjótra aðgerða gagnvart loftlagsbreytingum og hávaðamengun.
Samkvæmt upplýsingum frá IATA þá fer Schiphol-flugvöllurinn að nálgast 500.000 lendingar
og flugtök á ári en hollensk stjórnvöld ætla að innleiða reglugerð sem takmarkar hreyfingarnar
við 460.000 flugtök og lendingar á ári frá og með nóvember á þessu ári.
IATA auk fleiri samtaka innan flugsins telur að þær aðgerðir stangist á við reglugerðir
Evrópusambandsins auk Chicago-sáttmála Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO).
IATA vitnar í viðauka við samþykktir sáttmálans sem nefnist Annex 16 þar sem fram kemur
að aðeins skal grípa til aðgerða á borð við að draga úr flugi ef virkilega brýn ástæða þykir þörf
vegna augljósrar mengunar eða vegna hávaða frá flugvélum og þarf að framkvæma slíkt
með samþykki frá öllum hagsmunaaðilum.
IATA segir að með því að draga úr flugi, án þess að hafa rætt við neina aðila sem eiga hlut að
máli og nota þær aðgerðar sem fyrsta úrræði án þess að taka með í reikninginn efnahagslegar
afleiðingar, sé verið að brjóta lög og reglugerðir í fluginu.
„Holland ætlar að lama sinn eigin efnahag með því að eyðileggja tengingar í flugsamgöngum þvert
á við lög Evrópusambandins og alþjóðleg lög í flugi“, segir Willie Walsh, yfirmaður IATA.
Walsh segir að hollensk stjórnvöld neiti að taka þátt í neinum frekar viðræðum varðandi þessar
aðgerðir og neyðist IATA því að fara með málið fyrir dómstóla.
Í febrúar sl. lýsti fyrirtækið Royal Schiphol Group, sem á og rekur nokkra flugvelli í Hollandi, því
yfir að nauðsynlegt væri að grípa til takmarkanna á flugi til þess að endurheimta á ný betri
loftgæði, draga úr hávaða og til þess að leggja sitt af mörkum vegna loftlagsvandans í heiminum.



2. janúar 2023
|
Stjórnvöld í Íran hafa tilkynnt að búið sé að ganga frá kaupum á fjórum breiðþotum af gerðinni Airbus A340 þrátt fyrir viðskiptaþvinganir á landið af hálfu vestrænna landa en þoturnar voru áður í fl

20. febrúar 2023
|
Maltneska flugfélagið Valletta Airlines hefur sótt um leyfi til þess að hefja flug til Bandaríkjanna.

20. janúar 2023
|
Evrópusambandið hefur krafist svara frá írsku ríkisstjórninni í kjölfar frétta um að Aeroflot hafi keypt tíu Boeing 777 breiðþotur frá írskri flugvélaleigu í stað þess að skila þeim til fyrirtækisin

21. mars 2023
|
David Kabua, forseti Marshall-eyjanna í Kyrrahafi hefur lýst yfir neyðarástandi á eyjunum vegna skorts á nauðsynlegum vörum eftir að flugfloti flugfélagsins Asia Pacific Airlines var kyrrsettur í fe

21. mars 2023
|
Íslenska fraktflugfélagið Bluebird Nordic ætlar að sækja um flugrekstarleyfi í Slóvakíu og auka með því umsvif sín á meginlandi Evrópu.

21. mars 2023
|
Flugmaður hjá British Airways fékk hjartaáfall og lést skömmu áður en hann átti að mæta ásamt áhöfninni út á flugvöll í Egyptalandi til að fljúga Airbus A321 þotu félagsins til London Heathrow.

20. mars 2023
|
Kanadíska flugfélagið Flair Airlines hefur höfðað mál gegn flugvélaleigunni Airborne Capital eftir að flugvélaleigan lét gera upptækar fjórar Boeing 737 MAX farþegaþotur í flota félagsins vegna vangol

20. mars 2023
|
Lufthansa vinnur nú hörðum höndum að því að ýta úr vör nýju dótturflugfélagi sem nefnist City Airlines.

20. mars 2023
|
Lattneska flugfélagið airBaltic mun taka tímabundið í notkun þotur af gerðinni Airbus A320.

17. mars 2023
|
Ríkisstjórn Tyrklands hefur ákveðið að banna flugvöllum í landinu að þjónusta Boeing-þotur í flota rússneskra flugfélaga og fá þær því ekki að taka eldsneyti eða tilheyrandi þjónustu.

17. mars 2023
|
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa ákveðið að innleiða reglugerð sem fer fram á að hljóðriti um borð í flugvélum varðveiti upptökur í 25 klukkustundir áður en ritað er yfir þær aftur.