flugfréttir
Qatar Airways undirbýr sig fyrir komu fyrstu MAX þotunnar

Fyrsta Boeing 737 MAX þotan í litum Qatar Airways
Qatar Airways mun á næstunni hefja áætlunarflug með Boeing 737 MAX þotum á styttri flugleiðum í leiðarkerfinu.
Qatar Airways segir að flugfélagið hafi nýlega fengið tækifæri á því að festa kaup á nokkrum
Boeing 737 MAX 8 þotum og munu þær bætast við í flotann á næstu mánuðum.
Í febrúar birtust myndir af fyrstu Boeing 737 MAX 8 þotunni í litum Qatar Airways sem var afhent
til flugfélagsins fyrir lok síðasta mánaðar og þá er verið að undirbúa afhendingu á annarri
737 MAX 8 þotu til Doha.
Fram kemur að þrjár aðrar 737 MAX 8 þotur eru nú í geymslu sem talið er að verði einnig afhentar
til Qatar Airways en upphaflega stóð til að þær færu í flota flugfélagsins Air Italy sem varð
gjaldþrota árið 2020 en það félag var að hluta til í eigu Qatar Airways.
Þá á Qatar Airways einnig von á því að fá tuttugu og fimm Boeing 737 MAX 10 þotur sem
félagið pantaði á Farnborough-flugsýningunni í júlí í fyrra.



8. mars 2023
|
Qatar Airways mun á næstunni hefja áætlunarflug með Boeing 737 MAX þotum á styttri flugleiðum í leiðarkerfinu.

13. mars 2023
|
Flugmaður stökk út úr flugvél sinni í fallhlíf í Kaliforníu í Bandaríkjunum í gær eftir að bilun kom upp í mótornum.

9. janúar 2023
|
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sett saman sérstaka nefnd sem er ætlað að fara yfir ýmis öryggismál og öryggisstaðla innan Boeing.

21. mars 2023
|
David Kabua, forseti Marshall-eyjanna í Kyrrahafi hefur lýst yfir neyðarástandi á eyjunum vegna skorts á nauðsynlegum vörum eftir að flugfloti flugfélagsins Asia Pacific Airlines var kyrrsettur í fe

21. mars 2023
|
Íslenska fraktflugfélagið Bluebird Nordic ætlar að sækja um flugrekstarleyfi í Slóvakíu og auka með því umsvif sín á meginlandi Evrópu.

21. mars 2023
|
Flugmaður hjá British Airways fékk hjartaáfall og lést skömmu áður en hann átti að mæta ásamt áhöfninni út á flugvöll í Egyptalandi til að fljúga Airbus A321 þotu félagsins til London Heathrow.

20. mars 2023
|
Kanadíska flugfélagið Flair Airlines hefur höfðað mál gegn flugvélaleigunni Airborne Capital eftir að flugvélaleigan lét gera upptækar fjórar Boeing 737 MAX farþegaþotur í flota félagsins vegna vangol

20. mars 2023
|
Lufthansa vinnur nú hörðum höndum að því að ýta úr vör nýju dótturflugfélagi sem nefnist City Airlines.

20. mars 2023
|
Lattneska flugfélagið airBaltic mun taka tímabundið í notkun þotur af gerðinni Airbus A320.

17. mars 2023
|
Ríkisstjórn Tyrklands hefur ákveðið að banna flugvöllum í landinu að þjónusta Boeing-þotur í flota rússneskra flugfélaga og fá þær því ekki að taka eldsneyti eða tilheyrandi þjónustu.

17. mars 2023
|
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa ákveðið að innleiða reglugerð sem fer fram á að hljóðriti um borð í flugvélum varðveiti upptökur í 25 klukkustundir áður en ritað er yfir þær aftur.