flugfréttir
Fjórar þotur í flota Flair gerðar upptækar um helgina
- Vörslusviptar vegna ágreinings með leigugjöld

Boeing 737 MAX þota frá Flair Airlines
Fjórar farþegaflugvélar af gerðinni Boeing 737 MAX 8 í flota kanadíska flugfélagsins Flair Airlines voru gerðar upptækar um helgina vegna viðskiptalegs ágreinings á milli fjárfestingarsjóðs í New York, sem á hlut í flugfélaginu, og flugvélaleigunnar Airborne Capital á Írlandi.
Í yfirlýsingu frá Flair segir að um „mjög öfgafullar og óvenjulegar“ aðgerðir sé að ræða sem rekið er til
greiðslna á leigugjöldum á flugvélunum en flugfélagið segir að það hafi samt sem áður greitt umsamin leigugjöld.
Aðgerðirnar höfðu áhrif á flugferðir á vegum Flair sem þurfti að aflýsa nokkrum flugferðum sl. laugardag en
tvær flugvélar voru gerðar upptækar í Toronto, ein í Edmonton og sú fjórða í Waterloo.
Flair segir að félagið muni nota þrjár aukaflugvélar, sem félagið hefur til taks, til þess að lágmarka áhrifin
af aðgerðunum og segist flugfélagið ekki sjá viðamikil áhrif af þessum aðgerðum á næstu dögum.
Flair er lítið lágfargjaldaflugfélag sem hefur höfuðstöðvar sínar í Edmonton í Alberta-fylki en flugfélagið var
endurstofnað árið 2017 þótt sögu félagsins megi rekja til ársins 2005.



18. janúar 2023
|
Lufthansa Group hefur fallist á að kaupa hlut í ítalska flugfélaginu ITA Airways og hefur flugfélagasamsteypan gert tilboð með það markmið að eignast síðar fullan hlut í flugfélaginu ítalska.

2. mars 2023
|
Iraqi Airways hefur fengið afhenta sína fyrstu Boeing 737 MAX þotu af þeim fimmtán sem flugfélagið á von á að fá.

14. janúar 2023
|
Flugmálayfirvöld á Indlandi hafa hafið rannsókn á atviki sem átti sér stað er farþegaþota frá indverska lágfargjaldafélaginu Go First fór í loftið og skildi á sjötta tug farþega eftir sem áttu bókað m

21. mars 2023
|
David Kabua, forseti Marshall-eyjanna í Kyrrahafi hefur lýst yfir neyðarástandi á eyjunum vegna skorts á nauðsynlegum vörum eftir að flugfloti flugfélagsins Asia Pacific Airlines var kyrrsettur í fe

21. mars 2023
|
Íslenska fraktflugfélagið Bluebird Nordic ætlar að sækja um flugrekstarleyfi í Slóvakíu og auka með því umsvif sín á meginlandi Evrópu.

21. mars 2023
|
Flugmaður hjá British Airways fékk hjartaáfall og lést skömmu áður en hann átti að mæta ásamt áhöfninni út á flugvöll í Egyptalandi til að fljúga Airbus A321 þotu félagsins til London Heathrow.

20. mars 2023
|
Kanadíska flugfélagið Flair Airlines hefur höfðað mál gegn flugvélaleigunni Airborne Capital eftir að flugvélaleigan lét gera upptækar fjórar Boeing 737 MAX farþegaþotur í flota félagsins vegna vangol

20. mars 2023
|
Lufthansa vinnur nú hörðum höndum að því að ýta úr vör nýju dótturflugfélagi sem nefnist City Airlines.

20. mars 2023
|
Lattneska flugfélagið airBaltic mun taka tímabundið í notkun þotur af gerðinni Airbus A320.

17. mars 2023
|
Ríkisstjórn Tyrklands hefur ákveðið að banna flugvöllum í landinu að þjónusta Boeing-þotur í flota rússneskra flugfélaga og fá þær því ekki að taka eldsneyti eða tilheyrandi þjónustu.

17. mars 2023
|
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa ákveðið að innleiða reglugerð sem fer fram á að hljóðriti um borð í flugvélum varðveiti upptökur í 25 klukkustundir áður en ritað er yfir þær aftur.