flugfréttir
FAA fer fram á 25 tíma upptöku úr hljóðritum
- Sex sinnum hafa stórar flugvélar farið mjög nálægt hvor annarri á þessu ári

Sex alvarleg tilvik hafa orðið vestanhafs á þessu ári þar sem stórar farþegaflugvélar fóru hættulega nálægt hvor annarri
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa ákveðið að innleiða reglugerð sem fer fram á að hljóðriti um borð í flugvélum varðveiti upptökur í 25 klukkustundir áður en ritað er yfir þær aftur.
Þessi ákvörðun var tekin í ljósi fjölda brautaátroðninga að undanförnu í Bandaríkjunum og var ákvörðunin tekin einum degi eftir flugöryggisráðstefnu sem fram fór í Washington.
Í dag varðveita flestir hljóðritar upptökur í 2 klukkustundir og nefndi Jennifer Homendy yfirmaður samgönguöryggisnefndar Bandaríkjanna (NTSB) að svo stuttur tími sé óviðunandi.
Nokkur atvik hafa átt sér stað að undanförnu þar sem tvær farþegaflugvélar hafa farið hættulega nálægt hvor annarri þar sem ein flugvél hefur verið að lenda á sama tíma og önnur hefur verið í flugtaki á sömu braut.
Með því að varðveita hljóðupptökur í lengri tíma en tvær klukkustundir má nálgast þær og styðjast við samtal flugmannanna við rannsókn á atvikum sem þessum í stað þess að hljóðritinn taki aftur yfir þann hluta sem glatast eftir tvo tíma.
Homendy segir að sex alvarleg tilfelli hafa átt sér stað vestanhafs á þessu ári þar sem stórar farþegaflugvélar áttu hlut að máli og í öllum atvikunum var búið að endurrita þann hluta upptökunnar sem skipti máli.
Homendy benti á að flugmálayfirvöld í Evrópu hafa nú þegar verið með kvöð um 25 tíma upptöku í gildi í meira en ár en í Bandaríkjunum er enn verið að bíða eftir aðgerðum.



20. mars 2023
|
Lufthansa vinnur nú hörðum höndum að því að ýta úr vör nýju dótturflugfélagi sem nefnist City Airlines.

1. febrúar 2023
|
Dagar norska lágfargjaldafélagins Flyr eru taldir en flugfélagið fór í gær fram á gjaldþrotaskipti eftir innan við 600 daga starfsemi.

1. febrúar 2023
|
Flugfreyja hjá British Airways var handtekin á dögunum á Gatwick-flugvellinum í London eftir að grunur lék á að hún væri undir áhrifum áfengis og mögulega annarra fíkniefna er hún var við störf um bo

21. mars 2023
|
David Kabua, forseti Marshall-eyjanna í Kyrrahafi hefur lýst yfir neyðarástandi á eyjunum vegna skorts á nauðsynlegum vörum eftir að flugfloti flugfélagsins Asia Pacific Airlines var kyrrsettur í fe

21. mars 2023
|
Íslenska fraktflugfélagið Bluebird Nordic ætlar að sækja um flugrekstarleyfi í Slóvakíu og auka með því umsvif sín á meginlandi Evrópu.

21. mars 2023
|
Flugmaður hjá British Airways fékk hjartaáfall og lést skömmu áður en hann átti að mæta ásamt áhöfninni út á flugvöll í Egyptalandi til að fljúga Airbus A321 þotu félagsins til London Heathrow.

20. mars 2023
|
Kanadíska flugfélagið Flair Airlines hefur höfðað mál gegn flugvélaleigunni Airborne Capital eftir að flugvélaleigan lét gera upptækar fjórar Boeing 737 MAX farþegaþotur í flota félagsins vegna vangol

20. mars 2023
|
Lufthansa vinnur nú hörðum höndum að því að ýta úr vör nýju dótturflugfélagi sem nefnist City Airlines.

20. mars 2023
|
Lattneska flugfélagið airBaltic mun taka tímabundið í notkun þotur af gerðinni Airbus A320.

17. mars 2023
|
Ríkisstjórn Tyrklands hefur ákveðið að banna flugvöllum í landinu að þjónusta Boeing-þotur í flota rússneskra flugfélaga og fá þær því ekki að taka eldsneyti eða tilheyrandi þjónustu.

17. mars 2023
|
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa ákveðið að innleiða reglugerð sem fer fram á að hljóðriti um borð í flugvélum varðveiti upptökur í 25 klukkustundir áður en ritað er yfir þær aftur.