flugfréttir
Air Greenland tekur þotu frá Jettime á leigu í sumar
- Eftirspurn fyrir enn fleiri sætum en framboð á gistingu er takmarkað

Boeing 737-800 þota frá Jettime á Kangerlussuaq-flugvellinum á Grænlandi
Air Greenland mun í sumar taka á leigu Boeing 737-800 þotu frá danska flugfélaginu Jettime sem verður notuð til þessa að anna eftirspurn yfir sumartímann í flugi milli Grænlands og Kaupmannahafnar og Billund.
Þotan verður tekin á blautleigu (wet lease) og verður um tvær flugverðir í viku að ræða
milli Kaupmannahafnar og Kangerlussuaq frá 19. júní til 29. september, eina flugferð
í viku á milli Billund og Kangerlussuaq frá 21. júní til 30. ágúst og þá verður flogið tvisvar
í viku á milli Kaupmannahafnar og Narsarsuaq frá 29. júní til 4. júlí.
Fram kemur að tæknileg séð væri markaður fyrir enn fleiri flugferðir en Grænland hefur hinsvegar
ekki nægt framboð til að taka á móti fleiri ferðamönnum að sögn Jacob Nitter Sørensen, framkvæmdarstjóra
Air Greenland.
„Á sumrin eru hótelin fullbókuð þannig að bæta við fleiri flugferðum umfram það framboð
myndi ekki virka á meðan innviðirnir, er kemur að gistiplássum, bjóða ekki upp á það“, segir
Sørensen.
Sørensen tekur fram að þótt að Grænlands sé lítill markaður er kemur að ferðamönnum þá sé
Air Greenlands að stjórna seglum eftir vindi hverju sinni og einn liður í því sé innleiðing
á nýju Airbus A330neo þotunni og svo munu tveir alþjóðaflugvellir bætast við á Grænlandi
á næstu árum. Á meðan sé hægt að bæta við framboðið með leigu á þotu frá Jettime
yfir sumartímann en síðar meir kemur að því að Air Greenland á eftir að bæta við annarri
þotu þegar grundvöllur er fyrir því.
Sørensen nefndir að flest bendi til þess að önnur þota fyrir Air Greenland væri að öllum líkindum minni þota
og þá væri helst um að ræða þotu úr Airbus A320 fjölskyldunni sem væri „besti kosturinn“.
Þessa daganna er unnið við framkvæmdir á stækkun flugvallarins í Nuuk, þar sem Air Greenland hefur höfuðstöðvar, auk
framkvæmda á stækkun á flugvellinum í Ilulissat og þegar að framkvæmdum lýkur munu þeir flugvellir geta tekið
við minni þotum.
Þá er einnig verið að vinna að nýjum flugvelli í Qaqortoq sem mun leysa flugvöllinn í Nararsuaq af hólmi árið 2025.


27. mars 2023
|
Ekki ber öllum klukkum saman um hvað tímanum líður á flugvellinum í Beirút í Líbanon sem sýnir mismunandi klukkur þessa stundina.

5. júní 2023
|
Rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi hefur gefið frá sér skýrslu varðandi alvarlegt flugatvik sem átti sér stað á Charles de Gaulle flugvellinum í París fyrir tveimur og hálfu ári síðan.

20. mars 2023
|
Lufthansa vinnur nú hörðum höndum að því að ýta úr vör nýju dótturflugfélagi sem nefnist City Airlines.

8. júní 2023
|
Senn styttist í að ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air taki við sinni tvö hundruðustu flugvél en við lok seinasta fjármálaárs, þann 31. mars sl. stóð flugflotinn í 179 flugvélum og samanstendur a

7. júní 2023
|
Þegar er farið að örla á seinkunum á samgöngum í Evrópu og hafa evrópsk yfirvöld varað þá aðila sem eiga hlut að máli að huga sem fyrst að því að grípa í taumana til að draga úr áhrifum sem gæti or

5. júní 2023
|
Rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi hefur gefið frá sér skýrslu varðandi alvarlegt flugatvik sem átti sér stað á Charles de Gaulle flugvellinum í París fyrir tveimur og hálfu ári síðan.

5. júní 2023
|
Fyrri lendingarkeppni sumarsins á vegum Flugklúbbs Mosfellsbæjar fór fram í gær á Tungubökkum.

5. júní 2023
|
Icelandair hefur undirritað samstarfssamning við Turkish Airlines um sameiginlega farmiðaútgáfu sem þýðir að farþegar fá aðgang að áfangastöðum flugfélaganna beggja á einni bókun í gegnum bókunarkerf

1. júní 2023
|
Nýtt breskt sprotaflugfélag, Global Airlines, hefur fest kaup á sinni fyrstu þotu sem er risaþota af gerðinni Airbus A380 sem mun hefja áætlunarflug frá Gatwick-flugvellinum í London næsta vor.

1. júní 2023
|
SAS (Scandinavian Airlines) hefur opnað fyrir bókanir fyrir fyrstu flugferðir félagsins með rafmagnsflugvél þrátt fyrir að áformað sé að fyrsta rafmagnsflugið verði ekki flogið fyrr en árið 2028.

31. maí 2023
|
Air Greenland hefur neyðst til þess að taka tímabundið á leigu Boeing 777 þotu og Boeing 737 þotu eftir að nýja Airbus A330neo breiðþota félagsins varð fyrir atviki á flugvellinum í Kaupmannahöfn f