flugfréttir

Viðskiptabann farið að hafa mikil áhrif á rússnesk flugfélög

- Tíðar bilanir og öryggislendingar vegna skorts á varahlutum

3. maí 2023

|

Frétt skrifuð kl. 12:48

Frá byrjun þessa árs hefur tilvikum farið ört fjölgandi þar sem bilanir koma upp í þotum frá Boeing og Airbus í flota rússneskra flugfélaga

Viðskiptaþvinganir á Rússa eru sögð vera farin að hafa töluverð áhrif á flugsamgöngur með tilheyrandi bilunum í flugflota rússneskra flugfélaga og annarra vandamála.

Í grein sem birt var í rússneska fjölmiðlinum Novaya Gazeta er greint frá því hvernig viðskiptaþvinganir eru farin að hafa áhrif á flugiðnaðinn í Rússlandi.

Fram kemur að mikil fjölgun hafi átt sér stað er kemur að tæknilegum vandamálum og þá eru nauðlendingar og öryggislendingar tíðari sem rekja má til skorts á varahlutum og ófullnægjandi viðhaldi auk þess sem tæknileg aðstoð frá framleiðendum sé af mjög skornum skammti.

Í greininni segir að farþegar séu ekki eins öruggir um borð hjá rússneskum flugfélögum og á sama tíma hafa fargjöld hækkað um allt að 30 prósent.

Flest rússnesk flugfélög hafa haft þotur frá Boeing og Airbus á leigu frá vestrænum flugvélaleigum sem hafa margar verið keyptar út úr leigusamningum með ólöglegum hætti af rússnesku ríkisstjórninni.

Vegna viðskiptaþvinganna hafa framleiðendur lokað á alla tæknilega þjónustu og hætt að verða rússneskum flugfélögum út um varahluti og er það farið að bitna sérstaklega á viðhaldi og flóknum viðgerðum eins og viðhald á hreyflum og lendingarbúnaði.

Þá hefur þetta einnig haft áhrif á þær farþegaflugvélar sem eru framleiddar í Rússlandi líkt og þotur frá Sukhoi og Tupolev þar sem rússneskir flugvélaframleiðendur nota mikið af íhlutum sem framleiddir eru í vestrænum löndum.

Fram kemur að sumir varahlutir á borð við eldsneytissíur eru þvegnar og notaðar aftur og aftur þangað til að eitthvað fer úrskeiðis og þá hafa Rússar þurft að leita til Kína, Tyrklands eða Írans eftir varahlutum í lendingarbúnað og bremsukerfi.

Slíkir varahlutir séu allt að fjórum sinnum dýrari en á hefðbundnum markaði og þá getur tekið þrisvar til fjórum sinnum lengri tíma að bíða eftir slíkum varahlutum.

Hinsvegar þá er ekki hægt að flytja inn varahluti í hreyfla til Rússlands og hafa rússnesk flugfélög þurft að finna leiðir til þess að framkvæma rándýrar viðgerðir með öðrum leiðum og meðal annars hafa sum flugfélög þurft að rífa niður aðrar flugvélar til þess að nálgast slíka varahluti.

„Frá ársbyrjun höfum við frétt af fjölda bilanna t.a.m. er kemur að þrýstingi um borð og fjölda öryggislendinga hjá flugfélögum á borð við Aeroflot, Rossiya, Pobeda, Azur, UTair og fleiri flugfélögum“, segir í grein Novaya Gazeta.







  fréttir af handahófi

Bannað að þjónusta rússneskar Boeing-þotur í Tyrklandi

17. mars 2023

|

Ríkisstjórn Tyrklands hefur ákveðið að banna flugvöllum í landinu að þjónusta Boeing-þotur í flota rússneskra flugfélaga og fá þær því ekki að taka eldsneyti eða tilheyrandi þjónustu.

Atlas Air varar við skorti á framboði í fraktfluginu

15. mars 2023

|

Bandaríska fraktflugfélagið Atlas Air telur að alvarlegur skortur á stórum fraktflugvélum blasi við í heiminum á næstu árum.

Farþegafjöldinn um Heathrow sá sami og var fyrir COVID

22. maí 2023

|

Flugumferðin um Heathrow-flugvöllinn í London er að nálgast að verða sú sama og hún var fyrir heimsfaraldurinn þrátt fyrir miklar hækkanir sem hafa orðið á lendingargjöldum.

  Nýjustu flugfréttirnar

Flugfloti Wizz Air nálgast 200 þotur

8. júní 2023

|

Senn styttist í að ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air taki við sinni tvö hundruðustu flugvél en við lok seinasta fjármálaárs, þann 31. mars sl. stóð flugflotinn í 179 flugvélum og samanstendur a

Þegar farið að bera á seinkunum á flugvöllum í Evrópu

7. júní 2023

|

Þegar er farið að örla á seinkunum á samgöngum í Evrópu og hafa evrópsk yfirvöld varað þá aðila sem eiga hlut að máli að huga sem fyrst að því að grípa í taumana til að draga úr áhrifum sem gæti or

Hætti við flugtak og rak í veg fyrir þotu í flugtaki vegna hliðarvinds

5. júní 2023

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi hefur gefið frá sér skýrslu varðandi alvarlegt flugatvik sem átti sér stað á Charles de Gaulle flugvellinum í París fyrir tveimur og hálfu ári síðan.

Fyrri lendingarkeppnin sumarsins fór fram á Tungubökkum

5. júní 2023

|

Fyrri lendingarkeppni sumarsins á vegum Flugklúbbs Mosfellsbæjar fór fram í gær á Tungubökkum.

Icelandair og Turkish Airlines undirrita samstarfssamning

5. júní 2023

|

Icelandair hefur undirritað samstarfssamning við Turkish Airlines um sameiginlega farmiðaútgáfu sem þýðir að farþegar fá aðgang að áfangastöðum flugfélaganna beggja á einni bókun í gegnum bókunarkerf

Nýtt breskt flugfélag festir kaup á Airbus A380 risaþotu

1. júní 2023

|

Nýtt breskt sprotaflugfélag, Global Airlines, hefur fest kaup á sinni fyrstu þotu sem er risaþota af gerðinni Airbus A380 sem mun hefja áætlunarflug frá Gatwick-flugvellinum í London næsta vor.

SAS opnar fyrir bókanir með fyrstu rafmagnsflugvélinni

1. júní 2023

|

SAS (Scandinavian Airlines) hefur opnað fyrir bókanir fyrir fyrstu flugferðir félagsins með rafmagnsflugvél þrátt fyrir að áformað sé að fyrsta rafmagnsflugið verði ekki flogið fyrr en árið 2028.

Air Greenland tekur Boeing 777 og 737 á leigu tímabundið

31. maí 2023

|

Air Greenland hefur neyðst til þess að taka tímabundið á leigu Boeing 777 þotu og Boeing 737 þotu eftir að nýja Airbus A330neo breiðþota félagsins varð fyrir atviki á flugvellinum í Kaupmannahöfn f

Nýtt flugfélag í Sádí-Arabíu sagt ætla að panta 150 MAX-þotur

29. maí 2023

|

Flugfélagið Riyadh Air er sagt í viðræðum við Boeing um stóra pöntun í að minnsta kosti 150 þotur af gerðinni Boeing 737 MAX.

Efla öryggi varðandi brautarátroðning á tólf flugvöllum

25. maí 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla að verja 100 milljónum dölum í sérstakt verkefni sem miðar af því að efla öryggi er varðar brautarátroðning á 12 flugvöllum vestanhafs.

';

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá