flugfréttir
Veigra sér við að leita til læknis af ótta við að missa skírteinið
- Leita sér óformlegs læknisráðs eða gefa ekki upp réttar upplýsingar um heilsufar

Könnunin leiddi í ljós að margir flugmenn þiggja óformlegt læknisráð í stað þess að panta tíma hjá lækni á heilsugæslustöð
Nýleg könnun sem gerð var í Bandaríkjunum hefur leitt í ljós að yfir 60 prósent flugmanna veigra sér við að leita læknisaðstoðar ef þeir finna fyrir einkennum og margir fara leynt með heilsufarsvandamál sitt af ótta við að missa flugheilbrigðisvottorðið.
Niðurstöður leiddu í ljós að yfir 60% herflugmanna og atvinnuflugmanna svöruðu einni
af fjórum spurningum játandi varðandi hvort þeir hafi sýnt tregðu til þess að leita
til læknis varðandi heilsufarlegt ástand sem kom upp á meðan þeir voru með heilbrigðisvottorð
í gildi.
„Vitandi til þess að þeir geta átt þá hættu að verða kyrrsettir og geta ekki flogið
getur haft neikvæð áhrif bæði andlega, félagslega og fjárhagslega og þar af leiðandi
sjá sumir flugmenn engan hag í því að vera hreinskilnir um heilsufarlegt ástand þeirra
ef eitthvað kemur upp“, segir William R. Hoffman, læknir hjá Brooke Army heilsugæslustöðinni
á Fort Sam herstöðinni í Houston í Texas.
Hoffman segir að samkvæmt eldri könnun sem gerð var árið 2019 hafi komið í ljós að
75% flugmanna voru kvíðafullir yfir því
að leita sér læknisaðstöðar af ótta við að það hafi áhrif á flugferil þeirra hvort sem um
er að ræða starfsferil eða áhugamál.
Nýja könnunin fór dýpra ofan í málið þar sem spurt var ítarlegri spurninga varðandi
viðhorf flugmanna varðandi að lækniþjónustu og heilbrigðismál.
Flugmenn voru beðnir um að svara spurningum eftir því hvað við á með svarmöguleikum
á borð við „sammála“ og „ósammála“ við viðeigandi staðhæfingar.
Meðal þeirra staðhæfinga sem voru lagðar fram voru:
• Leitaði af óformlegu læknisráði af ótta við að missa heilbrigðisvottorðið
• Flaug þrátt fyrir að ég fann fyrir nýjum einkennum eða verkjum
• Hef ekki gefið upp upplýsingar um lyfseðilskyld lyf
• Hef gefið upp rangar upplýsingar eða haldið upplýsingum leyndum á spurningablaði
í umsókn um endurnýjun á heilbrigðisskírteini
Könnunin fór fram á netinu og voru 2.383 einkaflugmenn og aðrir flugmenn sem tóku
þátt sem ekki starfa við flugið, 1.097 flugmenn sem starfa við flug auk atvinnuflugmanna og 261
flugmaður í bandaríska flughernum.
Rétt yfir helmingur flugmanna, sem starfa ekki við flug, svöruðu því að þeir hafi aldrei
haldið neinu leyndu er kom að spurningunum fjórum en er kom að atvinnuflugmönnum og
öðrum flugmönnum sem hafa flug að atvinnu, voru 33.6% sem svöruðu að þeir hafi ætíð gert hreint
fyrir sínum dyrum og 32.2 prósent af herflugmönnum.

William R. Hoffman er bæði flugmaður og taugalæknir sem hefur mikinn áhuga á flugi og heilsufari flugmanna
Þá voru 6.8% sem svöruðu að þeir hafi ekki gefið upp lyfseðilskyld lyf sem þeir tóku sem gæti
haft áhrif á heilbrigðisvottorðið á meðan 16.8% svöruðu að þeir hafi haldið einkennum eða verkjum
leyndum.
45.7 prósent flugmanna sögðust hafa leitað annað til þess að fá læknisráð í stað þess
að panta hefðbundin tíma hjá lækni á heilsugæslustöð og 26.8% flugmanna sögðust
hafa gefið upp aðrar upplýsinga við útfyllingu á eyðublaði hjá lækni en við á eða
haldið upplýsingum leyndum.
Mjög fáir flugmenn svöruðu öllum fjórum spurningunum játandi eða alls 2.2% svarenda.
Þá kom einnig í ljós að kvenkyns flugmenn voru líklegri til þess að forðast að gefa upp
upplýsingar varðandi heilsufar sitt. Þá voru yngri flugmenn á aldrinum 25 til 40 ára líklegri
til að halda upplýsingum leyndum eða 69% svarenda á móti 40% þeirra sem voru 60
ára og eldri.
Hoffman segir að draumamarkmiðið væri að finna leið fyrir flugmenn svo þeir gætu
leitað sér læknisaðstoðar án þess að þurfa að kvíða því að missa heilbrigðisvottorðið og
segir hann að ein leiðin væri að setja á fót símaþjónustu fyrir flugmenn þar sem þeir
gætu hringt og talað við lækni án þess að gefa upp nafn sitt og persónuupplýsingar.


17. mars 2023
|
Ríkisstjórn Tyrklands hefur ákveðið að banna flugvöllum í landinu að þjónusta Boeing-þotur í flota rússneskra flugfélaga og fá þær því ekki að taka eldsneyti eða tilheyrandi þjónustu.

25. apríl 2023
|
Vöruflutningarisinn DHL Express hefur lagt inn pöntun til þýska fyrirtækisins Jetran í níu Boeing 777-200(LR)(MF) þotur sem verður breytt úr farþegaþotum yfir í fraktþotur.

20. mars 2023
|
Kanadíska flugfélagið Flair Airlines hefur höfðað mál gegn flugvélaleigunni Airborne Capital eftir að flugvélaleigan lét gera upptækar fjórar Boeing 737 MAX farþegaþotur í flota félagsins vegna vangol

8. júní 2023
|
Senn styttist í að ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air taki við sinni tvö hundruðustu flugvél en við lok seinasta fjármálaárs, þann 31. mars sl. stóð flugflotinn í 179 flugvélum og samanstendur a

7. júní 2023
|
Þegar er farið að örla á seinkunum á samgöngum í Evrópu og hafa evrópsk yfirvöld varað þá aðila sem eiga hlut að máli að huga sem fyrst að því að grípa í taumana til að draga úr áhrifum sem gæti or

5. júní 2023
|
Rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi hefur gefið frá sér skýrslu varðandi alvarlegt flugatvik sem átti sér stað á Charles de Gaulle flugvellinum í París fyrir tveimur og hálfu ári síðan.

5. júní 2023
|
Fyrri lendingarkeppni sumarsins á vegum Flugklúbbs Mosfellsbæjar fór fram í gær á Tungubökkum.

5. júní 2023
|
Icelandair hefur undirritað samstarfssamning við Turkish Airlines um sameiginlega farmiðaútgáfu sem þýðir að farþegar fá aðgang að áfangastöðum flugfélaganna beggja á einni bókun í gegnum bókunarkerf

1. júní 2023
|
Nýtt breskt sprotaflugfélag, Global Airlines, hefur fest kaup á sinni fyrstu þotu sem er risaþota af gerðinni Airbus A380 sem mun hefja áætlunarflug frá Gatwick-flugvellinum í London næsta vor.

1. júní 2023
|
SAS (Scandinavian Airlines) hefur opnað fyrir bókanir fyrir fyrstu flugferðir félagsins með rafmagnsflugvél þrátt fyrir að áformað sé að fyrsta rafmagnsflugið verði ekki flogið fyrr en árið 2028.

31. maí 2023
|
Air Greenland hefur neyðst til þess að taka tímabundið á leigu Boeing 777 þotu og Boeing 737 þotu eftir að nýja Airbus A330neo breiðþota félagsins varð fyrir atviki á flugvellinum í Kaupmannahöfn f