flugfréttir

Veigra sér við að leita til læknis af ótta við að missa skírteinið

- Leita sér óformlegs læknisráðs eða gefa ekki upp réttar upplýsingar um heilsufar

4. maí 2023

|

Frétt skrifuð kl. 14:41

Könnunin leiddi í ljós að margir flugmenn þiggja óformlegt læknisráð í stað þess að panta tíma hjá lækni á heilsugæslustöð

Nýleg könnun sem gerð var í Bandaríkjunum hefur leitt í ljós að yfir 60 prósent flugmanna veigra sér við að leita læknisaðstoðar ef þeir finna fyrir einkennum og margir fara leynt með heilsufarsvandamál sitt af ótta við að missa flugheilbrigðisvottorðið.

Niðurstöður leiddu í ljós að yfir 60% herflugmanna og atvinnuflugmanna svöruðu einni af fjórum spurningum játandi varðandi hvort þeir hafi sýnt tregðu til þess að leita til læknis varðandi heilsufarlegt ástand sem kom upp á meðan þeir voru með heilbrigðisvottorð í gildi.

„Vitandi til þess að þeir geta átt þá hættu að verða kyrrsettir og geta ekki flogið getur haft neikvæð áhrif bæði andlega, félagslega og fjárhagslega og þar af leiðandi sjá sumir flugmenn engan hag í því að vera hreinskilnir um heilsufarlegt ástand þeirra ef eitthvað kemur upp“, segir William R. Hoffman, læknir hjá Brooke Army heilsugæslustöðinni á Fort Sam herstöðinni í Houston í Texas.

Hoffman segir að samkvæmt eldri könnun sem gerð var árið 2019 hafi komið í ljós að 75% flugmanna voru kvíðafullir yfir því að leita sér læknisaðstöðar af ótta við að það hafi áhrif á flugferil þeirra hvort sem um er að ræða starfsferil eða áhugamál.

Nýja könnunin fór dýpra ofan í málið þar sem spurt var ítarlegri spurninga varðandi viðhorf flugmanna varðandi að lækniþjónustu og heilbrigðismál.

Flugmenn voru beðnir um að svara spurningum eftir því hvað við á með svarmöguleikum á borð við „sammála“ og „ósammála“ við viðeigandi staðhæfingar.

Meðal þeirra staðhæfinga sem voru lagðar fram voru:

• Leitaði af óformlegu læknisráði af ótta við að missa heilbrigðisvottorðið
• Flaug þrátt fyrir að ég fann fyrir nýjum einkennum eða verkjum
• Hef ekki gefið upp upplýsingar um lyfseðilskyld lyf
• Hef gefið upp rangar upplýsingar eða haldið upplýsingum leyndum á spurningablaði
í umsókn um endurnýjun á heilbrigðisskírteini

Könnunin fór fram á netinu og voru 2.383 einkaflugmenn og aðrir flugmenn sem tóku þátt sem ekki starfa við flugið, 1.097 flugmenn sem starfa við flug auk atvinnuflugmanna og 261 flugmaður í bandaríska flughernum.

Rétt yfir helmingur flugmanna, sem starfa ekki við flug, svöruðu því að þeir hafi aldrei haldið neinu leyndu er kom að spurningunum fjórum en er kom að atvinnuflugmönnum og öðrum flugmönnum sem hafa flug að atvinnu, voru 33.6% sem svöruðu að þeir hafi ætíð gert hreint fyrir sínum dyrum og 32.2 prósent af herflugmönnum.

William R. Hoffman er bæði flugmaður og taugalæknir sem hefur mikinn áhuga á flugi og heilsufari flugmanna

Þá voru 6.8% sem svöruðu að þeir hafi ekki gefið upp lyfseðilskyld lyf sem þeir tóku sem gæti haft áhrif á heilbrigðisvottorðið á meðan 16.8% svöruðu að þeir hafi haldið einkennum eða verkjum leyndum.

45.7 prósent flugmanna sögðust hafa leitað annað til þess að fá læknisráð í stað þess að panta hefðbundin tíma hjá lækni á heilsugæslustöð og 26.8% flugmanna sögðust hafa gefið upp aðrar upplýsinga við útfyllingu á eyðublaði hjá lækni en við á eða haldið upplýsingum leyndum.

Mjög fáir flugmenn svöruðu öllum fjórum spurningunum játandi eða alls 2.2% svarenda.

Þá kom einnig í ljós að kvenkyns flugmenn voru líklegri til þess að forðast að gefa upp upplýsingar varðandi heilsufar sitt. Þá voru yngri flugmenn á aldrinum 25 til 40 ára líklegri til að halda upplýsingum leyndum eða 69% svarenda á móti 40% þeirra sem voru 60 ára og eldri.

Hoffman segir að draumamarkmiðið væri að finna leið fyrir flugmenn svo þeir gætu leitað sér læknisaðstoðar án þess að þurfa að kvíða því að missa heilbrigðisvottorðið og segir hann að ein leiðin væri að setja á fót símaþjónustu fyrir flugmenn þar sem þeir gætu hringt og talað við lækni án þess að gefa upp nafn sitt og persónuupplýsingar.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga